Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júlí 2025 19:48 Sigurður Ingi krefst þess að utanríkisráðherra verði viðstaddur fundinn. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman til fundar vegna heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands. Fram kemur í tilkynningu sem hann sendi frá sér í kvöld að hann leggi áherslu á að utanríkisráðherra verði viðstaddur fundinn til að veita upplýsingar um efni og gang viðræðna sem áttu sér stað milli forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar og forseta framkvæmdastjórnarinnar á meðan á heimsókninni stóð. Kristrún og Ursula heimsóttu ÞórsmörkFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins „Það er mikilvægt að Alþingi, í gegnum utanríkismálanefnd, fái skýrar upplýsingar um umfjöllunarefni og niðurstöður fundarins með forseta framkvæmdastjórnar ESB. Í ljósi umfangs og eðlis viðræðna af þessu tagi ber að tryggja gagnsæi og upplýsta umræðu innan þingsins,“ segir Sigurður Ingi. Kallar varnarsamstarf innan Evrópusambandsins stríðsbandalag Fundarbeiðnin var lögð fram í dag og þess óskað að fundurinn verði haldinn án tafar. Sigurður Ingi segir um mikilvægt hagsmunamál fyrir íslenska þjóð að ræða. Í tilkynningunni segist Sigurður Ingi telja rétt að sérstaklega verði fjallað um eftirfarandi atriði á fundinum: Hvort á einhvern hátt hafi komið fram að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar vilji hraða ákvörðunarferlinu um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið – til dæmis með því að flýta boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvort rætt hafi verið um þátttöku Íslands í sameiginlegu öryggis- og varnarmálasamstarfi Evrópu sem kunni að fela í sér aðild að stríðsbandalagi. Hvort gefnar hafi verið yfirlýsingar af hálfu íslenskra stjórnvalda sem snúa að auknum útgjöldum Íslands til varnamála. Krefst umræðu Að lokum segir hann að um sé að ræða grundvallaratriði í utanríkisstefnu og þjóðaröryggi sem krefjist umræðu á vettvangi þingsins og í þjóðfélagsumræðu. „[Á]ður en yfirlýsingar eru gefnar eða stefna tekin sem hefur áhrif til langrar framtíðar,“ segir hann. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu sem hann sendi frá sér í kvöld að hann leggi áherslu á að utanríkisráðherra verði viðstaddur fundinn til að veita upplýsingar um efni og gang viðræðna sem áttu sér stað milli forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar og forseta framkvæmdastjórnarinnar á meðan á heimsókninni stóð. Kristrún og Ursula heimsóttu ÞórsmörkFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins „Það er mikilvægt að Alþingi, í gegnum utanríkismálanefnd, fái skýrar upplýsingar um umfjöllunarefni og niðurstöður fundarins með forseta framkvæmdastjórnar ESB. Í ljósi umfangs og eðlis viðræðna af þessu tagi ber að tryggja gagnsæi og upplýsta umræðu innan þingsins,“ segir Sigurður Ingi. Kallar varnarsamstarf innan Evrópusambandsins stríðsbandalag Fundarbeiðnin var lögð fram í dag og þess óskað að fundurinn verði haldinn án tafar. Sigurður Ingi segir um mikilvægt hagsmunamál fyrir íslenska þjóð að ræða. Í tilkynningunni segist Sigurður Ingi telja rétt að sérstaklega verði fjallað um eftirfarandi atriði á fundinum: Hvort á einhvern hátt hafi komið fram að forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar vilji hraða ákvörðunarferlinu um hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið – til dæmis með því að flýta boðaðri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvort rætt hafi verið um þátttöku Íslands í sameiginlegu öryggis- og varnarmálasamstarfi Evrópu sem kunni að fela í sér aðild að stríðsbandalagi. Hvort gefnar hafi verið yfirlýsingar af hálfu íslenskra stjórnvalda sem snúa að auknum útgjöldum Íslands til varnamála. Krefst umræðu Að lokum segir hann að um sé að ræða grundvallaratriði í utanríkisstefnu og þjóðaröryggi sem krefjist umræðu á vettvangi þingsins og í þjóðfélagsumræðu. „[Á]ður en yfirlýsingar eru gefnar eða stefna tekin sem hefur áhrif til langrar framtíðar,“ segir hann.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent