Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júlí 2025 17:17 Frá mótmælunum við utanríkisráðuneytið í dag. Bjarni Þór Sigurðsson Félagið Ísland-Palestína harmar atvik sem átti sér stað á mótmælum félagsins í dag þegar einn mótmælenda skvetti rauðri málninu á ljósmyndara Morgunblaðsins. Fram hefur komið að óþekktur mótmælandi hafi skvett rauðri málningu yfir Eyþór Árnason ljósmyndara. Hann hafði verið spurður á hvaða vegum hann væri á fundinum og þegar hann svaraði því að hann væri á vegum Morgunblaðsins fékk hann gusu af rauðri málningu yfir sig. „Ég svaraði mbl.is og síðan labbar hann burt. Nokkrum andartökum seinna finn ég að það kemur málningarsletta á mig. Ég sný mér við og hann gargar eitthvað ógreinilegt um Morgunblaðið,“ sagði Eyþór í samtali við fréttastofu. Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda.Bjarni Þór Sigurðsson Félagið stóð fyrir mótmælum fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins við Reykjastræti í dag og liður í þeim var að skvetta málningu á glugga og veggi ráðuneytisins. Ísland-Palestína kveðst standa gegn hvers kyns ofbeldi og segir ekkert réttlæta svona hegðun á þeirra viðburðum. „Hún er ekki velkomin á viðburðum félagsins og er ekki í okkar nafni. Hefur stjórn félagsins beðið ljósmyndarann afsökunar. FÍP styður heilshugar við fjölmiðlafrelsi hér á Íslandi sem og í Palestínu og fordæmir allar árásir á fjölmiðlafólk. Félagið hefur margoft staðið fyrir mótmælum gegn ofsóknum á fjölmiðlafólki í Palestínu, en Ísraelsríki hefur drepið meira en 240 palestínska blaðamenn síðan í október 2023,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu vegna málsins. „Nokkur hundruð mótmælenda voru saman komin fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag til að mótmæla því að verið sé að svelta íbúa Gaza til dauða í þessum töluðu orðum án alvöru aðgerða stjórnvalda til að koma í veg fyrir þá lokalausn sem Ísrael er að framkvæma á Gaza. Þrátt fyrir þetta atvik, sem við hörmum, höldum við ótrauð áfram að beina athyglinni að aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda,“ segir Félagið Ísland-Palestína Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Harpa Ljósmyndun Félagasamtök Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Fram hefur komið að óþekktur mótmælandi hafi skvett rauðri málningu yfir Eyþór Árnason ljósmyndara. Hann hafði verið spurður á hvaða vegum hann væri á fundinum og þegar hann svaraði því að hann væri á vegum Morgunblaðsins fékk hann gusu af rauðri málningu yfir sig. „Ég svaraði mbl.is og síðan labbar hann burt. Nokkrum andartökum seinna finn ég að það kemur málningarsletta á mig. Ég sný mér við og hann gargar eitthvað ógreinilegt um Morgunblaðið,“ sagði Eyþór í samtali við fréttastofu. Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda.Bjarni Þór Sigurðsson Félagið stóð fyrir mótmælum fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins við Reykjastræti í dag og liður í þeim var að skvetta málningu á glugga og veggi ráðuneytisins. Ísland-Palestína kveðst standa gegn hvers kyns ofbeldi og segir ekkert réttlæta svona hegðun á þeirra viðburðum. „Hún er ekki velkomin á viðburðum félagsins og er ekki í okkar nafni. Hefur stjórn félagsins beðið ljósmyndarann afsökunar. FÍP styður heilshugar við fjölmiðlafrelsi hér á Íslandi sem og í Palestínu og fordæmir allar árásir á fjölmiðlafólk. Félagið hefur margoft staðið fyrir mótmælum gegn ofsóknum á fjölmiðlafólki í Palestínu, en Ísraelsríki hefur drepið meira en 240 palestínska blaðamenn síðan í október 2023,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu vegna málsins. „Nokkur hundruð mótmælenda voru saman komin fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag til að mótmæla því að verið sé að svelta íbúa Gaza til dauða í þessum töluðu orðum án alvöru aðgerða stjórnvalda til að koma í veg fyrir þá lokalausn sem Ísrael er að framkvæma á Gaza. Þrátt fyrir þetta atvik, sem við hörmum, höldum við ótrauð áfram að beina athyglinni að aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda,“ segir Félagið Ísland-Palestína
Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Harpa Ljósmyndun Félagasamtök Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent