Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júlí 2025 14:02 Diljá Mist Einarsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Vísir/Ívar Fannar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram beiðni til utanríkisráðuneytisins um skrifleg svör við ýmsum atriðum er varða samskipti Íslands við ESB og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Spurt er um það hvaða lagaheimild hafi verið að baki samningi atvinnuvegaráðherra við ESB um aukið samstarf í sjávarútvegsmálum og hvort frekari samningar séu í undirbúningi. Fundur utanríksimálanefndar þar sem til stendur að ræða stefnu Íslands í Evrópumálum hófst klukkan eitt í dag. Nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að fundurinn yrði haldinn í kjölfar heimsóknar Ursulu Von der Layen, forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Diljá Mist segir í færslu á Facebook frá því að hún hafi lagt fram beiðni um skrifleg svör við spurningum sem hún tiltekur í færslunni, og beiðnin verði ítrekuð á fundi utanríkismálanefndar. Spurningarnar eru eftirfarandi: Upplýsingar um hvaða afstöðu utanríkisráðuneytið hefur til slita viðræðna og afturköllunar umsóknarinnar 2015, m.a. öll þau minnisblöð sem lágu að baki. Hvaða lagaheimild er að baki samningnum sem atvinnuvegaráðherra gerði við ESB? Hvaða frekari samningar eru í undirbúningi hjá stjórnarráði/stjórnvöldum gagnvart ESB? Hvenær stendur til að kynna ferlið fram að atkvæðagreiðslunni 2027 og hvaða spurning verður lögð fyrir þjóðina? Diljá segir að bæði hún og Þórdís Kolbrún, nefndarmenn í utanríkismálanefnd, séu staddar erlendis og því muni Guðlaugur Þór og Bryndís Haraldsdóttir sækja fundinn fyrir þeirra hönd. Samningurinn grunnur að auknu samstarfi við ESB Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tilkynnti í síðustu viku um að samningur hefði verið undirritaður um aukið samstarf við ESB um sjávarútvegsmál. Ráðuneytið sagði viljayfirlýsinguna vera grunn að auknu samstarfi sem byggði á „sameiginlegum gildum og sameiginlegum hagsmunum.“ Í tilkynningu ráðuneytisins sagði að í tengslum við undirritun viljayfirlýsingarinnar hafi Hanna Katrín og Costas Kadis, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, fundað um fjölmörg mál tengd fiskveiðum og hafinu, þar á meðal þörfina á heildarsamkomulagi um skiptingu sameiginlegra stofna í Norðaustur-Atlantshafi, bláa hagkerfið og málefni hafsins. Sjálfstæðisflokkurinn Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Fundur utanríksimálanefndar þar sem til stendur að ræða stefnu Íslands í Evrópumálum hófst klukkan eitt í dag. Nefndarmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að fundurinn yrði haldinn í kjölfar heimsóknar Ursulu Von der Layen, forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í síðustu viku. Samkvæmt opinberri dagskrá fundarins verða Evrópumál og öryggis- og varnarmál til umræðu. Þorgerður Katrín Gunnarsdsóttir utanríkisráðherra mun sitja fyrir svörum á fundinum. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Diljá Mist segir í færslu á Facebook frá því að hún hafi lagt fram beiðni um skrifleg svör við spurningum sem hún tiltekur í færslunni, og beiðnin verði ítrekuð á fundi utanríkismálanefndar. Spurningarnar eru eftirfarandi: Upplýsingar um hvaða afstöðu utanríkisráðuneytið hefur til slita viðræðna og afturköllunar umsóknarinnar 2015, m.a. öll þau minnisblöð sem lágu að baki. Hvaða lagaheimild er að baki samningnum sem atvinnuvegaráðherra gerði við ESB? Hvaða frekari samningar eru í undirbúningi hjá stjórnarráði/stjórnvöldum gagnvart ESB? Hvenær stendur til að kynna ferlið fram að atkvæðagreiðslunni 2027 og hvaða spurning verður lögð fyrir þjóðina? Diljá segir að bæði hún og Þórdís Kolbrún, nefndarmenn í utanríkismálanefnd, séu staddar erlendis og því muni Guðlaugur Þór og Bryndís Haraldsdóttir sækja fundinn fyrir þeirra hönd. Samningurinn grunnur að auknu samstarfi við ESB Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tilkynnti í síðustu viku um að samningur hefði verið undirritaður um aukið samstarf við ESB um sjávarútvegsmál. Ráðuneytið sagði viljayfirlýsinguna vera grunn að auknu samstarfi sem byggði á „sameiginlegum gildum og sameiginlegum hagsmunum.“ Í tilkynningu ráðuneytisins sagði að í tengslum við undirritun viljayfirlýsingarinnar hafi Hanna Katrín og Costas Kadis, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, fundað um fjölmörg mál tengd fiskveiðum og hafinu, þar á meðal þörfina á heildarsamkomulagi um skiptingu sameiginlegra stofna í Norðaustur-Atlantshafi, bláa hagkerfið og málefni hafsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira