„Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2025 23:03 Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. vísir/friðrik „Þá eru öll sund lokuð. Við verðum þá að una við það. Það er náttúrulega mjög svekkjandi að ná ekki að framlengja veiðarnar. Þetta eru um 800 bátar sem eru að stunda þær og bara mjög fjölmennur vinnustaður og allt í kring. “ Þetta segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í samtali við fréttastofu inntur eftir viðbrögðum við því að strandveiðum sé nú formlega lokið. Svo virðist sem öll von sé úti um strandveiðum verið fram haldið á þessu tímabili. Örn segir þó að hann muni leita fundar með innviðaráðherra til að leita lausna. Málið færist á milli ráðuneyta og frumvarp strandaði á þingi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag ekki hafa fundið neina lausn til þess að lengja strandveiðitímabilið miðað við núverandi lagaheimild. Núverandi ellefu þúsund tonna kvóti kláraðist í gær og lauk því strandveiðitímabilinu í dag. Strandveiðimenn hafa lýst yfir vonbrigðum að frumvarp Hönnu um bráðabirgðaákvæði sem átti að tryggja 48 daga veiðar í sumar rataði ekki í þinglokasamning heldur dagaði uppi í þinginu fyrir sumarið. Málaflokkurinn hefur verið færður um ráðuneyti yfir í innviðaráðuneyti Eyjólfs Ármannssonar, ráðherra Flokk fólksins, en það var gert á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Komi honum gjörsamlega í opna skjöldu Spurður hvernig tilfinningin sé að fá þessar fréttir svarar Örn: „Hún er alveg mjög slæm, afar slæm. Það er búið að vera undirbúa þetta og allir búnir að skipuleggja sig til þess að fá að veiða til loka ágústs. Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna.“ Hann kveðst hafa verið vongóður í upphafi dags um að lausn myndi finnast á þessu. Fyrr í dag sagði hann í samtali við fréttastofu að hann væri vongóður um að ráðherra myndi bæta við fimm þúsund tonnum í strandveiðipottinn. Tíðindi dagsins komi honum í opna skjöldu þó hann haldi enn í vonina. „Ég á nú ekki von á því að það sé búið að fullkemba þetta og við höfum bent þeim á ákveðnar leiðir sem hægt er að fara. Ég er ennþá sannfærður um það að þær veiðiheimildir sem eru í boði sem eru enn í pottinum verða ekki fullnýttar ef að strandveiðarnar koma ekki til með að veiða aðeins meira.“ Hann kveðst reikna með fundi með innviðaráðherra og segir forvitinn að vita hvernig hann muni bregðast við þessari stöðu sem upp er komin. Um mikinn tekjumissi sé að ræða „Miðað við veiðiheimildir í fyrra þá erum við að veiða um þúsund tonnum minna en í fyrra og meðalaflinn á bát er líka aðeins lægri. Á móti hefur fiskverðið lækkað. Þetta er ekki allslæmt ár. En að fá ekki að ljúka árinu er náttúrulega mjög slæmt. Það er ömurlegt fyrir menn að þurfa að sigla í land því að það nóg af þorski enn út á sjó.“ Strandveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. 17. júlí 2025 12:35 Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. 16. júlí 2025 23:31 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Þetta segir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda í samtali við fréttastofu inntur eftir viðbrögðum við því að strandveiðum sé nú formlega lokið. Svo virðist sem öll von sé úti um strandveiðum verið fram haldið á þessu tímabili. Örn segir þó að hann muni leita fundar með innviðaráðherra til að leita lausna. Málið færist á milli ráðuneyta og frumvarp strandaði á þingi Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag ekki hafa fundið neina lausn til þess að lengja strandveiðitímabilið miðað við núverandi lagaheimild. Núverandi ellefu þúsund tonna kvóti kláraðist í gær og lauk því strandveiðitímabilinu í dag. Strandveiðimenn hafa lýst yfir vonbrigðum að frumvarp Hönnu um bráðabirgðaákvæði sem átti að tryggja 48 daga veiðar í sumar rataði ekki í þinglokasamning heldur dagaði uppi í þinginu fyrir sumarið. Málaflokkurinn hefur verið færður um ráðuneyti yfir í innviðaráðuneyti Eyjólfs Ármannssonar, ráðherra Flokk fólksins, en það var gert á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Komi honum gjörsamlega í opna skjöldu Spurður hvernig tilfinningin sé að fá þessar fréttir svarar Örn: „Hún er alveg mjög slæm, afar slæm. Það er búið að vera undirbúa þetta og allir búnir að skipuleggja sig til þess að fá að veiða til loka ágústs. Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna.“ Hann kveðst hafa verið vongóður í upphafi dags um að lausn myndi finnast á þessu. Fyrr í dag sagði hann í samtali við fréttastofu að hann væri vongóður um að ráðherra myndi bæta við fimm þúsund tonnum í strandveiðipottinn. Tíðindi dagsins komi honum í opna skjöldu þó hann haldi enn í vonina. „Ég á nú ekki von á því að það sé búið að fullkemba þetta og við höfum bent þeim á ákveðnar leiðir sem hægt er að fara. Ég er ennþá sannfærður um það að þær veiðiheimildir sem eru í boði sem eru enn í pottinum verða ekki fullnýttar ef að strandveiðarnar koma ekki til með að veiða aðeins meira.“ Hann kveðst reikna með fundi með innviðaráðherra og segir forvitinn að vita hvernig hann muni bregðast við þessari stöðu sem upp er komin. Um mikinn tekjumissi sé að ræða „Miðað við veiðiheimildir í fyrra þá erum við að veiða um þúsund tonnum minna en í fyrra og meðalaflinn á bát er líka aðeins lægri. Á móti hefur fiskverðið lækkað. Þetta er ekki allslæmt ár. En að fá ekki að ljúka árinu er náttúrulega mjög slæmt. Það er ömurlegt fyrir menn að þurfa að sigla í land því að það nóg af þorski enn út á sjó.“
Strandveiðar Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. 17. júlí 2025 12:35 Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. 16. júlí 2025 23:31 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
„Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. 17. júlí 2025 12:35
Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, á í hörðum deilum í kommentakerfinu um strandveiðar. Hún segir við minnihlutann að sakast að strandveiðifrumvarpið hafi ekki fengið afgreiðslu fyrir þinglok en Fiskistofa hefur stöðvað strandveiðar í sumar. 16. júlí 2025 23:31