Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júlí 2025 17:17 Frá mótmælunum við utanríkisráðuneytið í dag. Bjarni Þór Sigurðsson Félagið Ísland-Palestína harmar atvik sem átti sér stað á mótmælum félagsins í dag þegar einn mótmælenda skvetti rauðri málninu á ljósmyndara Morgunblaðsins. Fram hefur komið að óþekktur mótmælandi hafi skvett rauðri málningu yfir Eyþór Árnason ljósmyndara. Hann hafði verið spurður á hvaða vegum hann væri á fundinum og þegar hann svaraði því að hann væri á vegum Morgunblaðsins fékk hann gusu af rauðri málningu yfir sig. „Ég svaraði mbl.is og síðan labbar hann burt. Nokkrum andartökum seinna finn ég að það kemur málningarsletta á mig. Ég sný mér við og hann gargar eitthvað ógreinilegt um Morgunblaðið,“ sagði Eyþór í samtali við fréttastofu. Félagið stóð fyrir mótmælum fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins við Reykjastræti í dag og liður í þeim var að skvetta málningu á glugga og veggi ráðuneytisins. Ísland-Palestína kveðst standa gegn hvers kyns ofbeldi og segir ekkert réttlæta svona hegðun á þeirra viðburðum. „Hún er ekki velkomin á viðburðum félagsins og er ekki í okkar nafni. Hefur stjórn félagsins beðið ljósmyndarann afsökunar. FÍP styður heilshugar við fjölmiðlafrelsi hér á Íslandi sem og í Palestínu og fordæmir allar árásir á fjölmiðlafólk. Félagið hefur margoft staðið fyrir mótmælum gegn ofsóknum á fjölmiðlafólki í Palestínu, en Ísraelsríki hefur drepið meira en 240 palestínska blaðamenn síðan í október 2023,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu vegna málsins. Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda.Bjarni Þór Sigurðsson „Nokkur hundruð mótmælenda voru saman komin fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag til að mótmæla því að verið sé að svelta íbúa Gaza til dauða í þessum töluðu orðum án alvöru aðgerða stjórnvalda til að koma í veg fyrir þá lokalausn sem Ísrael er að framkvæma á Gaza. Þrátt fyrir þetta atvik, sem við hörmum, höldum við ótrauð áfram að beina athyglinni að aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda,“ segir Félagið Ísland-Palestína Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Fram hefur komið að óþekktur mótmælandi hafi skvett rauðri málningu yfir Eyþór Árnason ljósmyndara. Hann hafði verið spurður á hvaða vegum hann væri á fundinum og þegar hann svaraði því að hann væri á vegum Morgunblaðsins fékk hann gusu af rauðri málningu yfir sig. „Ég svaraði mbl.is og síðan labbar hann burt. Nokkrum andartökum seinna finn ég að það kemur málningarsletta á mig. Ég sný mér við og hann gargar eitthvað ógreinilegt um Morgunblaðið,“ sagði Eyþór í samtali við fréttastofu. Félagið stóð fyrir mótmælum fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins við Reykjastræti í dag og liður í þeim var að skvetta málningu á glugga og veggi ráðuneytisins. Ísland-Palestína kveðst standa gegn hvers kyns ofbeldi og segir ekkert réttlæta svona hegðun á þeirra viðburðum. „Hún er ekki velkomin á viðburðum félagsins og er ekki í okkar nafni. Hefur stjórn félagsins beðið ljósmyndarann afsökunar. FÍP styður heilshugar við fjölmiðlafrelsi hér á Íslandi sem og í Palestínu og fordæmir allar árásir á fjölmiðlafólk. Félagið hefur margoft staðið fyrir mótmælum gegn ofsóknum á fjölmiðlafólki í Palestínu, en Ísraelsríki hefur drepið meira en 240 palestínska blaðamenn síðan í október 2023,“ segir í yfirlýsingu frá félaginu vegna málsins. Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda.Bjarni Þór Sigurðsson „Nokkur hundruð mótmælenda voru saman komin fyrir utan utanríkisráðuneytið í dag til að mótmæla því að verið sé að svelta íbúa Gaza til dauða í þessum töluðu orðum án alvöru aðgerða stjórnvalda til að koma í veg fyrir þá lokalausn sem Ísrael er að framkvæma á Gaza. Þrátt fyrir þetta atvik, sem við hörmum, höldum við ótrauð áfram að beina athyglinni að aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda,“ segir Félagið Ísland-Palestína
Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Reykjavík Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira