Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2025 07:02 Var mikilvægur hlekkur í tvöföldu meistaraliði, valinn besti ungi leikmaðurinn og lék sína fyrstu A-landsleiki. Kristian Tuxen Ladegaard Berg/Getty Images Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson var stærsta sala í sögu FC Kaupmannahafnar en það styttist í að staðfest verði að það met hafi verið slegið. Framherjinn Orri Steinn gekk í raðir Real Sociedad á Spáni á lokadegi félagaskiptagluggans síðasta sumar. Hann kostaði Sociedad sléttar 20 milljónir evra – 2,8 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi – og varð um leið dýrasta sala í sögu félagsins. Metið áður átti Hákon Arnar Haraldsson en Lille keypti Skagamanninn á 15 milljónir evra sumarið 2023. Sú upphæð gat þó hækkað upp í 17 milljónir evra með árangurstengdum greiðslum. Áfram heldur FCK að selja leikmenn dýrum dómum. Hinn 19 ára gamli Victor Froholdt er nú við það að verða dýrasta sala FCK sem og efstu deildar Danmerkur. Hinn síhlaupandi miðjumaður er á leið til Porto í Portúgal fyrir 22 milljónir evra – 3,1 milljarð íslenskra króna. Froholdt var orðaður við Eintracht Frankfurt sem og önnur félög eftir magnaða frammistöðu á síðustu leiktíð þar sem FCK stóð uppi sem tvöfaldur meistari. Þá lék hann sína fyrstu A-landsleiki. Það var hins vegar snemma ljóst að FCK var ekki tilbúið að samþykkja neitt nema mettilboð í leikmanninn og því var sagt nei við Frankfurt þegar það bauð svipaða upphæð og Lille bauð í Hákon Arnar fyrir tveimur árum. 🚨🔵 Victor #Froholdt is now on the verge of joining FC Porto for €22m, as per Tipsbladet.Froholdt had already reached a full verbal agreement with Eintracht on a contract until 2030. However, Frankfurt have pulled out of the race due to the high asking price. FC Copenhagen… pic.twitter.com/VLAjkD1YsK— Florian Plettenberg (@Plettigoal) July 21, 2025 Porto er hins vegar tilbúið að opna veskið og styttist í að salan verði frágengin. Froholdt spilaði allan leikinn þegar FCK hóf tímabilið á 3-2 útisigri en hann var ekki á æfingu liðsins í dag, mánudag, og er ekki í leikmannahópnum þegar FCK mætir FC Drita í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudag. Fótbolti Danski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Framherjinn Orri Steinn gekk í raðir Real Sociedad á Spáni á lokadegi félagaskiptagluggans síðasta sumar. Hann kostaði Sociedad sléttar 20 milljónir evra – 2,8 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi – og varð um leið dýrasta sala í sögu félagsins. Metið áður átti Hákon Arnar Haraldsson en Lille keypti Skagamanninn á 15 milljónir evra sumarið 2023. Sú upphæð gat þó hækkað upp í 17 milljónir evra með árangurstengdum greiðslum. Áfram heldur FCK að selja leikmenn dýrum dómum. Hinn 19 ára gamli Victor Froholdt er nú við það að verða dýrasta sala FCK sem og efstu deildar Danmerkur. Hinn síhlaupandi miðjumaður er á leið til Porto í Portúgal fyrir 22 milljónir evra – 3,1 milljarð íslenskra króna. Froholdt var orðaður við Eintracht Frankfurt sem og önnur félög eftir magnaða frammistöðu á síðustu leiktíð þar sem FCK stóð uppi sem tvöfaldur meistari. Þá lék hann sína fyrstu A-landsleiki. Það var hins vegar snemma ljóst að FCK var ekki tilbúið að samþykkja neitt nema mettilboð í leikmanninn og því var sagt nei við Frankfurt þegar það bauð svipaða upphæð og Lille bauð í Hákon Arnar fyrir tveimur árum. 🚨🔵 Victor #Froholdt is now on the verge of joining FC Porto for €22m, as per Tipsbladet.Froholdt had already reached a full verbal agreement with Eintracht on a contract until 2030. However, Frankfurt have pulled out of the race due to the high asking price. FC Copenhagen… pic.twitter.com/VLAjkD1YsK— Florian Plettenberg (@Plettigoal) July 21, 2025 Porto er hins vegar tilbúið að opna veskið og styttist í að salan verði frágengin. Froholdt spilaði allan leikinn þegar FCK hóf tímabilið á 3-2 útisigri en hann var ekki á æfingu liðsins í dag, mánudag, og er ekki í leikmannahópnum þegar FCK mætir FC Drita í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudag.
Fótbolti Danski boltinn Portúgalski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira