Fótbolti

Ís­land eitt af regnbogaliðunum á Evrópu­mótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Íslands, sést hér með fyrirliðabandið og að taka mynd af sér með aðdáendum.
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Íslands, sést hér með fyrirliðabandið og að taka mynd af sér með aðdáendum. Getty/Manuel Winterberger

Íslenska kvennalandsliðið var í meirihluta þegar kom að þeim liðum á Evrópumótinu í Sviss sem spiluðu með fyrirliðaband í regnbogalitunum.

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðið, var með regnbogaband í leikjum Íslands á mótinu.

Ísland var í hópi þeirra tíu þjóða sem styrktu málstað fjölbreytileikans með því. Sex spiluðu ekki með slíkt fyrirliðaband.

Meðal þeirra sem báru regnbogabandið voru Noregur, Sviss og Finnland sem voru öll með íslenska liðinu í riðli. Þetta var eini riðilinn á EM í Sviss þar sem allar fjórar þjóðirnar voru hluti af regnbogaliðunum.

Þjóðirnar sem spiluðu ekki með regnbogaband voru Frakkland, Holland, Spánn, Pólland, Belgía og Portúgal.

Knattspyrnusamband Evrópu gaf grænt ljós á að nota regnbogabandið en Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, bannaði fyrirliðum að nota það á HM kvenna árið 2023.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×