Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2025 12:04 Jón Pétur Zimsen hefur látið mikið til sín taka í umræðum á Alþingi og ekki síður á Facebook. Vísir/Vilhelm Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að stuðningsfólk ríkisstjórnarflokkanna þriggja bitra og eiga í vandræðum með sjálfsmynd sína. Þeir telji sig ekki metna að verðleikum. Tilefni pistilsins er nýleg samþykkt Alþingis á hækkun veiðigjalda sem Jón Pétur telur kolvitlausa ákvörðun. Jón Pétur, sem tók sæti á þingi í fyrsta sinn í síðustu Alþingiskosningum, hefur vakið athygli fyrir mikla virkni á Facebook þar sem hann hefur skrifað fjölda pistla um hugðarefni sín. Nú eru það stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna sem fá greiningu skólastjórans fyrrverandi. „Hver ertu? Finnst þér erfitt þegar öðrum gengur vel, hvers vegna ekki ég? Borgar þú minna til samfélagsins en þú þiggur? Þeir sem eru vel stæðir hafa skarað eld að eigin köku með óeðlilegum hætti. Þeir sem þurfa tímabundna hjálp til sjálfshjálpar eiga að fá að rotna í helvíti enda aumingjar,“ segir Jón Pétur í pistlinum sem er með ljóðrænni hætti en flestir hans pistla. Stundarvinsældir á kostnað almannahags? „Ertu stjórnlyndur? Ertu til í að tala meira um óréttlæti en að gera raunverulega eitthvað í því. Skiptir þig meira máli að fólk haldi að þú sért góður og fáir mörg „like” á það en að þú gerir raunverulega eitthvað í því. Ertu til í stundarvinsældir þó að það kosti almannahag á endanum? Þeir sem standa sig vel eiga að vinna töluverða nauðungarvinnu fyrir þà sem leggja sig minna fram.“ Hann veltir fyrir sér sýndargóðmennsku. „Langar þig að sýnast vera góð manneskja á netinu og eltir því það sem er vinsælt hverju sinni því það er auðvelt að hneykslast á hinu. Ertu yfirborðskenndur og frasatamur? Finnst gott að elta það sem hljómar vel en nennir ekki alveg að kynna þér það? En myndir ALDREI viðurkenna það?“ Aðrir kjósendur vilji öllum gott og lyfta öllum Hann spyr lesendur sína í framhaldinu hvort það kjósi Samfylkinguna, Viðreisn eða Flokk fólksins - sem fimmtíu prósent kjósenda gerðu í kosningunum í nóvember 2024. „Þeir sem svara nei eru líklegir til að sökkva sér í málin, taka afstöðu út frá staðreyndum en ekki tilfinningum. Vilja ÖLLUM gott og lyfta öllum. Þeir sem svara Já eru líklega bitrir. Einhver hefur komið illa fram við þà og þeir eru í vandræðum með sjálfsmynd sína,“ segir Jón Pétur. „Þeim finnst þeir ekki metnir að verðleikum og að heimurinn sé ÓSANNGJARN. Að allt sé einhverjum ÖÐRUM að kenna og því nærtækt að kenna þeim um sem hafa það betur.“ Stjórnarþingmenn sagðir heiglar Pistill Jóns Péturs vekur ýmis viðbrögð en kollegar hans í Sjálfstæðisflokknum, sem reglulega taka undir með honum í pistlum um önnur mál, eru ekki sjáanlegir á lækhnappinum eða umræðum. Heldur ekki þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sem Jón Pétur kallar heigla í framhaldsfærslu og vísar til þess að ekki hafi farið fram nægilega mikil umræða á Alþingi um hækkun á veiðigjöldum sem hann vísar til sem 80 prósenta skattahækkunar. Hann er sannfærður um að afleiðingarnar verði mun verri en innkoma ríkissjóðs vegna hækkunarinnar. Forseti Alþingis beitti 71. grein þingskaparlaga vegna langrar umræðu um veiðigjaldafrumvarpið sem þá var orðin lengsta umræða seinni tíma á Alþingi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og helstu útgerðarfélög landsins hafa varað verulega við hækkun veiðigjalda. Borið hefur á gagnrýni í garð þingmanna Sjálfstæðisflokksins vegna hagsmuna þeirra í sjávarútvegi. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafnaði á dögunum að fjárhagslegir hagsmunir barna hans hefðu nokkuð með afstöðu hans til veiðigjalda að gera og svaraði þannig fyrir umfjöllun DV. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Jón Pétur, sem tók sæti á þingi í fyrsta sinn í síðustu Alþingiskosningum, hefur vakið athygli fyrir mikla virkni á Facebook þar sem hann hefur skrifað fjölda pistla um hugðarefni sín. Nú eru það stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna sem fá greiningu skólastjórans fyrrverandi. „Hver ertu? Finnst þér erfitt þegar öðrum gengur vel, hvers vegna ekki ég? Borgar þú minna til samfélagsins en þú þiggur? Þeir sem eru vel stæðir hafa skarað eld að eigin köku með óeðlilegum hætti. Þeir sem þurfa tímabundna hjálp til sjálfshjálpar eiga að fá að rotna í helvíti enda aumingjar,“ segir Jón Pétur í pistlinum sem er með ljóðrænni hætti en flestir hans pistla. Stundarvinsældir á kostnað almannahags? „Ertu stjórnlyndur? Ertu til í að tala meira um óréttlæti en að gera raunverulega eitthvað í því. Skiptir þig meira máli að fólk haldi að þú sért góður og fáir mörg „like” á það en að þú gerir raunverulega eitthvað í því. Ertu til í stundarvinsældir þó að það kosti almannahag á endanum? Þeir sem standa sig vel eiga að vinna töluverða nauðungarvinnu fyrir þà sem leggja sig minna fram.“ Hann veltir fyrir sér sýndargóðmennsku. „Langar þig að sýnast vera góð manneskja á netinu og eltir því það sem er vinsælt hverju sinni því það er auðvelt að hneykslast á hinu. Ertu yfirborðskenndur og frasatamur? Finnst gott að elta það sem hljómar vel en nennir ekki alveg að kynna þér það? En myndir ALDREI viðurkenna það?“ Aðrir kjósendur vilji öllum gott og lyfta öllum Hann spyr lesendur sína í framhaldinu hvort það kjósi Samfylkinguna, Viðreisn eða Flokk fólksins - sem fimmtíu prósent kjósenda gerðu í kosningunum í nóvember 2024. „Þeir sem svara nei eru líklegir til að sökkva sér í málin, taka afstöðu út frá staðreyndum en ekki tilfinningum. Vilja ÖLLUM gott og lyfta öllum. Þeir sem svara Já eru líklega bitrir. Einhver hefur komið illa fram við þà og þeir eru í vandræðum með sjálfsmynd sína,“ segir Jón Pétur. „Þeim finnst þeir ekki metnir að verðleikum og að heimurinn sé ÓSANNGJARN. Að allt sé einhverjum ÖÐRUM að kenna og því nærtækt að kenna þeim um sem hafa það betur.“ Stjórnarþingmenn sagðir heiglar Pistill Jóns Péturs vekur ýmis viðbrögð en kollegar hans í Sjálfstæðisflokknum, sem reglulega taka undir með honum í pistlum um önnur mál, eru ekki sjáanlegir á lækhnappinum eða umræðum. Heldur ekki þingmenn ríkisstjórnarflokkanna sem Jón Pétur kallar heigla í framhaldsfærslu og vísar til þess að ekki hafi farið fram nægilega mikil umræða á Alþingi um hækkun á veiðigjöldum sem hann vísar til sem 80 prósenta skattahækkunar. Hann er sannfærður um að afleiðingarnar verði mun verri en innkoma ríkissjóðs vegna hækkunarinnar. Forseti Alþingis beitti 71. grein þingskaparlaga vegna langrar umræðu um veiðigjaldafrumvarpið sem þá var orðin lengsta umræða seinni tíma á Alþingi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og helstu útgerðarfélög landsins hafa varað verulega við hækkun veiðigjalda. Borið hefur á gagnrýni í garð þingmanna Sjálfstæðisflokksins vegna hagsmuna þeirra í sjávarútvegi. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hafnaði á dögunum að fjárhagslegir hagsmunir barna hans hefðu nokkuð með afstöðu hans til veiðigjalda að gera og svaraði þannig fyrir umfjöllun DV. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira