Innlent

Sjö í fanga­geymslum og þremur vísað úr kirkju

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sjö gistu fangageymslur lögreglu í morgun.
Sjö gistu fangageymslur lögreglu í morgun. Vísir/Vilhelm

Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt en einn var handtekinn vegna heimilisofbeldis og annar fyrir að áreita og hóta ungmennum og hóta lögreglumönnum.

Þrír voru vistaðir vegna rannsóknar á sölu fíkniefna.

Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu um verkefni næturinnar.

Einn var handtekinn grunaður um húsbrot en sá hafði verið með óspektir á Landspítalanum.

Þremur var vísað út úr kirkju vegna ölvunarláta en ítrekaðar tilkynningar hafa borist lögreglu vegna þremenninganna síðustu misseri. Þá var sjúkralið aðstoðað í nokkrum útköllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×