Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júlí 2025 11:19 Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Vísir/Elísabet Hanna Þjóðhátíðarnefnd er reiðubúin í að bregðast skjótt við raungerist slæm veðurspá um Verslunarmannahelgina. Vindhraði gæti náð 22 metrum á sekúndu laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum og það stefnir allt í að helgin verði ansi blaut. Þjóðhátíð í Eyjum hefst með pompi og prakt á Húkkaraballinu á fimmtudagskvöld, og svo verður hátíðin formlega sett á föstudeginum. Það kvöld er miklu hvassviðri spáð, sem nær hámarki laugardagsmorguninn þegar vindhraði gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu í miklu rigningarveðri. Í raun er spáð rigningu um land allt bróðurpart laugardagsins. Það á svo að halda áfram að rigna í Eyjum á sunnudeginum. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir allt vera orðið reiðubúið fyrir hátíðarhöldin, og að menn séu undirbúnir í allskyns veður. Miðasalan gangi vel, hún sé á pari við hátíðina fyrir tveimur árum. „Við tökum þessu bara. Þetta er spá, og við vonum að hún rætist bara ekki neitt. Þetta fari bara framhjá en við búumst við því versta og vonum það besta. Erum tilbúin í það. Við höfum fest öll tjöld vel og eins og ég segi, þetta er bara spá,“ segir Jónas. Í fyrra fór þetta illa hjá sumum sem misstu sín tjöld og þurftu að leita skjóls í íþróttahöllinni, eruð þið viðbúin í að eitthvað svoleiðis gerist aftur? „Já, við erum alltaf tilbúin að opna hana og hleypa fólki inn eins og við gerðum í fyrra. Það er allt í startholum ef til þess kemur.“ Þeir sem hafi neyðst til að gista í íþróttahöllinni í fyrra hafi verið himinlifandi með úrræðið. Það sé einmitt tvennt sem er mikilvægast að pakka í töskur fyrir Þjóðhátíð. Það er pollagalli og góða skapið. „Komið bara. Þetta verður bara fjör. Smá rigning, ef hún kemur, þá tökum við því. Við erum Íslendingar og öllu vön,“ segir Jónas. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Veður Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið heitir Við eldana og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 15. maí 2025 12:02 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Þjóðhátíð í Eyjum hefst með pompi og prakt á Húkkaraballinu á fimmtudagskvöld, og svo verður hátíðin formlega sett á föstudeginum. Það kvöld er miklu hvassviðri spáð, sem nær hámarki laugardagsmorguninn þegar vindhraði gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu í miklu rigningarveðri. Í raun er spáð rigningu um land allt bróðurpart laugardagsins. Það á svo að halda áfram að rigna í Eyjum á sunnudeginum. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir allt vera orðið reiðubúið fyrir hátíðarhöldin, og að menn séu undirbúnir í allskyns veður. Miðasalan gangi vel, hún sé á pari við hátíðina fyrir tveimur árum. „Við tökum þessu bara. Þetta er spá, og við vonum að hún rætist bara ekki neitt. Þetta fari bara framhjá en við búumst við því versta og vonum það besta. Erum tilbúin í það. Við höfum fest öll tjöld vel og eins og ég segi, þetta er bara spá,“ segir Jónas. Í fyrra fór þetta illa hjá sumum sem misstu sín tjöld og þurftu að leita skjóls í íþróttahöllinni, eruð þið viðbúin í að eitthvað svoleiðis gerist aftur? „Já, við erum alltaf tilbúin að opna hana og hleypa fólki inn eins og við gerðum í fyrra. Það er allt í startholum ef til þess kemur.“ Þeir sem hafi neyðst til að gista í íþróttahöllinni í fyrra hafi verið himinlifandi með úrræðið. Það sé einmitt tvennt sem er mikilvægast að pakka í töskur fyrir Þjóðhátíð. Það er pollagalli og góða skapið. „Komið bara. Þetta verður bara fjör. Smá rigning, ef hún kemur, þá tökum við því. Við erum Íslendingar og öllu vön,“ segir Jónas.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Veður Verslunarmannahelgin Tengdar fréttir Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið heitir Við eldana og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 15. maí 2025 12:02 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Lagið heitir Við eldana og var frumflutt í Brennslunni á FM957 í morgun. Hlusta má á lagið neðar í fréttinni. 15. maí 2025 12:02
Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. 6. ágúst 2024 11:52