Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2025 10:20 Forsvarsmenn Harvard eru sagðir íhuga hvort að sektargreiðsla geti komið í veg fyrir frekari deilur við ríkisstjórn Trumps á kjörtímabili hans. AP/Steven Senne Forsvarsmenn háskólans Harvard í Bandaríkjunum er sagðir viljugir til að greiða ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, allt að hálfan milljarð dala til að binda enda á refsiaðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn skólanum. Viðræður eiga sér stað þessa dagana en forsvarsmenn Columbia háskólans samþykktu nýverið að greiða tvö hundruð milljóna dala sekt, meðal annars vegna ásakana um meint gyðingahatur. Enn sem komið er er þó óljóst hvort Harvard mun greiða sekt og hve há greiðslan yrði þá. Einnig er óljóst fyrir hvert tilefni greiðslunnar eigi að vera. New York Times hefur heimildir fyrir því að Trump hafi sagt starfsmönnum sínum að hann vilji að Harvard greiði meira en Columbia en forsvarsmenn Harvard eru sagðir hafa áhyggjur af klausu í samkomulaginu við Columbia um að utanaðkomandi aðilar myndu hafa yfirumsjón með því að skilyrðum samkomulagsins yrði framfylgt. Sjá einnig: Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Ríkisstjórn Trumps hefur staðið í deilum við forsvarsmenn fjölmargra háskóla í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum, með því markmiði að fá þá til að til að breyta stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum. Forsvarsmenn margra skóla hafa orðið við kröfum ríkisstjórnarinnar. Kröfurnar má að miklu leyti rekja til mótmæla háskólanema gegn aðgerðum Ísraela á Gasaströndinni en Repúblikanar hafa sakað stjórnendur skóla Bandaríkjanna um að tryggja ekki öryggi gyðinga sem stunda þar nám. Meðal krafnanna sem lagðar hafa verið fram er að stjórnendur skóla tilkynni nemendur sem þyki andsnúnir bandarískum gildum til yfirvalda og að utanaðkomandi aðilar, sem samþykktir séu af ríkisstjórninni, fari yfir námsskrár og önnur mál sem eru á höndum stjórnenda skóla. Harvard var hins vegar fyrsti stóri skólinn til að hafna opinberlega kröfum ríkisstjórnarinnar. Síðan þá hefur ríkisstjórnin fryst fúlgur fjár sem ætlaðar voru skólanum og gripið til annarra aðgerða eins og að banna skólanum að taka við erlendum nemendum. Dómsmál milli Harvard og ríkisstjórnarinnar standa nú yfir en forsvarsmenn Harvard eru sagðir sjá greiðslu sem góða leið til að komast hjá frekari vandræðum á kjörtímabili Trumps. Hálfur milljarður dala samsvarar um 61,5 milljörðum króna. Greiðslan frá Columbia tittlingaskítur Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sett sér sérstakt markmið að fá greiðslu frá Harvard, elsta háskóla Bandaríkjanna, en þeir eiga einnig í viðræðum við forsvarsmenn annarra skóla eins og Cornell, Duke, Northwestern og Brown. Wall Street Journal segir að innan veggja Hvíta hússins sé áhersla lögð á að fá forsvarsmenn þessara skóla til að greiða sektir vegna ásakana um að þeir hafi ekki gengið nógu hart fram gegn gyðingahatri. Í staðinn fyrir sektargreiðslurnar eiga skólarnir að fá aftur betri aðgang að opinberu fjármagni. Einn heimildarmaður WSJ innan Hvíta hússins segir vonast til þess að greiðslan frá Harvard muni láta greiðsluna frá Columbia líta út sem tittlingaskít. Talsmaður Hvíta hússins sagði við NYT í gærkvöldi að kröfur ríkisstjórnarinnar væru einfaldar. „Ekki leyfa gyðingahatur og D.E.I. [hugtak sem stendur fyrir fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu] að stjórna skólum ykkar, ekki brjóta lögin og verndið réttindi allra nemenda.“ Hann sagðist vongóður um að samkomulag myndi nást milli ríkisstjórnarinnar og Harvard. Forsvarsmenn Harvard eru eins og áður hefur komið fram að fara yfir stöðuna og eru þeir sagðir viljugir til að greiða fúlgur fjár. Þeir og forsvarsmenn annarra skóla eru að fara ítarlega yfir samkomulagið sem Columbia gerði við ríkisstjórnina en þar stendur meðal annars að ríkisstjórnin muni á engan hátt hafa áhrif á ráðningar við skólann og námsskrá. Einnig felur samkomulagið ekki í sér einhverskonar játningu á því að hafa brotið lög og þykja forsvarsmönnum annarra skóla þessi atriði jákvæð. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51 Óvissu erlendra nemenda tímabundið eytt Alríkisdómari í Boston hefur fellt úr gildi ákvörðun ríkisstjórnar Bandaríkjaforseta um að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum. Bannið kom í kjölfar þess að háskólinn neitaði að fylgja skilyrðum sem ríkisstjórnin setti honum. 21. júní 2025 10:40 Leita „fjandskapar“ á samfélagsmiðlum námsmanna Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla í framtíðinni að skoða samfélagsmiðla erlendra námsmanna og fræðimanna sem sækja um vegabréfsáritun og dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Markmiðið er að leita að fjandskap í garð Bandaríkjanna. 19. júní 2025 10:00 Engum verið neitað um Fulbright-styrk á Íslandi Allir umsækjendur sem Fulbright á Íslandi hefur mælt með hafa fengið brautargengi til þessa, að sögn framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Nær allir stjórnarmenn Fulbright-áætlunarinnar í Bandaríkjunum sögðu af sér vegna afskipta ríkisstjórnarinnar þar af styrkjunum. 12. júní 2025 15:52 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Enn sem komið er er þó óljóst hvort Harvard mun greiða sekt og hve há greiðslan yrði þá. Einnig er óljóst fyrir hvert tilefni greiðslunnar eigi að vera. New York Times hefur heimildir fyrir því að Trump hafi sagt starfsmönnum sínum að hann vilji að Harvard greiði meira en Columbia en forsvarsmenn Harvard eru sagðir hafa áhyggjur af klausu í samkomulaginu við Columbia um að utanaðkomandi aðilar myndu hafa yfirumsjón með því að skilyrðum samkomulagsins yrði framfylgt. Sjá einnig: Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Ríkisstjórn Trumps hefur staðið í deilum við forsvarsmenn fjölmargra háskóla í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum, með því markmiði að fá þá til að til að breyta stjórnarháttum, ráðningum og inntökuskilyrðum. Forsvarsmenn margra skóla hafa orðið við kröfum ríkisstjórnarinnar. Kröfurnar má að miklu leyti rekja til mótmæla háskólanema gegn aðgerðum Ísraela á Gasaströndinni en Repúblikanar hafa sakað stjórnendur skóla Bandaríkjanna um að tryggja ekki öryggi gyðinga sem stunda þar nám. Meðal krafnanna sem lagðar hafa verið fram er að stjórnendur skóla tilkynni nemendur sem þyki andsnúnir bandarískum gildum til yfirvalda og að utanaðkomandi aðilar, sem samþykktir séu af ríkisstjórninni, fari yfir námsskrár og önnur mál sem eru á höndum stjórnenda skóla. Harvard var hins vegar fyrsti stóri skólinn til að hafna opinberlega kröfum ríkisstjórnarinnar. Síðan þá hefur ríkisstjórnin fryst fúlgur fjár sem ætlaðar voru skólanum og gripið til annarra aðgerða eins og að banna skólanum að taka við erlendum nemendum. Dómsmál milli Harvard og ríkisstjórnarinnar standa nú yfir en forsvarsmenn Harvard eru sagðir sjá greiðslu sem góða leið til að komast hjá frekari vandræðum á kjörtímabili Trumps. Hálfur milljarður dala samsvarar um 61,5 milljörðum króna. Greiðslan frá Columbia tittlingaskítur Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sett sér sérstakt markmið að fá greiðslu frá Harvard, elsta háskóla Bandaríkjanna, en þeir eiga einnig í viðræðum við forsvarsmenn annarra skóla eins og Cornell, Duke, Northwestern og Brown. Wall Street Journal segir að innan veggja Hvíta hússins sé áhersla lögð á að fá forsvarsmenn þessara skóla til að greiða sektir vegna ásakana um að þeir hafi ekki gengið nógu hart fram gegn gyðingahatri. Í staðinn fyrir sektargreiðslurnar eiga skólarnir að fá aftur betri aðgang að opinberu fjármagni. Einn heimildarmaður WSJ innan Hvíta hússins segir vonast til þess að greiðslan frá Harvard muni láta greiðsluna frá Columbia líta út sem tittlingaskít. Talsmaður Hvíta hússins sagði við NYT í gærkvöldi að kröfur ríkisstjórnarinnar væru einfaldar. „Ekki leyfa gyðingahatur og D.E.I. [hugtak sem stendur fyrir fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu] að stjórna skólum ykkar, ekki brjóta lögin og verndið réttindi allra nemenda.“ Hann sagðist vongóður um að samkomulag myndi nást milli ríkisstjórnarinnar og Harvard. Forsvarsmenn Harvard eru eins og áður hefur komið fram að fara yfir stöðuna og eru þeir sagðir viljugir til að greiða fúlgur fjár. Þeir og forsvarsmenn annarra skóla eru að fara ítarlega yfir samkomulagið sem Columbia gerði við ríkisstjórnina en þar stendur meðal annars að ríkisstjórnin muni á engan hátt hafa áhrif á ráðningar við skólann og námsskrá. Einnig felur samkomulagið ekki í sér einhverskonar játningu á því að hafa brotið lög og þykja forsvarsmönnum annarra skóla þessi atriði jákvæð.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51 Óvissu erlendra nemenda tímabundið eytt Alríkisdómari í Boston hefur fellt úr gildi ákvörðun ríkisstjórnar Bandaríkjaforseta um að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum. Bannið kom í kjölfar þess að háskólinn neitaði að fylgja skilyrðum sem ríkisstjórnin setti honum. 21. júní 2025 10:40 Leita „fjandskapar“ á samfélagsmiðlum námsmanna Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla í framtíðinni að skoða samfélagsmiðla erlendra námsmanna og fræðimanna sem sækja um vegabréfsáritun og dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Markmiðið er að leita að fjandskap í garð Bandaríkjanna. 19. júní 2025 10:00 Engum verið neitað um Fulbright-styrk á Íslandi Allir umsækjendur sem Fulbright á Íslandi hefur mælt með hafa fengið brautargengi til þessa, að sögn framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Nær allir stjórnarmenn Fulbright-áætlunarinnar í Bandaríkjunum sögðu af sér vegna afskipta ríkisstjórnarinnar þar af styrkjunum. 12. júní 2025 15:52 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. 21. júlí 2025 16:51
Óvissu erlendra nemenda tímabundið eytt Alríkisdómari í Boston hefur fellt úr gildi ákvörðun ríkisstjórnar Bandaríkjaforseta um að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum. Bannið kom í kjölfar þess að háskólinn neitaði að fylgja skilyrðum sem ríkisstjórnin setti honum. 21. júní 2025 10:40
Leita „fjandskapar“ á samfélagsmiðlum námsmanna Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla í framtíðinni að skoða samfélagsmiðla erlendra námsmanna og fræðimanna sem sækja um vegabréfsáritun og dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Markmiðið er að leita að fjandskap í garð Bandaríkjanna. 19. júní 2025 10:00
Engum verið neitað um Fulbright-styrk á Íslandi Allir umsækjendur sem Fulbright á Íslandi hefur mælt með hafa fengið brautargengi til þessa, að sögn framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Nær allir stjórnarmenn Fulbright-áætlunarinnar í Bandaríkjunum sögðu af sér vegna afskipta ríkisstjórnarinnar þar af styrkjunum. 12. júní 2025 15:52