Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 27. júlí 2025 23:29 Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir jafningjafræðari segir klámáhorf og fjárhættuspil normalíserað meðal ungmenna. Vísir/Ívar Fannar Jafningjafræðari segir grunnskólabörn einangra sig meira og að því fylgi mörg vandamál. Foreldrar þurfi að leggja frá sér símann og reyna að eiga í dýpra samtali við börnin sín. Í jafningjafræðslu Hins hússins ferðast ungmenni milli vinnuskólahópa höfuðborgarsvæðisins og veita fræðslu um málefni sem snerta ungt fólk og ræða það sem liggur krökkunum á hjarta. Í ár tóku jafningjafræðararnir eftir ákveðnu mynstri meðal barna í vinnuskólahópunum. „Að ungmenni séu að verða meira einmana og að loka sig meira frá fólkinu í kringum sig. Þau eru að kjósa að eyða meira tíma í símanum og í netheimum. Það eru dæmi um að fólk eigi kannski þúsundir vina en engan sem þau þora að tala við í raun og veru,“ segir Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir jafningjafræðari. Útfrá þessari þróun verði til ýmis vandamál. „Við höfum verið að fara í leik þar sem við spyrjum: Að spila fjárhættuspil á netinu er sniðugt? Og það var alltaf stór hluti sem fór og sagði já, og var sammála. Og þeir sem sögðu nei voru oft krakkar sem höfðu misst mjög mikinn pening í fjárhættuspilum.“ Foreldrar líti upp úr símanum Foreldrar séu oft ekki meðvitaðir um að börnin þeirra hafi tapað tugum, ef ekki hundruð þúsunda í fjárhættuspilum. Þá er klámáhorf að verða meira og meira normalíserað. „Það finnst öllum svo eðlilegt að vera bara að horfa á klám, sérstaklega gaurum. Þetta er bara hluti af þeirra menningu. En það er ekkert eðlilegt, þetta er orðið að fíkn ef þetta er farið að hafa mikil áhrif á þig.“ Úlfhildur vill að foreldrar taki ábyrgð og hjálpi börnum sem eru að einangrast. „Þegar ég segi að ungmenni séu að verða einmana er það ekki bara þeim að kenna, það er ekki bara að þau séu að vera svo mikið í símanum. Það eru líka foreldrar þeirra, þeir kjósa að vera frekar í símanum heldur en að eiga alvöru spjöll.“ Fjárhættuspil Klám Reykjavík Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Í jafningjafræðslu Hins hússins ferðast ungmenni milli vinnuskólahópa höfuðborgarsvæðisins og veita fræðslu um málefni sem snerta ungt fólk og ræða það sem liggur krökkunum á hjarta. Í ár tóku jafningjafræðararnir eftir ákveðnu mynstri meðal barna í vinnuskólahópunum. „Að ungmenni séu að verða meira einmana og að loka sig meira frá fólkinu í kringum sig. Þau eru að kjósa að eyða meira tíma í símanum og í netheimum. Það eru dæmi um að fólk eigi kannski þúsundir vina en engan sem þau þora að tala við í raun og veru,“ segir Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir jafningjafræðari. Útfrá þessari þróun verði til ýmis vandamál. „Við höfum verið að fara í leik þar sem við spyrjum: Að spila fjárhættuspil á netinu er sniðugt? Og það var alltaf stór hluti sem fór og sagði já, og var sammála. Og þeir sem sögðu nei voru oft krakkar sem höfðu misst mjög mikinn pening í fjárhættuspilum.“ Foreldrar líti upp úr símanum Foreldrar séu oft ekki meðvitaðir um að börnin þeirra hafi tapað tugum, ef ekki hundruð þúsunda í fjárhættuspilum. Þá er klámáhorf að verða meira og meira normalíserað. „Það finnst öllum svo eðlilegt að vera bara að horfa á klám, sérstaklega gaurum. Þetta er bara hluti af þeirra menningu. En það er ekkert eðlilegt, þetta er orðið að fíkn ef þetta er farið að hafa mikil áhrif á þig.“ Úlfhildur vill að foreldrar taki ábyrgð og hjálpi börnum sem eru að einangrast. „Þegar ég segi að ungmenni séu að verða einmana er það ekki bara þeim að kenna, það er ekki bara að þau séu að vera svo mikið í símanum. Það eru líka foreldrar þeirra, þeir kjósa að vera frekar í símanum heldur en að eiga alvöru spjöll.“
Fjárhættuspil Klám Reykjavík Samfélagsmiðlar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira