Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2025 12:39 Þjófar kunna örugglega ýmis ráð til að fylgjast með ferðum fólks og tannstönglatrixið er eitt þeirra. Vísir „Nágrannavarsla er albesta vörnin,“ segir Heimir Ríkarðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um góð ráð sem fólk getur gripið til þegar farið er að heiman í lengri tíma. Heimir staðfesti í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að lögregla hafi heyrt af svokölluðu tannstönglatrixi en frá því hefur verið greint á samfélagsmiðlum að fólk hafi séð tannstöngla á milli stafs og útihurðar, sem þjófar koma fyrir til að fylgjast með því hvort hurðin sé hreyfð. Þjófurinn setur tannstöngulinn sumsé á sinn stað og fylgist svo með því hvort hann sé þar enn næstu daga. Ef svo er, má draga þá ályktun að hurðin hafi ekki verið opnuð og fólk því þannig ekki heima. Lögregluyfirvöld erlendis hafa varað við aðferðinni í að minnsta kosti nokkur ár en einnig má finna frásagnir af því að tannstönglar hafi verið settir í skráargöt í sama tilgangi. „Það eru ýmis ráð,“ segir Heimir, svona til viðbótar að læsa auðvitað. „Nágrannavarslan er klárlega ein af bestu forvörnunum.“ Það sé um að gera að láta nágrannana vita að maður sé að fara, biðja þá um að fylgjast með og jafnvel leggja bílnum sínum í stæðið hjá sér og setja rusl í tunnurnar. Heimir segir lögreglu oft berast tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir, þar sem menn séu jafnvel að taka myndir af húsum. „Og eru svona að keyra um hverfin og virðast vera að kanna aðstæður.“ Öryggismyndavélar, til að mynda við dyrabjölluna, séu eitt sem fæli frá. Spurður að því hvort ekki væri hægt að deila upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir bendir Heimir á að menn verði að stíga varlega til jarðar, því að sjálfsögðu geti verið um að ræða blásaklaust fólk í einhverjum erindagjörðum. Lögreglumál Bítið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Heimir staðfesti í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að lögregla hafi heyrt af svokölluðu tannstönglatrixi en frá því hefur verið greint á samfélagsmiðlum að fólk hafi séð tannstöngla á milli stafs og útihurðar, sem þjófar koma fyrir til að fylgjast með því hvort hurðin sé hreyfð. Þjófurinn setur tannstöngulinn sumsé á sinn stað og fylgist svo með því hvort hann sé þar enn næstu daga. Ef svo er, má draga þá ályktun að hurðin hafi ekki verið opnuð og fólk því þannig ekki heima. Lögregluyfirvöld erlendis hafa varað við aðferðinni í að minnsta kosti nokkur ár en einnig má finna frásagnir af því að tannstönglar hafi verið settir í skráargöt í sama tilgangi. „Það eru ýmis ráð,“ segir Heimir, svona til viðbótar að læsa auðvitað. „Nágrannavarslan er klárlega ein af bestu forvörnunum.“ Það sé um að gera að láta nágrannana vita að maður sé að fara, biðja þá um að fylgjast með og jafnvel leggja bílnum sínum í stæðið hjá sér og setja rusl í tunnurnar. Heimir segir lögreglu oft berast tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir, þar sem menn séu jafnvel að taka myndir af húsum. „Og eru svona að keyra um hverfin og virðast vera að kanna aðstæður.“ Öryggismyndavélar, til að mynda við dyrabjölluna, séu eitt sem fæli frá. Spurður að því hvort ekki væri hægt að deila upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir bendir Heimir á að menn verði að stíga varlega til jarðar, því að sjálfsögðu geti verið um að ræða blásaklaust fólk í einhverjum erindagjörðum.
Lögreglumál Bítið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira