Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júlí 2025 22:31 Elvar Freyr Andrason, tíu ára, og Rejhana Bajramoska, átta ára. vísir/bjarni Tilraunaverkefni hjá ÍR býður börnum með skerta hreyfigetu upp á tækifæri til að prófa ýmsa leiki sem þau hafa kannski aldrei tekið þátt í. Verkefnastjóri segir of fá úrræði fyrir börn með hreyfihömlun á sumrin sem sitji of oft á hakanum á meðan önnur börn sækja námskeiði. Um er að ræða leikjanámskeið í samstarfi við Allir með þar sem börn fá afnot af sérstökum hjólastólum fyrir íþróttaiðkun. Er boðið upp á ýmislegt sem börnin hafa mögulega aldrei fengið tækifæri til að prófa áður og fundið íþrótt sem þau hafa gaman af. Eftir mikla hvatningu frá börnunum lét fréttamaður undan og skarst í leikinn við kátínu þeirra. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar börnin tóku hann í gegn í skotbolta. Hvert barn fundið eitthvað við sitt hæfi Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, verkefnastjóri á bak við námskeiðið, segir brýnt að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari úrræði fyrir börn með skerta hreyfigetu og bendir á að íþróttaiðkun meðal þeirra sé aðeins fjögur prósent. „Kemur í ljós að það er bara mjög takmarkað úrval ef þú ert með takmarkaða hreyfigetu. Af lausnum fyrir sumarið. Sem er bara stór vani í okkar íslenska samfélagi að öll börn eru á endalausum námskeiðum fyrir sumarið. Það er bara hvert einasta barn sem hefur verið á námskeiðinu sem hefur fundið einhverja nýja grein sem þau hafa smellpassað í. Við hjá ÍR erum svolítið að hvetja önnur íþróttafélög til að stíga inn í þetta með okkur. Það eru margar greinar sem koma til greina.“ Jóhanna Dýrun Jónsdóttir, verkefnastjóri og varaborgarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/bjarni Hún segir félagslega hlutan einnig skipta sköpum. „Þess vegna er svo mikilvægt að koma með þetta inn í íþróttafélögin svo þau geti líka eins og vinir sínir tilheyrt félagi hverfisins. Já, ég er líka ÍR-ingur.“ Skemmta sér konunglega og eignast nýja vini Elvar Freyr Andrason, tíu ára, er meðal þeirra sem sóttu námskeiðið en hann segist hafa skemmt sér konunglega og eignast nýja vini. Hvað eruð þið búin að gera? „Við erum búin að fara í hjólastólarugbí, hjólastólakörfubolta, badminton og borðtennis og eitthvað. Fullt af einhverju. Ef þið eruð með krakka sem eru með eitthvað í fótunum eða eitthvað. Komið þá bara og prófið.“ Elvar Freyr Andrason, tíu ára.vísir/bjarni Hin átta ára Rejhana Bajramoska tekur undir orð Elvars. Ertu búin að prófa eitthvað í fyrsta skipti hérna á námskeiðinu? „Já bara mjög mikið.“ Hvað var í uppáhaldi? „Ég held að það væri rugbí sko. Er gaman að klessa á aðra? „Já!“ Rejhana Bajramoska, átta ára.vísir/bjarni Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna ÍR Reykjavík Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Um er að ræða leikjanámskeið í samstarfi við Allir með þar sem börn fá afnot af sérstökum hjólastólum fyrir íþróttaiðkun. Er boðið upp á ýmislegt sem börnin hafa mögulega aldrei fengið tækifæri til að prófa áður og fundið íþrótt sem þau hafa gaman af. Eftir mikla hvatningu frá börnunum lét fréttamaður undan og skarst í leikinn við kátínu þeirra. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar börnin tóku hann í gegn í skotbolta. Hvert barn fundið eitthvað við sitt hæfi Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, verkefnastjóri á bak við námskeiðið, segir brýnt að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari úrræði fyrir börn með skerta hreyfigetu og bendir á að íþróttaiðkun meðal þeirra sé aðeins fjögur prósent. „Kemur í ljós að það er bara mjög takmarkað úrval ef þú ert með takmarkaða hreyfigetu. Af lausnum fyrir sumarið. Sem er bara stór vani í okkar íslenska samfélagi að öll börn eru á endalausum námskeiðum fyrir sumarið. Það er bara hvert einasta barn sem hefur verið á námskeiðinu sem hefur fundið einhverja nýja grein sem þau hafa smellpassað í. Við hjá ÍR erum svolítið að hvetja önnur íþróttafélög til að stíga inn í þetta með okkur. Það eru margar greinar sem koma til greina.“ Jóhanna Dýrun Jónsdóttir, verkefnastjóri og varaborgarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/bjarni Hún segir félagslega hlutan einnig skipta sköpum. „Þess vegna er svo mikilvægt að koma með þetta inn í íþróttafélögin svo þau geti líka eins og vinir sínir tilheyrt félagi hverfisins. Já, ég er líka ÍR-ingur.“ Skemmta sér konunglega og eignast nýja vini Elvar Freyr Andrason, tíu ára, er meðal þeirra sem sóttu námskeiðið en hann segist hafa skemmt sér konunglega og eignast nýja vini. Hvað eruð þið búin að gera? „Við erum búin að fara í hjólastólarugbí, hjólastólakörfubolta, badminton og borðtennis og eitthvað. Fullt af einhverju. Ef þið eruð með krakka sem eru með eitthvað í fótunum eða eitthvað. Komið þá bara og prófið.“ Elvar Freyr Andrason, tíu ára.vísir/bjarni Hin átta ára Rejhana Bajramoska tekur undir orð Elvars. Ertu búin að prófa eitthvað í fyrsta skipti hérna á námskeiðinu? „Já bara mjög mikið.“ Hvað var í uppáhaldi? „Ég held að það væri rugbí sko. Er gaman að klessa á aðra? „Já!“ Rejhana Bajramoska, átta ára.vísir/bjarni
Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna ÍR Reykjavík Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira