„Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2025 21:00 Guðrún segir stuld í verslununum hafa verið að breytast, nú sé meira um að þjófarnir komi í hópum. Krónan Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir langflesta viðskiptavini fyrirtækisins heiðarlegt og gott fólk og starfsmenn séu afar þakklátir fyrir þann stuðning sem þeir finna fyrir í því að fyrirbyggja þjófnað. Fréttastofa hafði samband við Guðrúnu í kjölfar frásagnar Guðrúnar Halldóru Antonsdóttur, sem sagði frá því í Bítinu í morgun hvernig hún hefði orðið vitni að þremenningum fremja bíræfið rán í einni af verslunum Krónunnar. Að sögn Guðrúnar framkvæmdastjóra er umrætt atvik nú komið á borð lögreglu og í kæruferli. „Við erum með skýra verkferla fyrir hendi þegar kemur að eftirliti og úrvinnslu svona mála. Það á bæði við hvernig starfsfólk bregst við, hvernig meðhöndlun mála er í framhaldinu og svo samstarf við lögreglu,“ segir Guðrún. Þremenningarnir voru allir á fullorðinsaldri og nafna hennar hafði orð á því í Bítinu að það hlyti að vera erfitt fyrir starfsmenn, sem væru oft ungir að árum, til að standa í hárinu á óprúttnum einstaklingum. Guðrún segir þetta hafa komið til umræðu hjá fyrirtækinu og þetta sé tekið alvarlega. „Þetta eru oft ekki einfaldar aðstæður að stíga inn í og takast á við og því mikilvægt að leggja mikla áherslu á fræðslu, þjálfun og stuðning við okkar starfsfólk. Við erum með eftirlitsdeild sem bregst hratt við ef upp koma erfið mál, ásamt því að við erum með skýrar verklagsreglur um að það sé reynslumeira starfsfólk, svo sem vakt- og verslunarstjórar, sem taki forystu í erfiðum málum, því öryggi starfsfólks og viðskiptavina er alltaf í forgangi,“ segir hún. Virkt eftirlit og gott samstarf við lögreglu Guðrún segir Krónuna finna fyrir ákveðnum breytingum í umfangi þjófnaðar, sem séu í takt við það sem sé að gerast annars staðar í Evrópu. „Við sjáum breytingu á eðli þessa brota en það eru ekki bara einstaka aðilar heldur í auknum mæli skipulagðir hópar sem starfa saman, þar sem hluti hópsins truflar starfsfólk meðan aðrir reyna að stela vörum,“ segir hún. „Þetta er þróun sem við tökum mjög alvarlega. Við höfum brugðist við þessu með því að fjölga eftirlitsmyndavélum, og sett á laggirnar bæði miðlægt eftirlit og sýnilegt eftirlit í verslunum, ásamt því að leggja mikla áherslu á skýrt verklag og þjálfun starfsfólks sem og öflugt samstarf við lögregluna.“ Guðrún segist ekki telja að sjálfsafgreiðslan, þar sem viðskiptavinum er treyst til að skanna sjálft og greiða, hafi aukið þjófnað. Ef fólk ætli að stela þá finni það leiðir til þess. „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir þar sem unnið er í hópum. Þessir aðilar finna sér alltaf leiðir og munu halda því áfram. Þetta er krefjandi verkefni en heilt yfir varðandi þjófnað þá höfum við unnið markvisst að því að styrkja eftirlit og munum halda því áfram.“ Að sögn Guðrúnar er vel fylgst með rýrnun og segir hún Krónuna koma vel út hvað það varðar. Það skipti miklu máli að halda rýrnun í lágmarki, bæði til að verja verðlag og styðja við öruggt og gott starfsumhverfi. „Við leggjum mikla vinnu í að koma í veg fyrir rýrnun af þjófnaði og lágmarka kostnað sem af þessu hlýst. Á sama tíma viljum við tryggja öryggi fólks og ánægju viðskiptavina þegar það verslar í Krónunni. Við erum með afar virkt eftirlit og við nýtum okkur einnig tæknina til að aðstoða okkur í eftirlitinu,“ segir hún. Þá sé Krónan í afar góðu samstarfi við lögregluna. Verslun Neytendur Lögreglumál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Guðrúnu í kjölfar frásagnar Guðrúnar Halldóru Antonsdóttur, sem sagði frá því í Bítinu í morgun hvernig hún hefði orðið vitni að þremenningum fremja bíræfið rán í einni af verslunum Krónunnar. Að sögn Guðrúnar framkvæmdastjóra er umrætt atvik nú komið á borð lögreglu og í kæruferli. „Við erum með skýra verkferla fyrir hendi þegar kemur að eftirliti og úrvinnslu svona mála. Það á bæði við hvernig starfsfólk bregst við, hvernig meðhöndlun mála er í framhaldinu og svo samstarf við lögreglu,“ segir Guðrún. Þremenningarnir voru allir á fullorðinsaldri og nafna hennar hafði orð á því í Bítinu að það hlyti að vera erfitt fyrir starfsmenn, sem væru oft ungir að árum, til að standa í hárinu á óprúttnum einstaklingum. Guðrún segir þetta hafa komið til umræðu hjá fyrirtækinu og þetta sé tekið alvarlega. „Þetta eru oft ekki einfaldar aðstæður að stíga inn í og takast á við og því mikilvægt að leggja mikla áherslu á fræðslu, þjálfun og stuðning við okkar starfsfólk. Við erum með eftirlitsdeild sem bregst hratt við ef upp koma erfið mál, ásamt því að við erum með skýrar verklagsreglur um að það sé reynslumeira starfsfólk, svo sem vakt- og verslunarstjórar, sem taki forystu í erfiðum málum, því öryggi starfsfólks og viðskiptavina er alltaf í forgangi,“ segir hún. Virkt eftirlit og gott samstarf við lögreglu Guðrún segir Krónuna finna fyrir ákveðnum breytingum í umfangi þjófnaðar, sem séu í takt við það sem sé að gerast annars staðar í Evrópu. „Við sjáum breytingu á eðli þessa brota en það eru ekki bara einstaka aðilar heldur í auknum mæli skipulagðir hópar sem starfa saman, þar sem hluti hópsins truflar starfsfólk meðan aðrir reyna að stela vörum,“ segir hún. „Þetta er þróun sem við tökum mjög alvarlega. Við höfum brugðist við þessu með því að fjölga eftirlitsmyndavélum, og sett á laggirnar bæði miðlægt eftirlit og sýnilegt eftirlit í verslunum, ásamt því að leggja mikla áherslu á skýrt verklag og þjálfun starfsfólks sem og öflugt samstarf við lögregluna.“ Guðrún segist ekki telja að sjálfsafgreiðslan, þar sem viðskiptavinum er treyst til að skanna sjálft og greiða, hafi aukið þjófnað. Ef fólk ætli að stela þá finni það leiðir til þess. „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir þar sem unnið er í hópum. Þessir aðilar finna sér alltaf leiðir og munu halda því áfram. Þetta er krefjandi verkefni en heilt yfir varðandi þjófnað þá höfum við unnið markvisst að því að styrkja eftirlit og munum halda því áfram.“ Að sögn Guðrúnar er vel fylgst með rýrnun og segir hún Krónuna koma vel út hvað það varðar. Það skipti miklu máli að halda rýrnun í lágmarki, bæði til að verja verðlag og styðja við öruggt og gott starfsumhverfi. „Við leggjum mikla vinnu í að koma í veg fyrir rýrnun af þjófnaði og lágmarka kostnað sem af þessu hlýst. Á sama tíma viljum við tryggja öryggi fólks og ánægju viðskiptavina þegar það verslar í Krónunni. Við erum með afar virkt eftirlit og við nýtum okkur einnig tæknina til að aðstoða okkur í eftirlitinu,“ segir hún. Þá sé Krónan í afar góðu samstarfi við lögregluna.
Verslun Neytendur Lögreglumál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent