Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 15:18 Lars Lagerbäck hefur starfað sem sérfræðingur í sænsku sjónvarpi síðan að hann hætti að þjálfa. Getty/Michael Campanella Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. Sænska liðið komst í 2-0 í leiknum en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Í vítakeppninni fékk sænska landsliðið nokkur tækifæri til að tryggja sig áfram en þær klúðruðu alls fimm vítaspyrnum. England vann vítakeppnina 3-2 og komst í undanúrslitin. „Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta, fyrir að klikka á vítaspyrnu í vítakeppni,“ sagði Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. Lagerbäck lenti í því sama þegar hann þjálfaði sænska karlalandsliðið með Tommy Söderberg á EM 2004. Sænska landsliðið tapaði þá í vítakeppni á móti Hollendingum eftir að Zlatan Ibrahimovic og Olof Mellberg klikkuðu báðir á sínum vítaspyrnum. Í gær voru það Filippa Angeldahl, Magdalena Eriksson, Jennifer Falk, Sofia Jakobsson og Smilla Holmberg sem tókst ekki að skora úr sínum vítaspyrnum. „Vanalega í fótboltaliði þá er enginn tekinn af lífi vegna þess að þeir klikkuðu á víti. Það þekkja allir þessa tilfinningu. Ef eitthvað er sagt á þessum tímapunkti þá er það eitthvað jákvætt,“ sagði Lagerbäck. „Við reynum að styðja við bakið á þeim sem finnst þau hafa brugðist öllum,“ sagði Lagerbäck. „Þetta mun samt án efa svíða. Ég veit það í gengum þá sem klikkuðu á víti á EM í Portúgla (EM 2004). Þetta mun herja á þær lengi,“ sagði Lagerbäck. Sænska goðsögnin Lotta Schelin gagnrýndi það að átján ára stelpa hafi verið látin taka víti þegar fjórar munu reyndari áttu eftir að taka víti. Hennar víti réði á endanum úrslitum því enska liðið var búið að vinna um leið og hún skaut yfir. Smilla Holmberg er aðeins átján ára gömul og að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti. „Það mikilvægasta hér er að hún fái stuðning frá liðsfélögum sínum, bæði leikmönnum og starfsmönnum. Mér fannst hún fá það,“ sagði Lagerbäck. „Það var betra fyrir hana að hún var ekki sú eina sem klikkaði. Margir af reynslumestu leikmönnum liðsins klikkuðu líka,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er ekki á því að landsliðsþjálfarinn hafi átt að gera eitthvað öðruvísi þegar kom að skiptingum eða vali á vítaskyttum. „Utan frá séð þá fannst mér hann gera þetta rétt,“ sagði Lagerbäck. EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Sænska liðið komst í 2-0 í leiknum en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Í vítakeppninni fékk sænska landsliðið nokkur tækifæri til að tryggja sig áfram en þær klúðruðu alls fimm vítaspyrnum. England vann vítakeppnina 3-2 og komst í undanúrslitin. „Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta, fyrir að klikka á vítaspyrnu í vítakeppni,“ sagði Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. Lagerbäck lenti í því sama þegar hann þjálfaði sænska karlalandsliðið með Tommy Söderberg á EM 2004. Sænska landsliðið tapaði þá í vítakeppni á móti Hollendingum eftir að Zlatan Ibrahimovic og Olof Mellberg klikkuðu báðir á sínum vítaspyrnum. Í gær voru það Filippa Angeldahl, Magdalena Eriksson, Jennifer Falk, Sofia Jakobsson og Smilla Holmberg sem tókst ekki að skora úr sínum vítaspyrnum. „Vanalega í fótboltaliði þá er enginn tekinn af lífi vegna þess að þeir klikkuðu á víti. Það þekkja allir þessa tilfinningu. Ef eitthvað er sagt á þessum tímapunkti þá er það eitthvað jákvætt,“ sagði Lagerbäck. „Við reynum að styðja við bakið á þeim sem finnst þau hafa brugðist öllum,“ sagði Lagerbäck. „Þetta mun samt án efa svíða. Ég veit það í gengum þá sem klikkuðu á víti á EM í Portúgla (EM 2004). Þetta mun herja á þær lengi,“ sagði Lagerbäck. Sænska goðsögnin Lotta Schelin gagnrýndi það að átján ára stelpa hafi verið látin taka víti þegar fjórar munu reyndari áttu eftir að taka víti. Hennar víti réði á endanum úrslitum því enska liðið var búið að vinna um leið og hún skaut yfir. Smilla Holmberg er aðeins átján ára gömul og að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti. „Það mikilvægasta hér er að hún fái stuðning frá liðsfélögum sínum, bæði leikmönnum og starfsmönnum. Mér fannst hún fá það,“ sagði Lagerbäck. „Það var betra fyrir hana að hún var ekki sú eina sem klikkaði. Margir af reynslumestu leikmönnum liðsins klikkuðu líka,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er ekki á því að landsliðsþjálfarinn hafi átt að gera eitthvað öðruvísi þegar kom að skiptingum eða vali á vítaskyttum. „Utan frá séð þá fannst mér hann gera þetta rétt,“ sagði Lagerbäck.
EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira