Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 21. júlí 2025 18:30 Guðlaugur Þór Þórðarson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir orð ráðherra á fundi utanríkismálanefndar staðfesta allt sem stjórnarandstaðan hafi óttast. Hann segir forsætisráðherra ganga á bak orða sinna. Utanríkismálanefnd fundaði í dag með utanríkisráðherra að beiðni nefndarmeðlima minnihlutans í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Minnihlutinn vildi meðal annars fá svör við því hvað ráðherra ræddi við forsetann. Hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat fundinn, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum. Allar áhyggjur minnihlutans hafi verið staðfestar. „Þetta leikrit er hafið. Núverandi forsætisráðherra sagði fyrir kosningar að hún vildi ekki ræða ESB-málin því það ætti ekki að kljúfa þjóðina. Það verður gert. Þetta eru engar tilviljanir þegar kemur bæði að orðræðu og framgöngu forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þó það sé gott að fá góða gesti er það þannig að ríkisstjórnin er farin á fullt,“ segir Guðlaugur. „Þessi hræðsluáróður er hafinn og við munum sjá meira af honum núna næstu mánuði og ár. Það er mjög mikilvægt að við grípum til varna.“ Von der Leyen sagt hvað hún ætti að segja Mikið hefur verið þrætt um hvort umsókn Íslands í ESB frá 2009 sé enn í gildi eða ekki, en von der Leyen vill meina að hún sé gild, þvert á það sem minnihlutinn hér segir. „Trúðu mér. Ursula er ekki að segja að umsóknin sé enn þá gild, nema vegna þess að því hafi verið komið af af íslensku ríkisstjórninni og forystumönnum hennar,“ segir Guðlaugur. Flokkur fólksins láti allt yfir sig ganga Hann segir ljóst að Samfylking og Viðreisn standi ein að verki, en samstarfsflokkur þeirra í ríkisstjórn, Flokkur fólksins, vill ekki ganga í sambandið. Þingmaður flokksins birti færslu um helgina þar sem hann sagði umsóknarríki ESB vera púðurtunnur sem ekki sé ráð að bindast nánari böndum. „Það er mjög áhugavert að sjá þetta hjá ríkisstjórn með Flokk fólksins innanborðs. Þeir láta nú augljóslega allt yfir sig ganga og þegar þeirra málum er hent út kenna þeir stjórnarandstöðunni um eins og aðrir stjórnarliðar. Þetta eru mikil vonbrigði. Ég held að flestir, ef ekki allir, hafi trúað forsætisráðherra þegar hún sagði það ekki vera skynsamlegt að fara þessa leið. Við sjáum þau lönd sem við berum okkur saman við sem eru ekki í ESB, þau eru ekki að sækja um. Meðal annars vegna þess að þau telja það ekki skynsamlegt að kljúfa sínar þjóðir,“ segir Guðlaugur. Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Utanríkismál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira
Utanríkismálanefnd fundaði í dag með utanríkisráðherra að beiðni nefndarmeðlima minnihlutans í kjölfar heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Minnihlutinn vildi meðal annars fá svör við því hvað ráðherra ræddi við forsetann. Hræðsluáróður ríkisstjórnarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat fundinn, segist hafa orðið fyrir vonbrigðum. Allar áhyggjur minnihlutans hafi verið staðfestar. „Þetta leikrit er hafið. Núverandi forsætisráðherra sagði fyrir kosningar að hún vildi ekki ræða ESB-málin því það ætti ekki að kljúfa þjóðina. Það verður gert. Þetta eru engar tilviljanir þegar kemur bæði að orðræðu og framgöngu forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þó það sé gott að fá góða gesti er það þannig að ríkisstjórnin er farin á fullt,“ segir Guðlaugur. „Þessi hræðsluáróður er hafinn og við munum sjá meira af honum núna næstu mánuði og ár. Það er mjög mikilvægt að við grípum til varna.“ Von der Leyen sagt hvað hún ætti að segja Mikið hefur verið þrætt um hvort umsókn Íslands í ESB frá 2009 sé enn í gildi eða ekki, en von der Leyen vill meina að hún sé gild, þvert á það sem minnihlutinn hér segir. „Trúðu mér. Ursula er ekki að segja að umsóknin sé enn þá gild, nema vegna þess að því hafi verið komið af af íslensku ríkisstjórninni og forystumönnum hennar,“ segir Guðlaugur. Flokkur fólksins láti allt yfir sig ganga Hann segir ljóst að Samfylking og Viðreisn standi ein að verki, en samstarfsflokkur þeirra í ríkisstjórn, Flokkur fólksins, vill ekki ganga í sambandið. Þingmaður flokksins birti færslu um helgina þar sem hann sagði umsóknarríki ESB vera púðurtunnur sem ekki sé ráð að bindast nánari böndum. „Það er mjög áhugavert að sjá þetta hjá ríkisstjórn með Flokk fólksins innanborðs. Þeir láta nú augljóslega allt yfir sig ganga og þegar þeirra málum er hent út kenna þeir stjórnarandstöðunni um eins og aðrir stjórnarliðar. Þetta eru mikil vonbrigði. Ég held að flestir, ef ekki allir, hafi trúað forsætisráðherra þegar hún sagði það ekki vera skynsamlegt að fara þessa leið. Við sjáum þau lönd sem við berum okkur saman við sem eru ekki í ESB, þau eru ekki að sækja um. Meðal annars vegna þess að þau telja það ekki skynsamlegt að kljúfa sínar þjóðir,“ segir Guðlaugur.
Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Utanríkismál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Sjá meira