Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Bjarki Sigurðsson skrifar 24. júlí 2025 12:01 Forysta Sjálfstæðisflokksins sem var kjörin á landsfundi flokksins um mánaðamótin febrúar mars á þessu ári. Frá vinstri: Vilhjálmur Árnason, ritari, Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður, og Jens Garðar Helgason, varaformaður. Vísir/Anton Brink Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu, með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með átján prósent, en það vekur athygli að fylgi flokksins dalaði verulega við þinglok og hefur sjaldan mælst jafn lítið í könnunum Maskínu. Varaformaðurinn telur hækkuð veiðigjöld skila auknu fylgi til flokksins. Samfylkingin mælist með 31,2 prósent á landsvísu, Sjálfstæðisflokkurinn átján prósent, Viðreisn rúm sextán og Miðflokkur tæp tíu. Framsókn mælist með 6,8 prósent fylgi, Flokkur fólksins 6,6, Píratar fimm prósent, VG 3,4 prósent og Sósíalistar með 2,9 prósent. Sósíalistar og Miðflokkur tapa mestu Samfylking bætir við sig þremur prósentustigum, mest allra flokka, milli mánaða. Miðflokkur tapar mestu fylgi, einnig þremur prósentustigum, og Sósíalistar tapa einu og hálfu prósentustigi. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn bæta lítillega við sig en aðrir standa um það bil í stað. Niðurstöðurnar eru í raun samsettar úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd vikuna áður en 71. grein þingskapalaga var beitt til að stöðva umræðu um veiðigjöldin, og sú seinni dagana eftir þinglok. Athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks dalaði verulega eftir þinglok. Sjálfstæðisflokkur fór úr tuttugu prósentum í 15,7 prósent, og fylgi Miðflokks úr 11,2 í 8,4. Viðreisn bætti við sig en fylgi annarra flokka breyttist ekki verulega. Langt í land Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir erfitt að lesa of mikið í eina könnun. „Ég held að við verðum að sjá hvernig fylgið þróast á næstunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðustu vikur staðið á sínum prinsippum, barist gegn skattahækkunum ríkisstjórnarinnar og fleiri málum. Okkur tókst að stoppa fleiri mál sem lágu fyrir. Ég held að við eigum eftir að sjá þegar líður á haustið hvernig kannanirnar þróast,“ segir Jens Garðar. Áhugaverðar tölur má finna hér, til dæmis er Sjálfstæðisflokkur eingöngu með 8,8 prósent á Norðurlandi, fylgi Framsóknar er svipað á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi, og fylgi þriggja stærstu flokkanna meðal yngsta aldurshópsins mjög svipað. Fylgið komi til baka Fylgi flokksins mælist lang minnst á Norðurlandi, einungis 8,8 prósent. Jens Garðar telur að þegar áhrif hækkunar á veiðigjöldum komi fram muni fylgið aukast. Lögin taka gildi 1. nóvember næstkomandi. „Við höfum verið að taka slag fyrir til dæmis byggðirnar fyrir norðan. Það eru miklar skattahækkanir að bresta á svæðin hér fyrir austan, norðan og víðar um land. Ég held að það eigi eftir að skila sér í könnunum þegar fram líða stundir,“ segir Jens Garðar. Könnun þessi var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar, þannig að úrtakið endurspeglar þjóðina prýðilega. Viðvigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Niðurstöður eru úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd dagana 4. til 10. júlí og sú seinni dagana 18. til 23. júlí. Alls tóku afstöðu 1.855 samanlagt í báðum könnunum. Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Alþingi Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Samfylkingin mælist með 31,2 prósent á landsvísu, Sjálfstæðisflokkurinn átján prósent, Viðreisn rúm sextán og Miðflokkur tæp tíu. Framsókn mælist með 6,8 prósent fylgi, Flokkur fólksins 6,6, Píratar fimm prósent, VG 3,4 prósent og Sósíalistar með 2,9 prósent. Sósíalistar og Miðflokkur tapa mestu Samfylking bætir við sig þremur prósentustigum, mest allra flokka, milli mánaða. Miðflokkur tapar mestu fylgi, einnig þremur prósentustigum, og Sósíalistar tapa einu og hálfu prósentustigi. Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn bæta lítillega við sig en aðrir standa um það bil í stað. Niðurstöðurnar eru í raun samsettar úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd vikuna áður en 71. grein þingskapalaga var beitt til að stöðva umræðu um veiðigjöldin, og sú seinni dagana eftir þinglok. Athygli vekur að fylgi Sjálfstæðisflokks og Miðflokks dalaði verulega eftir þinglok. Sjálfstæðisflokkur fór úr tuttugu prósentum í 15,7 prósent, og fylgi Miðflokks úr 11,2 í 8,4. Viðreisn bætti við sig en fylgi annarra flokka breyttist ekki verulega. Langt í land Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir erfitt að lesa of mikið í eina könnun. „Ég held að við verðum að sjá hvernig fylgið þróast á næstunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur síðustu vikur staðið á sínum prinsippum, barist gegn skattahækkunum ríkisstjórnarinnar og fleiri málum. Okkur tókst að stoppa fleiri mál sem lágu fyrir. Ég held að við eigum eftir að sjá þegar líður á haustið hvernig kannanirnar þróast,“ segir Jens Garðar. Áhugaverðar tölur má finna hér, til dæmis er Sjálfstæðisflokkur eingöngu með 8,8 prósent á Norðurlandi, fylgi Framsóknar er svipað á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi, og fylgi þriggja stærstu flokkanna meðal yngsta aldurshópsins mjög svipað. Fylgið komi til baka Fylgi flokksins mælist lang minnst á Norðurlandi, einungis 8,8 prósent. Jens Garðar telur að þegar áhrif hækkunar á veiðigjöldum komi fram muni fylgið aukast. Lögin taka gildi 1. nóvember næstkomandi. „Við höfum verið að taka slag fyrir til dæmis byggðirnar fyrir norðan. Það eru miklar skattahækkanir að bresta á svæðin hér fyrir austan, norðan og víðar um land. Ég held að það eigi eftir að skila sér í könnunum þegar fram líða stundir,“ segir Jens Garðar. Könnun þessi var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar, þannig að úrtakið endurspeglar þjóðina prýðilega. Viðvigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Niðurstöður eru úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd dagana 4. til 10. júlí og sú seinni dagana 18. til 23. júlí. Alls tóku afstöðu 1.855 samanlagt í báðum könnunum.
Könnun þessi var lögð fyrir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e.panel) sem dreginn er með tilviljun úr Þjóðskrá, á netinu. Svarendur voru alls staðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Svör voru vegin samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar, þannig að úrtakið endurspeglar þjóðina prýðilega. Viðvigtun svara getur birst örlítið misræmi í fjöldatölum og hlutföllum sem orsakast af námundun. Niðurstöður eru úr tveimur könnunum. Sú fyrri var framkvæmd dagana 4. til 10. júlí og sú seinni dagana 18. til 23. júlí. Alls tóku afstöðu 1.855 samanlagt í báðum könnunum.
Skoðanakannanir Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Alþingi Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira