Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. júlí 2025 21:14 Margmenni kom saman í miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á ástandinu á Gaza. vísir Margmenni kom saman í svokallaðri hungurgöngu í miðbæ Reykjavíkur til að vekja athygli á hungursneyð á Gaza-ströndinni og krefjast aðgerða frá íslenskum stjórnvöldum. Ísraelsher tilkynnti í dag að hann hyggist gera tíu klukkutíma hlé á hernaðaraðgerðum á þremur landsvæðum á Gaza daglega svo að þangað geti borist matvæli og önnur hjálpargögn. Hungursneyð hefur ríkt á svæðinu og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu hafa rúmlega 130 dáið úr hungri síðan átök þar hófust 7. október 2023. Þar af 85 börn. Þá var lest vöruflutningabíla með hjálpargögnum ekið inn á Gaza í morgun í gegnum landamærastöðina í Rafah en Jórdanía og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa staðið fyrir loftflutningi hjálpargagna. Töluvert mannfall hefur orðið í Palestínu í dag og þar með talið við dreifingarstöðvar hjálpargagna. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísreals sakaði Sameinuðu þjóðirnar um lygar í myndbandstilkynningu í dag og sagði ávalt hafa verið greiða leið inn á Gaza fyrir mannúðaraðstoð. Svokölluð hungurganga fór fram samtímis í Reykjavík og á Akureyri í dag til að mótmæla ástandinu á Gaza. Í Reykjavík kom fólk saman við Hlemm og gekk niður Laugaveg í átt að Stjórnarráðinu og lét vel í sér heyra. Mótmælendur kröfðust þess að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða vegna ástandsins. „Hungursneyðin á Gasa er eitthvað sem fólk vill ekki sjá og vill ekki láta viðgangast. Það er komið nóg, maður sér það þegar þjóðarleiðtogar eru farnir að taka undir, þá kemur fólkið hægt og rólega með,“ sagði María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp mótmælandi á svæðinu. Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, einn skipuleggjanda mótmælanna, segir stjórnvöld hér á landi geta gert ýmislegt til að bregðast við ástandinu. „Aðgerða er þörf. Við viljum viðskiptaþvinganir á Ísrael, við viljum slíta stjórnmálasamstarfi við Ísrael. Við viljum að sjálfsögðu að Ísland sé hluti af Haag-hópnum. Sem er að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísraels.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ísraelsher tilkynnti í dag að hann hyggist gera tíu klukkutíma hlé á hernaðaraðgerðum á þremur landsvæðum á Gaza daglega svo að þangað geti borist matvæli og önnur hjálpargögn. Hungursneyð hefur ríkt á svæðinu og samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Palestínu hafa rúmlega 130 dáið úr hungri síðan átök þar hófust 7. október 2023. Þar af 85 börn. Þá var lest vöruflutningabíla með hjálpargögnum ekið inn á Gaza í morgun í gegnum landamærastöðina í Rafah en Jórdanía og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa staðið fyrir loftflutningi hjálpargagna. Töluvert mannfall hefur orðið í Palestínu í dag og þar með talið við dreifingarstöðvar hjálpargagna. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísreals sakaði Sameinuðu þjóðirnar um lygar í myndbandstilkynningu í dag og sagði ávalt hafa verið greiða leið inn á Gaza fyrir mannúðaraðstoð. Svokölluð hungurganga fór fram samtímis í Reykjavík og á Akureyri í dag til að mótmæla ástandinu á Gaza. Í Reykjavík kom fólk saman við Hlemm og gekk niður Laugaveg í átt að Stjórnarráðinu og lét vel í sér heyra. Mótmælendur kröfðust þess að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða vegna ástandsins. „Hungursneyðin á Gasa er eitthvað sem fólk vill ekki sjá og vill ekki láta viðgangast. Það er komið nóg, maður sér það þegar þjóðarleiðtogar eru farnir að taka undir, þá kemur fólkið hægt og rólega með,“ sagði María Lilja Ingveldar Þrastardóttir Kemp mótmælandi á svæðinu. Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, einn skipuleggjanda mótmælanna, segir stjórnvöld hér á landi geta gert ýmislegt til að bregðast við ástandinu. „Aðgerða er þörf. Við viljum viðskiptaþvinganir á Ísrael, við viljum slíta stjórnmálasamstarfi við Ísrael. Við viljum að sjálfsögðu að Ísland sé hluti af Haag-hópnum. Sem er að styðja kæru Suður-Afríku á hendur Ísraels.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira