Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júlí 2025 18:16 Sigurður Guðjón Gíslason er formaður Landeigendafélags Hrauns segir aðgengi ferðamanna að gosinu í miklu betri farvegi en í fyrri gosum. Egill Aðalsteinsson Rafmagnshliði verður á næstu dögum komið fyrir á slóðanum að eldstöðvunum á Sundhnúksgígaröðinni og einungis bílum viðbragðsaðila og ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandia hleypt inn. Formaður Landeigendafélagsins Hrauns segir forgangsmál að viðbragðsaðilar geti verið með skjótt viðbragð og því skipti máli að bílaumferð um slóðann sé ekki of þung. Mikill fjöldi fólks leggur leið sína upp að gosstöðvunum þessa dagana. Í gær mættu nærri fjögur þúsund manns til að berja eldgosið augum. Þægilegasta leiðin að gosinu er sú að leggja á sama bílastæði og við eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021, sem er á gjaldsvæði P1, og ganga síðan slóða í eigu landeigenda á svæðinu að gosinu. Slóðinn er rúmlega þrír kílómetrar að lengd. Ganga og aka einbreiðan veg Sigurður Guðjón Gíslason formaður Landeigendafélagsins Hrauns segir í samtali við fréttastofu að litlu hefði mátt muna að bílastæðið fylltist í gær. Eigendur slóðans hafa gert samning við ferðaþjónustufyrirtækið Icelandia sem felur í sér að ferðamönnum er ekið með jeppum fyrirtækisins alveg upp að gosstöðvunum og til baka. „Það vilja allir komast inn á þennan slóða sem Icelandia er að keyra. Og vilja bara almennt komast nær þessu. Svo er nóg að gera á bílastæðinu sem verður til þess að við þurfum að uppfæra merkingar. Það er alltaf eitthvað nýtt,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Umferð eftir slóðanum sé þung, eftir honum aki jeppar Icelandia og viðbragðsaðilar meðan fjöldi vegfarenda gangi slóðann. Landeigendurnir hafi því brugðið á það ráð að koma upp rafmagnshliði til að stýra aðgangi að stöðvunum. „Ekki hugsaður fyrir gangandi umferð“ Einungis bílum Icelandia og viðbragðsaðilum er heimilaður aðgangur um slóðann. Fréttamenn og ljósmyndarar eru ekki meðal þeirra sem fá aðgang að slóðanum endurgjaldslaust en Sigurður heldur því til haga að hingað til hafi enginn greitt fyrir að aka hann. Eftir að rafmagnshliðinu verður komið upp verði möguleiki á að semja við aðra aðila í tengslum við sérhæfð verkefni, til að mynda kvikmyndaverkefni, um að fá aðgang að veginum en þó gegn umsýslugjaldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu kosta afnot af slóðanum í eitt skipti allt að 20 þúsund krónur. Sigurður segir meginmarkmiðið með samstarfinu með Icelandia sé að gefa fólki sem getur ekki gengið að stöðvunum tækifæri til að sjá eldgosið. „Þessi slóði var náttúrlega ekki hugsaður fyrir gangandi umferð. Þegar byrjaði að gjósa í Fagradalsfjalli á sínum tíma var þetta okkar tillaga að keyrsluleið upp fjallið,“ segir Sigurður. Sú tillaga hafi raungerst í núverandi gosi, það sé heppilega staðsett. „Þannig að þetta er svolítið vand með farið á einbreiðum vegi,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir skilti og merkingar hafi vegfarendur undanfarna daga ekið slóðann sem nú er einungis ætlaður bílum á vegum Icelandia. Þess vegna sé mikilvægt að koma upp rafmagnshliði. Eigendurnir séu í stöðugu samtali við lögreglu og viðbragðsaðila um hversu mikla umferð vegurinn ræður við svo hann teljist öruggur. „Fyrst og síðast þurfa viðbragðsaðilar að treysta sér til að vera með gott viðbragð þarna uppi eftir. Það er mjög erfitt ef það eru þrír, fjórir bílar að keyra á móti þeim í hvert skipi sem þeir eru að fara upp eftir,“ útskýrir Sigurður. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Mikill fjöldi fólks leggur leið sína upp að gosstöðvunum þessa dagana. Í gær mættu nærri fjögur þúsund manns til að berja eldgosið augum. Þægilegasta leiðin að gosinu er sú að leggja á sama bílastæði og við eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021, sem er á gjaldsvæði P1, og ganga síðan slóða í eigu landeigenda á svæðinu að gosinu. Slóðinn er rúmlega þrír kílómetrar að lengd. Ganga og aka einbreiðan veg Sigurður Guðjón Gíslason formaður Landeigendafélagsins Hrauns segir í samtali við fréttastofu að litlu hefði mátt muna að bílastæðið fylltist í gær. Eigendur slóðans hafa gert samning við ferðaþjónustufyrirtækið Icelandia sem felur í sér að ferðamönnum er ekið með jeppum fyrirtækisins alveg upp að gosstöðvunum og til baka. „Það vilja allir komast inn á þennan slóða sem Icelandia er að keyra. Og vilja bara almennt komast nær þessu. Svo er nóg að gera á bílastæðinu sem verður til þess að við þurfum að uppfæra merkingar. Það er alltaf eitthvað nýtt,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Umferð eftir slóðanum sé þung, eftir honum aki jeppar Icelandia og viðbragðsaðilar meðan fjöldi vegfarenda gangi slóðann. Landeigendurnir hafi því brugðið á það ráð að koma upp rafmagnshliði til að stýra aðgangi að stöðvunum. „Ekki hugsaður fyrir gangandi umferð“ Einungis bílum Icelandia og viðbragðsaðilum er heimilaður aðgangur um slóðann. Fréttamenn og ljósmyndarar eru ekki meðal þeirra sem fá aðgang að slóðanum endurgjaldslaust en Sigurður heldur því til haga að hingað til hafi enginn greitt fyrir að aka hann. Eftir að rafmagnshliðinu verður komið upp verði möguleiki á að semja við aðra aðila í tengslum við sérhæfð verkefni, til að mynda kvikmyndaverkefni, um að fá aðgang að veginum en þó gegn umsýslugjaldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu kosta afnot af slóðanum í eitt skipti allt að 20 þúsund krónur. Sigurður segir meginmarkmiðið með samstarfinu með Icelandia sé að gefa fólki sem getur ekki gengið að stöðvunum tækifæri til að sjá eldgosið. „Þessi slóði var náttúrlega ekki hugsaður fyrir gangandi umferð. Þegar byrjaði að gjósa í Fagradalsfjalli á sínum tíma var þetta okkar tillaga að keyrsluleið upp fjallið,“ segir Sigurður. Sú tillaga hafi raungerst í núverandi gosi, það sé heppilega staðsett. „Þannig að þetta er svolítið vand með farið á einbreiðum vegi,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir skilti og merkingar hafi vegfarendur undanfarna daga ekið slóðann sem nú er einungis ætlaður bílum á vegum Icelandia. Þess vegna sé mikilvægt að koma upp rafmagnshliði. Eigendurnir séu í stöðugu samtali við lögreglu og viðbragðsaðila um hversu mikla umferð vegurinn ræður við svo hann teljist öruggur. „Fyrst og síðast þurfa viðbragðsaðilar að treysta sér til að vera með gott viðbragð þarna uppi eftir. Það er mjög erfitt ef það eru þrír, fjórir bílar að keyra á móti þeim í hvert skipi sem þeir eru að fara upp eftir,“ útskýrir Sigurður. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Sjá meira
Jörð með gjósandi eldfjalli fæst keypt fyrir rétt verð Núna er hægt að kaupa gjósandi eldfjall. Landeigendur gosstöðvanna í Fagradalsfjalli segja jörðina eða hluta hennar fala fyrir rétt verð og eru þegar komnir með tilboð. 6. maí 2021 21:41