„Vorum búnir að vera miklu betri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2025 21:48 Magnús Már í djúpum pælingum. vísir / diego Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega svekktur eftir 4-1 tap sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn litaðist helst af því að Axel Óskar Andrésson, leikmaður Aftureldingar, nældi sér í rautt spjald í fyrri hálfleik. „Þetta er mjög súrt og sérstaklega kannski í ljósi þess hvernig leikurinn spilast áður en þetta rauða spjald kemur. Það breytir leiknum. Axel er búin að fá nokkur gul í sumar en fær þarna rautt og því miður hefur það mikil áhrif á leikmyndina,“ sagði Magnús Már í leikslok. „Við vorum búnir að vera miklu betri, eða ógna allavega miklu meira, fram að því og skora eitt mark og vorum nær því að skora annað en þeir að jafna. Þannig að það er mjög svekkjandi að þetta rauða spjald komi og það er erfitt að vera svona lengi manni færri. Kannski brugðumst við ekki vel evið, en það hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið 11 á móti 11.“ Axel nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili og í raun ekkert hægt að setja út á þá dóma. Magnús segir það þó ekki hafa neitt upp á sig að vera ósáttur við Axel eftir leikinn. „Nei það hefur ekkert upp á sig að vera ósáttur við hann. Þetta bara gerðist. Hann er keppnismaður og hann veit það ábyggilega sjálfur að hann hefði betur átt að bremsa sig af þarna. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur í sumar þannig ég er ekkert ósáttur við hann. Hann er búinn að vera algjör klettur í vörninni hjá okkur. Þetta er bara eitthvað sem gerðist.“ Þá segir Magnús að brekkan hafi verið brött í seinni hálfleik. „Já, þetta var bratt. Mér fannst við verjast vel framan af í sinni hálfleik og ég held að fyrsta færið þeirra hafi komið þegar þeir jafna í 1-1. Eftir það ganga þeir á lagið og því miður var erfitt að reyna að snúa því við þegar við vorum manni færri.“ „Eins og ég segi hefði verið gaman að sjá hvernig þetta hefði farið ef við hefðum verið 11 á móti 11, en Stjarnan er gott lið sem kom bara á okkur og er með góða menn fram á við. Það er erfitt að verjast þeim manni færri svona lengi og þeir gengu á lagið og unnu sanngjarnan sigur.“ Mosfellingar fengu hins vegar tvö dauðafæri til að tvöfalda foyrstuna í leiknum, það seinna snemma í seinni hálfleik þegar Hrannar Sbær slapp einn í gegn. „Eins og ég segi þá áttum við betri færi í 1-0 stöðunni til að koma þessu í 2-0. Þetta var bara frábærlega varið hjá Árna sem er búinn að vera frábær í sumar. Þetta er bara eitt færi og svona gerist. Það er bara fuck it og næsti leikur.“ Þá vill Magnús ekki meina að sínir menn hafi gefið eftir seinni hluta leiksins, þrátt fyrir að mörk Stjörnunnar hafi oft og tíðum verið ansi ódýr. „Nei, ég er ekki alveg á því. Við erum að verja teiginn okkar og þetta er ógrynni af fyrirgjöfum sem þeir eiga. Á endanum gefur sig kannski eitthvað og það gerist á þessum augnablikum.“ „Við hefðum klárlega getað gert betur í einhverjum augnablikum. Ég á eftir að skoða það betur hvernig það var. En nei, mér fannst engin uppgjöf,“ sagði Magnús að lokum. Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Sjá meira
„Þetta er mjög súrt og sérstaklega kannski í ljósi þess hvernig leikurinn spilast áður en þetta rauða spjald kemur. Það breytir leiknum. Axel er búin að fá nokkur gul í sumar en fær þarna rautt og því miður hefur það mikil áhrif á leikmyndina,“ sagði Magnús Már í leikslok. „Við vorum búnir að vera miklu betri, eða ógna allavega miklu meira, fram að því og skora eitt mark og vorum nær því að skora annað en þeir að jafna. Þannig að það er mjög svekkjandi að þetta rauða spjald komi og það er erfitt að vera svona lengi manni færri. Kannski brugðumst við ekki vel evið, en það hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið 11 á móti 11.“ Axel nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili og í raun ekkert hægt að setja út á þá dóma. Magnús segir það þó ekki hafa neitt upp á sig að vera ósáttur við Axel eftir leikinn. „Nei það hefur ekkert upp á sig að vera ósáttur við hann. Þetta bara gerðist. Hann er keppnismaður og hann veit það ábyggilega sjálfur að hann hefði betur átt að bremsa sig af þarna. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur í sumar þannig ég er ekkert ósáttur við hann. Hann er búinn að vera algjör klettur í vörninni hjá okkur. Þetta er bara eitthvað sem gerðist.“ Þá segir Magnús að brekkan hafi verið brött í seinni hálfleik. „Já, þetta var bratt. Mér fannst við verjast vel framan af í sinni hálfleik og ég held að fyrsta færið þeirra hafi komið þegar þeir jafna í 1-1. Eftir það ganga þeir á lagið og því miður var erfitt að reyna að snúa því við þegar við vorum manni færri.“ „Eins og ég segi hefði verið gaman að sjá hvernig þetta hefði farið ef við hefðum verið 11 á móti 11, en Stjarnan er gott lið sem kom bara á okkur og er með góða menn fram á við. Það er erfitt að verjast þeim manni færri svona lengi og þeir gengu á lagið og unnu sanngjarnan sigur.“ Mosfellingar fengu hins vegar tvö dauðafæri til að tvöfalda foyrstuna í leiknum, það seinna snemma í seinni hálfleik þegar Hrannar Sbær slapp einn í gegn. „Eins og ég segi þá áttum við betri færi í 1-0 stöðunni til að koma þessu í 2-0. Þetta var bara frábærlega varið hjá Árna sem er búinn að vera frábær í sumar. Þetta er bara eitt færi og svona gerist. Það er bara fuck it og næsti leikur.“ Þá vill Magnús ekki meina að sínir menn hafi gefið eftir seinni hluta leiksins, þrátt fyrir að mörk Stjörnunnar hafi oft og tíðum verið ansi ódýr. „Nei, ég er ekki alveg á því. Við erum að verja teiginn okkar og þetta er ógrynni af fyrirgjöfum sem þeir eiga. Á endanum gefur sig kannski eitthvað og það gerist á þessum augnablikum.“ „Við hefðum klárlega getað gert betur í einhverjum augnablikum. Ég á eftir að skoða það betur hvernig það var. En nei, mér fannst engin uppgjöf,“ sagði Magnús að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Sjá meira