Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júlí 2025 10:13 Magnús Sverrir Þorsteinsson er fyrrverandi knattspyrnukappi og raðaði inn mörkunum á sínum tíma upp ynrgi flokka Keflavíkur og svo með meistaraflokki. Bílaleigan Blue Car Rental við Keflavíkurflugvöll hagnaðist um 721 milljón króna á árinu 2024, samanborið við 1.168 milljónir króna árið áður. Um er að ræða 38 prósenta samdrátt í hagnaði milli ára. Í nýbirtum ársreikningi félagsins kemur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin um arðgreiðslur á árinu 2025. Á síðasta ári greiddi félagið út arð upp á einn milljarð króna. Heildartekjur Blue Car Rental námu 6.333 milljónum króna árið 2024, sem er 2,7 prósenta aukning frá árinu áður, þegar þær voru 6.168 milljónir króna. Rekstrargjöld jukust þó verulega á milli ára, eða um 26 prósent, og námu 3.345 milljónum króna árið 2024. Mestur hluti aukningarinnar skýrist af kostnaði við rekstur bílaleigubíla, sem hækkaði um 68 prósent og nam alls 1,1 milljarði króna. Fjöldi ársverka var 92, en hafði verið 90 árið áður. Þrír af hverjum fjórum starfsmönnum eru karlar en laun og launatengd gjöld á árinu námu 1.246 milljónum króna. Í skýrslu stjórnar segir að rekstur félagsins hafi gengið vel þrátt fyrir áskoranir. Þær helstu hafi verið lækkandi útleiguverð og hækkandi rekstrarkostnaður. Stjórnendur telja að vel hafi tekist að bregðast við þessum breytingum. Einnig kemur fram að bókunarstaðan fyrir árið 2025 sé góð og að ákveðinn stöðugleiki hafi myndast á markaði eftir miklar sveiflur síðustu ára. Stjórnendur hyggjast nýta þetta tækifæri til að auka skilvirkni með því að hækka útleiguverð í takt við verðlag og draga úr rekstrar- og fjármagnskostnaði. Sérstök áhersla var lögð á að styrkja vörumerki Blue Car Rental á bæði innlendum og erlendum mörkuðum á síðasta ári. Gert er ráð fyrir áframhaldandi vinnu í því skyni, sem styrkja á undirstöður sölu- og markaðsstarfs félagsins til lengri tíma. Einnig verður lögð aukin áhersla á að selja þjónustu í gegnum eigin bókunarrásir. Aukin fjárfesting í bílaflota fram undan Heildareignir félagsins voru bókfærðar á 10,3 milljarða króna í árslok 2024. Eigið fé félagsins í lok árs nam 2,1 milljarði króna. Meginhluti hlutafjár, eða 90 prósent, er í eigu M&G Fjárfestinga ehf., sem aftur er í eigu hjónanna Magnúsar Sverris Þorsteinssonar og Guðrúnar Sædal Björgvinsdóttur. Félagið Óskasteinn Þ&E ehf., í eigu Þorsteins Þorsteinssonar og Elísu Óskar Gísladóttur, á 10 prósenta hlut. Þorsteinn og Magnús Sverrir eru bræður. Bílaleigur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Í nýbirtum ársreikningi félagsins kemur fram að engin ákvörðun hafi verið tekin um arðgreiðslur á árinu 2025. Á síðasta ári greiddi félagið út arð upp á einn milljarð króna. Heildartekjur Blue Car Rental námu 6.333 milljónum króna árið 2024, sem er 2,7 prósenta aukning frá árinu áður, þegar þær voru 6.168 milljónir króna. Rekstrargjöld jukust þó verulega á milli ára, eða um 26 prósent, og námu 3.345 milljónum króna árið 2024. Mestur hluti aukningarinnar skýrist af kostnaði við rekstur bílaleigubíla, sem hækkaði um 68 prósent og nam alls 1,1 milljarði króna. Fjöldi ársverka var 92, en hafði verið 90 árið áður. Þrír af hverjum fjórum starfsmönnum eru karlar en laun og launatengd gjöld á árinu námu 1.246 milljónum króna. Í skýrslu stjórnar segir að rekstur félagsins hafi gengið vel þrátt fyrir áskoranir. Þær helstu hafi verið lækkandi útleiguverð og hækkandi rekstrarkostnaður. Stjórnendur telja að vel hafi tekist að bregðast við þessum breytingum. Einnig kemur fram að bókunarstaðan fyrir árið 2025 sé góð og að ákveðinn stöðugleiki hafi myndast á markaði eftir miklar sveiflur síðustu ára. Stjórnendur hyggjast nýta þetta tækifæri til að auka skilvirkni með því að hækka útleiguverð í takt við verðlag og draga úr rekstrar- og fjármagnskostnaði. Sérstök áhersla var lögð á að styrkja vörumerki Blue Car Rental á bæði innlendum og erlendum mörkuðum á síðasta ári. Gert er ráð fyrir áframhaldandi vinnu í því skyni, sem styrkja á undirstöður sölu- og markaðsstarfs félagsins til lengri tíma. Einnig verður lögð aukin áhersla á að selja þjónustu í gegnum eigin bókunarrásir. Aukin fjárfesting í bílaflota fram undan Heildareignir félagsins voru bókfærðar á 10,3 milljarða króna í árslok 2024. Eigið fé félagsins í lok árs nam 2,1 milljarði króna. Meginhluti hlutafjár, eða 90 prósent, er í eigu M&G Fjárfestinga ehf., sem aftur er í eigu hjónanna Magnúsar Sverris Þorsteinssonar og Guðrúnar Sædal Björgvinsdóttur. Félagið Óskasteinn Þ&E ehf., í eigu Þorsteins Þorsteinssonar og Elísu Óskar Gísladóttur, á 10 prósenta hlut. Þorsteinn og Magnús Sverrir eru bræður.
Bílaleigur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira