„Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Agnar Már Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. júlí 2025 12:35 Þröstur Auðunsson, strandveiðimaður og formaður bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi. Vísir/Stefán Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. Fiskistofa tilkynnti í gærkvöldi að strandveiðum væri lokið í ár og bann tók gildi í dag. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Fyrr í vikunni hafði Inga Sæland, félagsmálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagt á samfélagsmiðlum að strandveiðimenn þyrftu ekki að örvænta. En nú eru veiðarnar bannaðar. Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. „Þetta er mjög slæmt,“ segir Þröstur Auðunsson, strandveiðimaður og formaður bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi. „Það var búið að lofa þessum 48 dögum í stjórnarsáttmála.“ Hann biðlar til ráðherra að það verði bætt í pottinn og segir málið mjög slæmt fyrir margar fjölskyldur í landinu. „Ég vona að þær standi við sín loforð, annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær.“ Vonar að valkyrjur standi við gefin loforð Þröstur segir enn fremur að strandveiðisjómenn upplifi sig svikna vegna málsins. „Algjörlega,“ segir Þröstur. „[Inga Sæland] ráðherra segir á mánudagskvöld að við þurfum ekki að sigla bátunum í land. Og þetta er stöðvað,“ bætir hann við. „Það stendur ekki steinn yfir steini, segja þessar drottningar.“ Þresti þykir þó ekki að þessu máli hafi verið fórnað fyrir annað enda hafi það verið kynnt í stjórnarsáttmálanum í desember. „Þetta átti að vera löngu búið,“ segir hann. „Strandveiðar eru mjög mikilvægar fyrir stóran hluta af sjómönnunum sem eru að gera út þessa báta og auðvitað þarf að taka aflaheimild einhvers staðar en það er spurning hvernig á að gera það. Við verum að byrja á réttum enda - þær byrja á vitlausum enda og svo ætla þær að sjá hvernig þær standa við það.“ „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það,“ segir hann enn fremur. „En ég er ekki bjartsýnn.“ Ekki einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins skrifaði á Facebook í gær að það væri minnihlutanum að kenna og málþófi hans í veiðigjaldaumræðunni að ekki hafi tekist að afgreiða frumvarpið. Það er þó ekki endilega einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni. Daði Már Kristófersson, viðreisnarmaður, fjármálaráðherra og hagfræðingur að mennt, kallaði þær „efnahagslega sóun“ í grein sem hann og fleiri birtu í vísindaritinu Regional Studies in Marine Science árið 2021. Ásthildur vildi þó meina í gær að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, hefði sagt ríkisstjórnina geta samþykkt strandveiðifrumvarpið. „[Þ]ingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum,“ skrifaði Ásthildur. Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Fiskistofa tilkynnti í gærkvöldi að strandveiðum væri lokið í ár og bann tók gildi í dag. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Fyrr í vikunni hafði Inga Sæland, félagsmálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagt á samfélagsmiðlum að strandveiðimenn þyrftu ekki að örvænta. En nú eru veiðarnar bannaðar. Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. „Þetta er mjög slæmt,“ segir Þröstur Auðunsson, strandveiðimaður og formaður bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi. „Það var búið að lofa þessum 48 dögum í stjórnarsáttmála.“ Hann biðlar til ráðherra að það verði bætt í pottinn og segir málið mjög slæmt fyrir margar fjölskyldur í landinu. „Ég vona að þær standi við sín loforð, annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær.“ Vonar að valkyrjur standi við gefin loforð Þröstur segir enn fremur að strandveiðisjómenn upplifi sig svikna vegna málsins. „Algjörlega,“ segir Þröstur. „[Inga Sæland] ráðherra segir á mánudagskvöld að við þurfum ekki að sigla bátunum í land. Og þetta er stöðvað,“ bætir hann við. „Það stendur ekki steinn yfir steini, segja þessar drottningar.“ Þresti þykir þó ekki að þessu máli hafi verið fórnað fyrir annað enda hafi það verið kynnt í stjórnarsáttmálanum í desember. „Þetta átti að vera löngu búið,“ segir hann. „Strandveiðar eru mjög mikilvægar fyrir stóran hluta af sjómönnunum sem eru að gera út þessa báta og auðvitað þarf að taka aflaheimild einhvers staðar en það er spurning hvernig á að gera það. Við verum að byrja á réttum enda - þær byrja á vitlausum enda og svo ætla þær að sjá hvernig þær standa við það.“ „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það,“ segir hann enn fremur. „En ég er ekki bjartsýnn.“ Ekki einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins skrifaði á Facebook í gær að það væri minnihlutanum að kenna og málþófi hans í veiðigjaldaumræðunni að ekki hafi tekist að afgreiða frumvarpið. Það er þó ekki endilega einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni. Daði Már Kristófersson, viðreisnarmaður, fjármálaráðherra og hagfræðingur að mennt, kallaði þær „efnahagslega sóun“ í grein sem hann og fleiri birtu í vísindaritinu Regional Studies in Marine Science árið 2021. Ásthildur vildi þó meina í gær að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, hefði sagt ríkisstjórnina geta samþykkt strandveiðifrumvarpið. „[Þ]ingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum,“ skrifaði Ásthildur.
Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira