„Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Jón Ísak Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. júlí 2025 11:44 Kaleo á sviðinu í gær. Vísir/Viktor Freyr Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir með ólíkindum hvað tónleikahátíð Kaleo í Vaglaskógi í gær gekk vel. Ekkert stórslys hafi orðið og önnur vandamál hafi verið minniháttar. Hljómsveitin Kaleo hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015 með tónlistarhátíð í Vaglaskógi í gær. Fjöldinn allur af tónlistarmönnum kom fram á þéttri dagskrá allan daginn, en uppselt varð á tónleikana á örskotstundu. „Já, þetta fór algjörlega fram úr björtustu vonum, og gekk mjög vel, algjörlega slysalaust,“ segir Hreiðar aðalvarðstjóri um tónleikana í gær. „Þetta voru einhver tvö ölvunaratvik sem við þurftum að skipta okkur af , og einhver ágreiningur milli tveggja, þriggja aðila, annars var þetta með ólíkindum hvað þetta gekk vel.“ Hann segir að á svæðinu hafi á bilinu sjö til tíu þúsund manns verið samankomnir. Þar hafi verið fólk á öllum aldri, börn og ungmenni, foreldrar, afar og ömmur. „Það var alveg einstakt hvað þetta gekk vel og hvað fólk virtist koma í góðu. Það var svona góður andi yfir öllum, fólk kom greinilega og ætlaði að njóta dagsins, og það var náttúrulega það sem gerði þetta svona gott í bland við gott veður.“ Skipulagning tónleikanna hafi verið til fyrirmyndar og undirbúningur góður. Lögreglan hafi verið með um tuttugu manns á svæðinu, en fjöldi viðbragðsaðila með björgunarsveit, öryggisgæslu og öðrum meðtöldum hafi verið um hundrað. Hreiðar segir yndislegt þegar hlutirnir ganga svona vel, fólk komi að njóta og allt gangi upp. Kaleo Tónleikar á Íslandi Þingeyjarsveit Tónlist Menning Lögreglumál Tengdar fréttir Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð. 22. júlí 2025 13:21 Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónleikahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn. 25. júlí 2025 22:26 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015 með tónlistarhátíð í Vaglaskógi í gær. Fjöldinn allur af tónlistarmönnum kom fram á þéttri dagskrá allan daginn, en uppselt varð á tónleikana á örskotstundu. „Já, þetta fór algjörlega fram úr björtustu vonum, og gekk mjög vel, algjörlega slysalaust,“ segir Hreiðar aðalvarðstjóri um tónleikana í gær. „Þetta voru einhver tvö ölvunaratvik sem við þurftum að skipta okkur af , og einhver ágreiningur milli tveggja, þriggja aðila, annars var þetta með ólíkindum hvað þetta gekk vel.“ Hann segir að á svæðinu hafi á bilinu sjö til tíu þúsund manns verið samankomnir. Þar hafi verið fólk á öllum aldri, börn og ungmenni, foreldrar, afar og ömmur. „Það var alveg einstakt hvað þetta gekk vel og hvað fólk virtist koma í góðu. Það var svona góður andi yfir öllum, fólk kom greinilega og ætlaði að njóta dagsins, og það var náttúrulega það sem gerði þetta svona gott í bland við gott veður.“ Skipulagning tónleikanna hafi verið til fyrirmyndar og undirbúningur góður. Lögreglan hafi verið með um tuttugu manns á svæðinu, en fjöldi viðbragðsaðila með björgunarsveit, öryggisgæslu og öðrum meðtöldum hafi verið um hundrað. Hreiðar segir yndislegt þegar hlutirnir ganga svona vel, fólk komi að njóta og allt gangi upp.
Kaleo Tónleikar á Íslandi Þingeyjarsveit Tónlist Menning Lögreglumál Tengdar fréttir Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð. 22. júlí 2025 13:21 Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónleikahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn. 25. júlí 2025 22:26 Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð. 22. júlí 2025 13:21
Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónleikahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn. 25. júlí 2025 22:26