Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar 20. júlí 2025 08:00 Undanfarið hafa fulltrúar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins keppst við að mála upp mynd af Alþingi sem fórnarlambi minnihlutans. Því er haldið fram að mikilvæg „þjóðþrifamál“ hafi verið „fórnað á altari útgerðanna“ og annarra sérhagsmuna. Þessi málflutningur er í besta falli barnalegur og í versta falli óheiðarleg tilraun til að varpa ábyrgð eigin forgangsröðunar yfir á aðra. Staðreyndin er sú að það er alltaf ríkisstjórn hverju sinni sem ber ábyrgð á dagskrá þingsins. Þessi ríkisstjórn, sem kennir sig við frjálslyndi og framfarir, kaus að setja hefðbundnar vinstri-lausnir í forgang: skattahækkanir á almenning og atvinnulíf. Það er kaldhæðnislegt að einn af stjórnarflokkunum, sem gekk til kosninga undir slagorðinu „Fólkið fyrst, svo allt hitt“, skuli nú setja skattana í forgang á kostnað þeirra loforða sem gefin voru um að styrkja innviði og einfalda líf fólksins í landinu. Og hagræðingin sem gleymdist? Jú, ríkisstjórnin skipaði hóp sem skilaði ítarlegum tillögum. Hvað varð um þær? Þær söfnuðu ryki á meðan ríkisstjórnin einbeitti sér að umdeildum málum sem þjóna litlum tilgangi fyrir heildina. Á meðan er forgangsröðunin með ólíkindum. Ekkert gerist í að auka orkuframleiðslu til að tryggja samkeppnishæfni Íslands. Uppbygging húsnæðis, sem náði sögulegu hámarki í tíð síðustu ríkisstjórnar, er nú í frjálsu falli. Ríkisstjórnin lofaði hátíðlega að „berja niður“ vextina en gerir ekkert í húsnæðismálum, sem er þó eitt öflugasta vopnið gegn verðbólgu. Með þessu aðgerðaleysi er hún ekki aðeins að svíkja gefin loforð, heldur er hún að búa til gríðarlega „snjóhengju“ á húsnæðismarkaði. Þegar vextir loksins lækka mun þessi uppsafnaða þörf losna úr læðingi og húsnæðisverð rjúka upp með tilheyrandi verðbólguskoti. Þetta er ekki bara stefnuleysi, þetta er óábyrg efnahagsstjórn. Í óvissu heimi, þar sem efnahagslegur stöðugleiki er mikilvægari en nokkru sinni fyrr, er það grundvallarskylda stjórnvalda að tryggja stöðuna hér heima. Samt virðist þessi ríkisstjórn hafa ótakmarkaðan tíma og fjármuni í erlend gæluverkefni. Milljörðum er varið í stríðsrekstur í Úkraínu og ráðherrar ganga á milli funda í Brussel til að þóknast Evrópusambandinu, allt án umboðs frá Alþingi. Heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB er svo nýjasta dæmið um þessa röngu forgangsröðun. Á sama tíma og ríkisstjórnin þaggaði niður í lýðræðislegri umræðu heima fyrir með „fallöxi“ stjórnarskrárinnar, virðist hún hafa verið að kaupa sér frið til að undirbúa aðildarviðræður við ESB í kyrrþey. Þessi ríkisstjórn virðist hafa glatað áttum, týnd í dægurmálum og alþjóðlegri sviðsetningu á meðan kjarnamálin eru látin reka á reiðanum. Það er kominn tími til að stjórnvöld axli ábyrgð, snúi sér að raunverulegum vandamálum fólksins í landinu og hætti að kenna öðrum um eigin afglöp. Ábyrgðin er og verður alltaf þeirra sem fara með valdið. Höfundur er ráðgjafi í nýsköpun og gervigreind Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgmundur Örn Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa fulltrúar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins keppst við að mála upp mynd af Alþingi sem fórnarlambi minnihlutans. Því er haldið fram að mikilvæg „þjóðþrifamál“ hafi verið „fórnað á altari útgerðanna“ og annarra sérhagsmuna. Þessi málflutningur er í besta falli barnalegur og í versta falli óheiðarleg tilraun til að varpa ábyrgð eigin forgangsröðunar yfir á aðra. Staðreyndin er sú að það er alltaf ríkisstjórn hverju sinni sem ber ábyrgð á dagskrá þingsins. Þessi ríkisstjórn, sem kennir sig við frjálslyndi og framfarir, kaus að setja hefðbundnar vinstri-lausnir í forgang: skattahækkanir á almenning og atvinnulíf. Það er kaldhæðnislegt að einn af stjórnarflokkunum, sem gekk til kosninga undir slagorðinu „Fólkið fyrst, svo allt hitt“, skuli nú setja skattana í forgang á kostnað þeirra loforða sem gefin voru um að styrkja innviði og einfalda líf fólksins í landinu. Og hagræðingin sem gleymdist? Jú, ríkisstjórnin skipaði hóp sem skilaði ítarlegum tillögum. Hvað varð um þær? Þær söfnuðu ryki á meðan ríkisstjórnin einbeitti sér að umdeildum málum sem þjóna litlum tilgangi fyrir heildina. Á meðan er forgangsröðunin með ólíkindum. Ekkert gerist í að auka orkuframleiðslu til að tryggja samkeppnishæfni Íslands. Uppbygging húsnæðis, sem náði sögulegu hámarki í tíð síðustu ríkisstjórnar, er nú í frjálsu falli. Ríkisstjórnin lofaði hátíðlega að „berja niður“ vextina en gerir ekkert í húsnæðismálum, sem er þó eitt öflugasta vopnið gegn verðbólgu. Með þessu aðgerðaleysi er hún ekki aðeins að svíkja gefin loforð, heldur er hún að búa til gríðarlega „snjóhengju“ á húsnæðismarkaði. Þegar vextir loksins lækka mun þessi uppsafnaða þörf losna úr læðingi og húsnæðisverð rjúka upp með tilheyrandi verðbólguskoti. Þetta er ekki bara stefnuleysi, þetta er óábyrg efnahagsstjórn. Í óvissu heimi, þar sem efnahagslegur stöðugleiki er mikilvægari en nokkru sinni fyrr, er það grundvallarskylda stjórnvalda að tryggja stöðuna hér heima. Samt virðist þessi ríkisstjórn hafa ótakmarkaðan tíma og fjármuni í erlend gæluverkefni. Milljörðum er varið í stríðsrekstur í Úkraínu og ráðherrar ganga á milli funda í Brussel til að þóknast Evrópusambandinu, allt án umboðs frá Alþingi. Heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB er svo nýjasta dæmið um þessa röngu forgangsröðun. Á sama tíma og ríkisstjórnin þaggaði niður í lýðræðislegri umræðu heima fyrir með „fallöxi“ stjórnarskrárinnar, virðist hún hafa verið að kaupa sér frið til að undirbúa aðildarviðræður við ESB í kyrrþey. Þessi ríkisstjórn virðist hafa glatað áttum, týnd í dægurmálum og alþjóðlegri sviðsetningu á meðan kjarnamálin eru látin reka á reiðanum. Það er kominn tími til að stjórnvöld axli ábyrgð, snúi sér að raunverulegum vandamálum fólksins í landinu og hætti að kenna öðrum um eigin afglöp. Ábyrgðin er og verður alltaf þeirra sem fara með valdið. Höfundur er ráðgjafi í nýsköpun og gervigreind
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar