Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar 18. júlí 2025 17:31 Kæru landsmenn, Við sem rekum gistihús í Grindavík vitum betur en flestir hvað náttúruöflin geta haft áhrif á daglegt líf og rekstur. Þegar við þurftum að rýma Grindavík Guesthouse um miðja nótt var stærsta áhyggjuefnið ekki bara eignirnar eða tekjutapið, heldur fólkið sem var í húsinu okkar. Hvert áttu þau að fara? Gæti ég fundið pláss fyrir þau á síðustu stundu? Líkurnar á því voru litlar ,flestir svara ekki síma eftir miðnætti og enginn gerir ráð fyrir að fylla gistihús með svona skömmum fyrirvara. Þess vegna viljum við stofna nýja grúppu hér á Facebook sem tengir saman okkur gistihúsaeigendur, húsráðendur, og aðra sem búa yfir húsnæði sem mögulega væri hægt að nota tímabundið, hvort sem það er hús sem stendur autt meðan fólk er í fríi eða Airbnb sem ekki tókst að bóka. Þú þarft ekki að vera í ferðaþjónustu til að hjálpa, ef þú getur leigt út pláss í neyð, þá ert þú mikilvægur hlekkur í keðjunni. Grúppan heitir „Gistiaðstoð Grindavíkur“ og markmiðið er að við eigendur og rekstraraðilar getum fundið skjótan og öruggan bakhjarl þegar við þurfum að færa gesti með skömmum fyrirvara. Við viljum búa til net þar sem hægt er að: Finna tímabundið húsnæði fyrir gesti í neyð Hafa beint samband í gegnum síma eða Messenger Semja um sanngjarna greiðslu eða þjónustu í staðinn Minnka streitu þegar óvissan læðist að, sérstaklega ef nýtt gos verður Við biðjum ykkur – fjölskyldur, vinir, Airbnb-leigusalar og allir sem hafa eitthvað laust pláss, verið svo væn að ganga í grúppuna og láta vita ef þið viljið taka þátt. Þetta er ekki bara hjálp, þetta er fjárfesting í trausti, samstöðu og því sem við Íslendingar höfum alltaf verið þekkt fyrir: „þetta reddast“ hugarfar og að hjálpast að. Við gerum þetta ekki af því að við búumst við öllu frítt, heldur af því að við viljum búa til kerfi þar sem allir vinna – og enginn er skilinn eftir á götunni. Takk fyrir að lesa, og takk fyrir að hjálpa. – Gistihúsaeigendur í Grindavík Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Kæru landsmenn, Við sem rekum gistihús í Grindavík vitum betur en flestir hvað náttúruöflin geta haft áhrif á daglegt líf og rekstur. Þegar við þurftum að rýma Grindavík Guesthouse um miðja nótt var stærsta áhyggjuefnið ekki bara eignirnar eða tekjutapið, heldur fólkið sem var í húsinu okkar. Hvert áttu þau að fara? Gæti ég fundið pláss fyrir þau á síðustu stundu? Líkurnar á því voru litlar ,flestir svara ekki síma eftir miðnætti og enginn gerir ráð fyrir að fylla gistihús með svona skömmum fyrirvara. Þess vegna viljum við stofna nýja grúppu hér á Facebook sem tengir saman okkur gistihúsaeigendur, húsráðendur, og aðra sem búa yfir húsnæði sem mögulega væri hægt að nota tímabundið, hvort sem það er hús sem stendur autt meðan fólk er í fríi eða Airbnb sem ekki tókst að bóka. Þú þarft ekki að vera í ferðaþjónustu til að hjálpa, ef þú getur leigt út pláss í neyð, þá ert þú mikilvægur hlekkur í keðjunni. Grúppan heitir „Gistiaðstoð Grindavíkur“ og markmiðið er að við eigendur og rekstraraðilar getum fundið skjótan og öruggan bakhjarl þegar við þurfum að færa gesti með skömmum fyrirvara. Við viljum búa til net þar sem hægt er að: Finna tímabundið húsnæði fyrir gesti í neyð Hafa beint samband í gegnum síma eða Messenger Semja um sanngjarna greiðslu eða þjónustu í staðinn Minnka streitu þegar óvissan læðist að, sérstaklega ef nýtt gos verður Við biðjum ykkur – fjölskyldur, vinir, Airbnb-leigusalar og allir sem hafa eitthvað laust pláss, verið svo væn að ganga í grúppuna og láta vita ef þið viljið taka þátt. Þetta er ekki bara hjálp, þetta er fjárfesting í trausti, samstöðu og því sem við Íslendingar höfum alltaf verið þekkt fyrir: „þetta reddast“ hugarfar og að hjálpast að. Við gerum þetta ekki af því að við búumst við öllu frítt, heldur af því að við viljum búa til kerfi þar sem allir vinna – og enginn er skilinn eftir á götunni. Takk fyrir að lesa, og takk fyrir að hjálpa. – Gistihúsaeigendur í Grindavík Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar