Körfubolti

Stólarnir styrkja ís­lenska kjarnann með Geks

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Davis Geks í leik með Stólunum.
Davis Geks í leik með Stólunum. Vísir/Bára Dröfn

Körfuknattleiksdeild Tindastóls tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Davis Geks til tveggja ára.

Geks fékk óvænt íslenskan ríkisborgararétt á dögunum og mun því ekki teljast sem einn af fjórum erlendum leikmönnum sem leyfilegt er að hafa.

„Það er frábært fyrir okkur að styrkja íslenska kjarnann með Davis Geks. Hann hefur margsannað sig sem einn af betri skotmönnum deildarinnar og eftir því sem ég hef heyrt að norðan er þetta frábær drengur og duglegur til sjós. Ég er mjög spenntur að fá að vinna með kauða,“ segir Arnar Guðjónsson, þjálfari liðsins í fréttatilkynningu.

Davis, sem hefur ásamt fjölskyldu sinni verið búsettur á Sauðárkróki undanfarin ár, segist glaður og spenntur að halda áfram að spila með liði Tindastóls.

„Það er frábært að vera hluti af svona frábæru samfélagi og metnaðarfullu körfuboltafélagi. Síðasta tímabil var næstum fullkomið – látum næsta tímabil verða alveg fullkomið!,” segir Geks enn fremur í fréttatilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×