Innlent

Líkams­á­rás í far­þega­skipi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
image
Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í dag um líkamsárás í farþegaskipi. Aðilarnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Tilkynnt var um mann að brjótast inn í bíl í miðbænum, og höfð voru afskipti af meintum geranda sem tókst ekki ætlunarverk sitt.

Þá var einn sektaður fyrir að vera með filmu í framrúðu bifreiðar sinnar, og var ökutækið boðað í skoðun.

Tilkynnt var u minnbrot í vinnuskúr í Grafarvogi.

Höfð voru afskipti af nokkrum vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×