Strandveiðum er lokið í sumar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. júlí 2025 17:07 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. Sigurjón Ólason Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, fékk í gær formlega á sitt borð málefni byggðakerfisins, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta. Strandveiðum lauk í dag þar sem frumvarp um bráðabirgðaákvæði til að lengja strandveiðar í 48 daga náði ekki í gegnum þingið fyrir þinglok. Fyrr í dag sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem var með málið á sínu borði þar til í gær, að hún hefði leitað allra lausna til að bæta við kvótann en engin lausn hafi staðið til boða. „Það er mín upplifun eftir að hafa mjög vel yfir málið og ég hef gert nokkrum sinnum. Ég gerði það enn einu sinni eftir að ljóst var að bráðabirgðafrumvarpið mitt komst ekki í gegnum þingið, en ég fann ekki neina leið,“ sagði Hanna Katrín. Aðspurður vísar Eyjólfur í orð atvinnuvegaráðherra og því verður tímabil strandveiða þetta sumarið ekki lengt. „Með þessari breytingu mun ég ekki hafa heimildir til að gefa út nýjar aflaheimildir,“ segir hann. Nýtt frumvarp í haust Breytingin varðar málefni byggðakerfisins og segir Eyjólfur hana muni einfalda störf Byggðastofnunar til muna. Byggðastofnun fer núna með umsjón 5,3 prósent kerfisins, það er að segja 5,3 prósent kvótans sem árlega hefur verið tekinn frá fyrir útgerðaflokkanna strandveiðar, almennur byggðakvóti, skel- og rækjubætur og línuívilnun. Að sögn Eyjólfs er hluti strandveiðanna af þessum 5,3 prósentum 47 prósent. Flutningsmálið sé í fullu samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja byggðamál. Eyjólfur segist sjálfur hafa barist fyrir breytingu á byggðakvótanum í kosningabaráttunni. Hann ætlar nú að leggja fram frumvarp núna í haust til að tryggja dagana 48, en sú sátt er í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Ég mun leggja fram frumvarp til Alþingis með það að markmiði að tryggja 48 daga til strandveiða með tilliti til aflaheimilda 5,3 prósentanna,“ segir hann. „Við vorum með lagafrumvarp til Alþingi sem átti að tryggja 48 daga og það tókst því miður ekki að afgreiða frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðarnar á þingi núna vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Við þetta situr og ég verð að horfa til framtíðar hvað það varðar.“ Sérfræðingar ráðuneytisins hafa þegar hafið störf til að búa til frumvarpið. „Það er mál alls samfélagsins að tryggja það að sjávarbyggðir hafi aðgang að miðunum fyrir utan eldhúsgluggann hjá sér,“ segir Eyjólfur. Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlað er að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. 29. maí 2025 11:22 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, fékk í gær formlega á sitt borð málefni byggðakerfisins, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta. Strandveiðum lauk í dag þar sem frumvarp um bráðabirgðaákvæði til að lengja strandveiðar í 48 daga náði ekki í gegnum þingið fyrir þinglok. Fyrr í dag sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem var með málið á sínu borði þar til í gær, að hún hefði leitað allra lausna til að bæta við kvótann en engin lausn hafi staðið til boða. „Það er mín upplifun eftir að hafa mjög vel yfir málið og ég hef gert nokkrum sinnum. Ég gerði það enn einu sinni eftir að ljóst var að bráðabirgðafrumvarpið mitt komst ekki í gegnum þingið, en ég fann ekki neina leið,“ sagði Hanna Katrín. Aðspurður vísar Eyjólfur í orð atvinnuvegaráðherra og því verður tímabil strandveiða þetta sumarið ekki lengt. „Með þessari breytingu mun ég ekki hafa heimildir til að gefa út nýjar aflaheimildir,“ segir hann. Nýtt frumvarp í haust Breytingin varðar málefni byggðakerfisins og segir Eyjólfur hana muni einfalda störf Byggðastofnunar til muna. Byggðastofnun fer núna með umsjón 5,3 prósent kerfisins, það er að segja 5,3 prósent kvótans sem árlega hefur verið tekinn frá fyrir útgerðaflokkanna strandveiðar, almennur byggðakvóti, skel- og rækjubætur og línuívilnun. Að sögn Eyjólfs er hluti strandveiðanna af þessum 5,3 prósentum 47 prósent. Flutningsmálið sé í fullu samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um að styrkja byggðamál. Eyjólfur segist sjálfur hafa barist fyrir breytingu á byggðakvótanum í kosningabaráttunni. Hann ætlar nú að leggja fram frumvarp núna í haust til að tryggja dagana 48, en sú sátt er í ríkisstjórnarsáttmálanum. „Ég mun leggja fram frumvarp til Alþingis með það að markmiði að tryggja 48 daga til strandveiða með tilliti til aflaheimilda 5,3 prósentanna,“ segir hann. „Við vorum með lagafrumvarp til Alþingi sem átti að tryggja 48 daga og það tókst því miður ekki að afgreiða frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðarnar á þingi núna vegna málþófs stjórnarandstöðunnar. Við þetta situr og ég verð að horfa til framtíðar hvað það varðar.“ Sérfræðingar ráðuneytisins hafa þegar hafið störf til að búa til frumvarpið. „Það er mál alls samfélagsins að tryggja það að sjávarbyggðir hafi aðgang að miðunum fyrir utan eldhúsgluggann hjá sér,“ segir Eyjólfur.
Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35 Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlað er að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. 29. maí 2025 11:22 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. 17. júlí 2025 13:35
Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um strandveiðar sem ætlað er að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar. Í greinargerð frumvarpsins segir að mögulega þurfi að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð, til að unnt sé að tryggja 48 daga tímabil. 29. maí 2025 11:22