„Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Agnar Már Másson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. júlí 2025 12:35 Þröstur Auðunsson, strandveiðimaður og formaður bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi. Vísir/Vésteinn Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. Fiskistofa tilkynnti í gærkvöldi að strandveiðum væri lokið í ár og bann tók gildi í dag. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Fyrr í vikunni hafði Inga Sæland, félagsmálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagt á samfélagsmiðlum að strandveiðimenn þyrftu ekki að örvænta. En nú eru veiðarnar bannaðar. Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. „Þetta er mjög slæmt,“ segir Þröstur Auðunsson, strandveiðimaður og formaður bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi. „Það var búið að lofa þessum 48 dögum í stjórnarsáttmála.“ Hann biðlar til ráðherra að það verði bætt í pottinn og segir málið mjög slæmt fyrir margar fjölskyldur í landinu. „Ég vona að þær standi við sín loforð, annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær.“ Vonar að valkyrjur standi við gefin loforð Þröstur segir enn fremur að strandveiðisjómenn upplifi sig svikna vegna málsins. „Algjörlega,“ segir Þröstur. „[Inga Sæland] ráðherra segir á mánudagskvöld að við þurfum ekki að sigla bátunum í land. Og þetta er stöðvað,“ bætir hann við. „Það stendur ekki steinn yfir steini, segja þessar drottningar.“ Þresti þykir þó ekki að þessu máli hafi verið fórnað fyrir annað enda hafi það verið kynnt í stjórnarsáttmálanum í desember. „Þetta átti að vera löngu búið,“ segir hann. „Strandveiðar eru mjög mikilvægar fyrir stóran hluta af sjómönnunum sem eru að gera út þessa báta og auðvitað þarf að taka aflaheimild einhvers staðar en það er spurning hvernig á að gera það. Við verum að byrja á réttum enda - þær byrja á vitlausum enda og svo ætla þær að sjá hvernig þær standa við það.“ „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það,“ segir hann enn fremur. „En ég er ekki bjartsýnn.“ Ekki einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins skrifaði á Facebook í gær að það væri minnihlutanum að kenna og málþófi hans í veiðigjaldaumræðunni að ekki hafi tekist að afgreiða frumvarpið. Það er þó ekki endilega einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni. Daði Már Kristófersson, viðreisnarmaður, fjármálaráðherra og hagfræðingur að mennt, kallaði þær „efnahagslega sóun“ í grein sem hann og fleiri birtu í vísindaritinu Regional Studies in Marine Science árið 2021. Ásthildur vildi þó meina í gær að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, hefði sagt ríkisstjórnina geta samþykkt strandveiðifrumvarpið. „[Þ]ingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum,“ skrifaði Ásthildur. Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Sjávarútvegur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Fiskistofa tilkynnti í gærkvöldi að strandveiðum væri lokið í ár og bann tók gildi í dag. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Fyrr í vikunni hafði Inga Sæland, félagsmálaráðherra úr röðum Flokks fólksins, sagt á samfélagsmiðlum að strandveiðimenn þyrftu ekki að örvænta. En nú eru veiðarnar bannaðar. Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. „Þetta er mjög slæmt,“ segir Þröstur Auðunsson, strandveiðimaður og formaður bátafélagsins Ægis í Stykkishólmi. „Það var búið að lofa þessum 48 dögum í stjórnarsáttmála.“ Hann biðlar til ráðherra að það verði bætt í pottinn og segir málið mjög slæmt fyrir margar fjölskyldur í landinu. „Ég vona að þær standi við sín loforð, annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær.“ Vonar að valkyrjur standi við gefin loforð Þröstur segir enn fremur að strandveiðisjómenn upplifi sig svikna vegna málsins. „Algjörlega,“ segir Þröstur. „[Inga Sæland] ráðherra segir á mánudagskvöld að við þurfum ekki að sigla bátunum í land. Og þetta er stöðvað,“ bætir hann við. „Það stendur ekki steinn yfir steini, segja þessar drottningar.“ Þresti þykir þó ekki að þessu máli hafi verið fórnað fyrir annað enda hafi það verið kynnt í stjórnarsáttmálanum í desember. „Þetta átti að vera löngu búið,“ segir hann. „Strandveiðar eru mjög mikilvægar fyrir stóran hluta af sjómönnunum sem eru að gera út þessa báta og auðvitað þarf að taka aflaheimild einhvers staðar en það er spurning hvernig á að gera það. Við verum að byrja á réttum enda - þær byrja á vitlausum enda og svo ætla þær að sjá hvernig þær standa við það.“ „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það,“ segir hann enn fremur. „En ég er ekki bjartsýnn.“ Ekki einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins skrifaði á Facebook í gær að það væri minnihlutanum að kenna og málþófi hans í veiðigjaldaumræðunni að ekki hafi tekist að afgreiða frumvarpið. Það er þó ekki endilega einhugur um strandveiðar í ríkisstjórninni. Daði Már Kristófersson, viðreisnarmaður, fjármálaráðherra og hagfræðingur að mennt, kallaði þær „efnahagslega sóun“ í grein sem hann og fleiri birtu í vísindaritinu Regional Studies in Marine Science árið 2021. Ásthildur vildi þó meina í gær að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, hefði sagt ríkisstjórnina geta samþykkt strandveiðifrumvarpið. „[Þ]ingmenn minnihlutans litu skömmustulega undan í sætum sínum,“ skrifaði Ásthildur.
Strandveiðar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flokkur fólksins Samfylkingin Sjávarútvegur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent