Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júlí 2025 16:51 Tekist er á um andgyðingslega hegðun og stjórnarskrárvarinn rétt. EPA Fulltrúar ríkisstjórnar Bandaríkjanna og Harvard háskólans fóru fyrir alríkisdómara í dag vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að frysta fjárframlög til skólans. Rökstuðningurinn er að fulltrúar Harvard hafi leyft andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni. Málið fór fyrir alríkisdómara í Boston í dag en báðar hliðar óska eftir því að málið verði fellt niður þeim í hag og sleppa þannig við réttarhöld vegna málsins. Það hófst í lok mars þegar ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sakaði fulltrúa Harvard um að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni eftir að nemendur mótmæltu árásum Ísraela á Gasaströndina. Ríkisstjórnin hótaði að endurskoða níu milljarða dollara framlag til skólans, sem samsvarar rúmri billjón íslenskra króna. Hún setti þá skólanum einnig skilyrði, líkt og að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengjast fjölbreytni, jöfnuði og innlimun, sem eru sérstök verkefni í þágu minnihlutahópa, og tilkynna átti alla nemendur sem voru andsnúnir „bandarískum gildum.“ Harvard neitaði að fara að þessum skilyrðum og kærðu stjórnvöld vegna þess. Ríkisstjórnin frysti því framlag stjórnvalda sem nýtt er í rannsóknir og tóku úr gildi heimild hans til að taka við nemendum sem koma erlendis frá. Nemendurnir áttu að finna sér annan skóla eða eiga í hættu á að missa landvistarleyfi sitt. Alríkisdómari felldi ákvörðunina úr gildi með bráðabirgðaákvæði á meðan málið færi fyrir dómstóla. Samkvæmt umfjöllun New York Times getur úrskurður í málinu haft áhrif á hlutverk stjórnvalda Bandaríkjanna gagnvart háskólum landsins til frambúðar. Ekki liggur fyrir hvenær greint verði frá úrskurði dómarans en Harvard óskaði eftir niðurstöðu fyrir september þar sem að fylla þarf út ákveðin skjöl til að sækja um rannsóknarstyrki fyrir þann tíma. Stóra spurningin í málinu sé hvort að ríkisstjórnin hafi brotið einhverjar reglur með því að frysta framlagið til skólans eða hvort skólinn hafi í raun verið að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóðinni. Fyrir dómi sagði lögfræðingur háskólans að ríkisstjórnin væri að brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra, samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í henni segir meðal annars að bandaríska þingið megi ekki setja lög sem brjóti gegn málfrelsi einstaklingsins né rétt fólks til að koma friðsamlega saman og biðja stjórnvöld um úrbætur. Bandaríkin Háskólar Skóla- og menntamál Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Málið fór fyrir alríkisdómara í Boston í dag en báðar hliðar óska eftir því að málið verði fellt niður þeim í hag og sleppa þannig við réttarhöld vegna málsins. Það hófst í lok mars þegar ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sakaði fulltrúa Harvard um að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóð sinni eftir að nemendur mótmæltu árásum Ísraela á Gasaströndina. Ríkisstjórnin hótaði að endurskoða níu milljarða dollara framlag til skólans, sem samsvarar rúmri billjón íslenskra króna. Hún setti þá skólanum einnig skilyrði, líkt og að hætta að taka inn nemendur eftir aðferðum byggðum á jöfnu aðgengi nemenda af mismunandi kynþáttum. Auk þess áttu stjórnendur skólans að hætta öllum verkefnum sem tengjast fjölbreytni, jöfnuði og innlimun, sem eru sérstök verkefni í þágu minnihlutahópa, og tilkynna átti alla nemendur sem voru andsnúnir „bandarískum gildum.“ Harvard neitaði að fara að þessum skilyrðum og kærðu stjórnvöld vegna þess. Ríkisstjórnin frysti því framlag stjórnvalda sem nýtt er í rannsóknir og tóku úr gildi heimild hans til að taka við nemendum sem koma erlendis frá. Nemendurnir áttu að finna sér annan skóla eða eiga í hættu á að missa landvistarleyfi sitt. Alríkisdómari felldi ákvörðunina úr gildi með bráðabirgðaákvæði á meðan málið færi fyrir dómstóla. Samkvæmt umfjöllun New York Times getur úrskurður í málinu haft áhrif á hlutverk stjórnvalda Bandaríkjanna gagnvart háskólum landsins til frambúðar. Ekki liggur fyrir hvenær greint verði frá úrskurði dómarans en Harvard óskaði eftir niðurstöðu fyrir september þar sem að fylla þarf út ákveðin skjöl til að sækja um rannsóknarstyrki fyrir þann tíma. Stóra spurningin í málinu sé hvort að ríkisstjórnin hafi brotið einhverjar reglur með því að frysta framlagið til skólans eða hvort skólinn hafi í raun verið að leyfa andgyðingslega hegðun á skólalóðinni. Fyrir dómi sagði lögfræðingur háskólans að ríkisstjórnin væri að brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti þeirra, samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í henni segir meðal annars að bandaríska þingið megi ekki setja lög sem brjóti gegn málfrelsi einstaklingsins né rétt fólks til að koma friðsamlega saman og biðja stjórnvöld um úrbætur.
Bandaríkin Háskólar Skóla- og menntamál Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira