Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2025 20:06 Erlendur (t.v.) og Ragnar, sem mættu skælbrosandi með göngugrindurnar sínar í upphaf leiksins í gærkvöldi í Vogum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eldri borgurum í Vogum á Vatnsleysuströnd þótti það mikill heiður þegar þeim var boðið að leiða leikmenn knattspyrnudeildar Þróttar inn á völlinn á móti Víði í Garði í gærkvöldi. Venjan er að börn leiði leikmenn inn á völlinn. Tveir af eldri borgurum mættu með göngugrindurnar sínar á völlinn og þótti það ekki til töku mál. Þróttur í Vogum spilar í 2. deild í knattspyrnu og er almennur áhugi fyrir fótbolta mikill á meðal heimamanna. Það var sérstök spenna í gærkvöldi hjá eldri borgurum því þeir fengu hlutverk, sem þeir hafa ekki fengið áður á knattspyrnuvellinum í leik Þróttar og Víðis í Garðinum. „Þessu skaut upp í höfðinu á mér í kaffinu einn laugardaginn hér í íþróttahúsinu þar sem ýmsar umræður voru í gangi og þá kom þetta fram,“ segir Þórólfur Benediktsson, eldri borgari í Vogum og hugmyndasmiður uppátækisins. Og hér eru einhverjir með göngugrindurnar sínar og ekkert mál með það eða hvað? „Þetta eru hetjur, bara hetjur allt saman,“ segir Þórólfur kátur í bragði. Elstu „krakkar“ sveitarfélagsins Formaður knattspyrnudeildar Þróttar var að sjálfsögðu montinn og stoltur af frammistöðu eldri borgaranna. „Já, við fengu elstu „krakka „sveitarfélagsins til okkar og báðum þau að leiða inn á, sem sagt eldri borgarana. Þau kannski fara ekki jafn hratt yfir eins og krakkarnir en þau eru ung í anda,“ segir Hilmar Ólafsson, formaður. Hilmar Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar Umf.Þróttar var mjög stoltur og ánægður með framtak eldri borgara fyrir leikinn í gær á móti Víði í Garði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og var fólkið alveg til í þetta einn, tveir og þrír? „Maður sér það bara inni í íþróttahúsi, þau eru búin að smella sér í búningana og af stað. Þau eru spenntari heldur en allir aðrir,“ bætir Hilmar við hlæjandi. Erlendur Guðmundsson og Ragnar Ásgeirsson ganga báðir með göngugrindur og fannst ekkert mál að mæta með grindurnar á völlinn. „Ég myndi segja að þetta væri heimsviðburður, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður. Það var ekkert mál að mæta með grindina, ég bauðst til að spila með þeim því ég gæti alveg hlaupið nokkuð hratt með hana,“ segir Ragnar skellihlæjandi. Erlendur Guðmundsson, eða Elli eins og hann er alltaf kallaður er hér að klæða sig með aðstoð góðrar konu í Umf.Þróttar peysuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að lokum má geta þess að Þróttur vann leikinn í gærkvöldi 2 – 1. Ellefu eldri borgarar, sem búsettur eru í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum, sem fengu það hlutverk að leiða leikmenn Þróttar inn á völlinn í gærkvöldi við mikinn fögnuð áhorfenda og leikmanna. Á myndinni eru frá vinstri; Erlendur M. Guðmundsson, Jónas Kristmundsson, Guðný Zidane, Ragnar Ásgeirsson, Sonja Knútsdóttir, Júlía H. Gunnarsdóttir, Sveindís Pétursdóttir, Edda Lára Guðgeirsdóttir, Helgi R. Guðmundsson, Þórður Benediktsson og Lýður Vigfússon.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vogar Eldri borgarar Fótbolti Þróttur Vogum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Þróttur í Vogum spilar í 2. deild í knattspyrnu og er almennur áhugi fyrir fótbolta mikill á meðal heimamanna. Það var sérstök spenna í gærkvöldi hjá eldri borgurum því þeir fengu hlutverk, sem þeir hafa ekki fengið áður á knattspyrnuvellinum í leik Þróttar og Víðis í Garðinum. „Þessu skaut upp í höfðinu á mér í kaffinu einn laugardaginn hér í íþróttahúsinu þar sem ýmsar umræður voru í gangi og þá kom þetta fram,“ segir Þórólfur Benediktsson, eldri borgari í Vogum og hugmyndasmiður uppátækisins. Og hér eru einhverjir með göngugrindurnar sínar og ekkert mál með það eða hvað? „Þetta eru hetjur, bara hetjur allt saman,“ segir Þórólfur kátur í bragði. Elstu „krakkar“ sveitarfélagsins Formaður knattspyrnudeildar Þróttar var að sjálfsögðu montinn og stoltur af frammistöðu eldri borgaranna. „Já, við fengu elstu „krakka „sveitarfélagsins til okkar og báðum þau að leiða inn á, sem sagt eldri borgarana. Þau kannski fara ekki jafn hratt yfir eins og krakkarnir en þau eru ung í anda,“ segir Hilmar Ólafsson, formaður. Hilmar Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar Umf.Þróttar var mjög stoltur og ánægður með framtak eldri borgara fyrir leikinn í gær á móti Víði í Garði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og var fólkið alveg til í þetta einn, tveir og þrír? „Maður sér það bara inni í íþróttahúsi, þau eru búin að smella sér í búningana og af stað. Þau eru spenntari heldur en allir aðrir,“ bætir Hilmar við hlæjandi. Erlendur Guðmundsson og Ragnar Ásgeirsson ganga báðir með göngugrindur og fannst ekkert mál að mæta með grindurnar á völlinn. „Ég myndi segja að þetta væri heimsviðburður, ég held að þetta hafi aldrei verið gert áður. Það var ekkert mál að mæta með grindina, ég bauðst til að spila með þeim því ég gæti alveg hlaupið nokkuð hratt með hana,“ segir Ragnar skellihlæjandi. Erlendur Guðmundsson, eða Elli eins og hann er alltaf kallaður er hér að klæða sig með aðstoð góðrar konu í Umf.Þróttar peysuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að lokum má geta þess að Þróttur vann leikinn í gærkvöldi 2 – 1. Ellefu eldri borgarar, sem búsettur eru í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum, sem fengu það hlutverk að leiða leikmenn Þróttar inn á völlinn í gærkvöldi við mikinn fögnuð áhorfenda og leikmanna. Á myndinni eru frá vinstri; Erlendur M. Guðmundsson, Jónas Kristmundsson, Guðný Zidane, Ragnar Ásgeirsson, Sonja Knútsdóttir, Júlía H. Gunnarsdóttir, Sveindís Pétursdóttir, Edda Lára Guðgeirsdóttir, Helgi R. Guðmundsson, Þórður Benediktsson og Lýður Vigfússon.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vogar Eldri borgarar Fótbolti Þróttur Vogum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira