Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. júlí 2025 23:29 Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir jafningjafræðari segir klámáhorf og fjárhættuspil normalíserað meðal ungmenna. Vísir/Ívar Fannar Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. Í jafningjafræðslu Hins hússins ferðast ungmenni milli vinnuskólahópa höfuðborgarsvæðisins og veita fræðslu um málefni sem snerta ungt fólk og ræða það sem liggur krökkunum á hjarta. Í ár tóku jafningjafræðararnir eftir ákveðnu mynstri meðal barna í vinnuskólahópunum. „Að ungmenni séu að verða meira einmana og að loka sig meira frá fólkinu í kringum sig. Þau eru að kjósa að eyða meira tíma í símanum og í netheimum. Það eru dæmi um að fólk eigi kannski þúsundir vina en engan sem þau þora að tala við í raun og veru,“ segir Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir jafningjafræðari. Útfrá þessari þróun verði til ýmis vandamál. „Við höfum verið að fara í leik þar sem við spyrjum: Að spila fjárhættuspil á netinu er sniðugt? Og það var alltaf stór hluti sem fór og sagði já, og var sammála. Og þeir sem sögðu nei voru oft krakkar sem höfðu misst mjög mikinn pening í fjárhættuspilum.“ Foreldrar líti upp úr símanum Foreldrar séu oft ekki meðvitaðir um að börnin þeirra hafi tapað tugum, ef ekki hundruð þúsunda í fjárhættuspilum. Þá er klámáhorf að verða meira og meira normalíserað. „Það finnst öllum svo eðlilegt að vera bara að horfa á klám, sérstaklega gaurum. Þetta er bara hluti af þeirra menningu. En það er ekkert eðlilegt, þetta er orðið að fíkn ef þetta er farið að hafa mikil áhrif á þig.“ Úlfhildur vill að foreldrar taki ábyrgð og hjálpi börnum sem eru að einangrast. „Þegar ég segi að ungmenni séu að verða einmana er það ekki bara þeim að kenna, það er ekki bara að þau séu að vera svo mikið í símanum. Það eru líka foreldrar þeirra, þeir kjósa að vera frekar í símanum heldur en að eiga alvöru spjöll.“ Fjárhættuspil Klám Reykjavík Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira
Í jafningjafræðslu Hins hússins ferðast ungmenni milli vinnuskólahópa höfuðborgarsvæðisins og veita fræðslu um málefni sem snerta ungt fólk og ræða það sem liggur krökkunum á hjarta. Í ár tóku jafningjafræðararnir eftir ákveðnu mynstri meðal barna í vinnuskólahópunum. „Að ungmenni séu að verða meira einmana og að loka sig meira frá fólkinu í kringum sig. Þau eru að kjósa að eyða meira tíma í símanum og í netheimum. Það eru dæmi um að fólk eigi kannski þúsundir vina en engan sem þau þora að tala við í raun og veru,“ segir Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir jafningjafræðari. Útfrá þessari þróun verði til ýmis vandamál. „Við höfum verið að fara í leik þar sem við spyrjum: Að spila fjárhættuspil á netinu er sniðugt? Og það var alltaf stór hluti sem fór og sagði já, og var sammála. Og þeir sem sögðu nei voru oft krakkar sem höfðu misst mjög mikinn pening í fjárhættuspilum.“ Foreldrar líti upp úr símanum Foreldrar séu oft ekki meðvitaðir um að börnin þeirra hafi tapað tugum, ef ekki hundruð þúsunda í fjárhættuspilum. Þá er klámáhorf að verða meira og meira normalíserað. „Það finnst öllum svo eðlilegt að vera bara að horfa á klám, sérstaklega gaurum. Þetta er bara hluti af þeirra menningu. En það er ekkert eðlilegt, þetta er orðið að fíkn ef þetta er farið að hafa mikil áhrif á þig.“ Úlfhildur vill að foreldrar taki ábyrgð og hjálpi börnum sem eru að einangrast. „Þegar ég segi að ungmenni séu að verða einmana er það ekki bara þeim að kenna, það er ekki bara að þau séu að vera svo mikið í símanum. Það eru líka foreldrar þeirra, þeir kjósa að vera frekar í símanum heldur en að eiga alvöru spjöll.“
Fjárhættuspil Klám Reykjavík Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Sjá meira