Fótbolti

Jón Daði meiddur og endur­koman bíður

Siggeir Ævarsson skrifar
Bjarni Jóhannsson er þjálfari Selfoss. Hann bíður enn eftir aðf á að stilla Jóni Daða upp í liðið
Bjarni Jóhannsson er þjálfari Selfoss. Hann bíður enn eftir aðf á að stilla Jóni Daða upp í liðið Vísir/Sigurjón

Endurkoma Jóns Daða Böðvarssonar til Selfoss bíður enn en Jón er meiddur og verður ekki með liðinu í dag sem sækir Völsung heim á Húsavík í Lengjudeildinni.

Jón Daði ákvað að snúa aftur heim til Selfoss fyrr í sumar eftir langan feril í atvinnumennsku á erlendri grundu en hann lauk þeim ferli með Burton Albion í ensku C-deildinni í vor.

Hann var ekki kominn með leikheimild þegar Selfoss tók á móti Grindvíkingum í síðustu umferð og nú er hann meiddur að sögn Bjarna Jóhannssonar, þjálfara liðsins, en Selfyssingar tóku viðtal við Bjarna og birtu á samfélagsmiðlum í gær.

„Hann meiddist lítillega í  síðustu viku þannig að hann er ekki með okkur í dag. Vonandi skýrist fljótlega hvers eðlis þessi meiðsli eru og hvað þau taka langan tíma en það er ekkert hægt að segja um það á þessari stundu. Við vonum það besta, bæði fyrir hann og fyrir okkur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×