„Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2025 12:15 Strandveiðibátar liggja hreyfingarlausir í höfn við Bolungarvík. vísir/Hafþór Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. Bann við strandveiðum tók gildi í dag þar sem núverandi ellefu þúsund tonna kvóti fyrir sumarið hefur klárast. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Upplýsingafulltrúi hjá atvinnumálaráðuneytinu staðfesti í samtali við fréttastofu að það myndi draga til tíðinda í dag varðandi hvort strandveiðipotturinn verði stækkaður. Vinna standi yfir í ráðuneytinu. Þó vildi hann ekki staðfesta um hvers konar vinnu væri að ræða eða hvort aukið verði við kvótann. „Ég bara trúi varla öðru“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir það gríðarleg vonbrigði að frumvarpið hafi ekki farið í gegn á þinginu. „Ég hugsa að ráðherrann þyrfti að gefa út viðbótarheimild fyrir strandveiðar upp á fimm þúsund tonn af þorski.“ Ertu vongóður um að það verði raunin í dag? „Ég bara trúi varla öðru miðað við það sem hefur verið gefið út um 48 daga til veiðanna.“ Strandveiðimenn séu enn til Strandveiðimenn sigldu út víða í dag til að mótmæla stöðvun fiskveiða. Kjartan Páll Sveinsson, formaður Félags strandveiðimanna, var meðal þeirra sem mótmæltu. „Þetta hafa verið einhverjir tugir báta. Við vorum með átta í Grundarfirði og tíu í Patreksfirði. Það voru bátar frá Ólafsvík, frá Höfn í Hornafirði, frá Sandgerði og hringinn í kringum landið. Við erum bara sárir og særðir. Við reiknuðum með því að fá að róa í dag. Stoppið kom bara klukkan sex í gær og svolítið eins og blaut tuska í andlitið. Við vorum í rauninni bara að minna á það að þótt að potturinn sé búinn og að þó að búið sé að slaufa strandveiðum að þá erum við ennþá til.“ Stjórnarandstaðan ráði ekki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokk fólksins, átti í orðaskaki á netinu í gær þar sem hún kenndi minnihlutanum um að frumvarp varðandi strandveiðar hafi strandað í þinginu í athugasemdakerfi. Þau sem hún átti í deilum við benda aftur á móti á að meirihluti þingsins sé með dagskrárvaldið. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokk fólksins, sagði í samtali við fréttastofu að til hafi staðið að tryggja strandveiðar í þinglokasamningum og að niðurstaðan hafi komið honum verulega á óvart. Kjartan hvetur meirihlutann til að sýna dug. „Ég ætla að skora á ríkisstjórnina að hlusta ekki á þetta píp í stjórnarandstöðunni. Það er ekki stjórnarandstaðan sem ræður þessu. Þau ráða þessu. Ekki leyfa stjórnarandstöðunni að vera með eitthvað dagskrárvald hér. Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega fyrir næsta sumar.“ Strandveiðar Flokkur fólksins Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Bann við strandveiðum tók gildi í dag þar sem núverandi ellefu þúsund tonna kvóti fyrir sumarið hefur klárast. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Upplýsingafulltrúi hjá atvinnumálaráðuneytinu staðfesti í samtali við fréttastofu að það myndi draga til tíðinda í dag varðandi hvort strandveiðipotturinn verði stækkaður. Vinna standi yfir í ráðuneytinu. Þó vildi hann ekki staðfesta um hvers konar vinnu væri að ræða eða hvort aukið verði við kvótann. „Ég bara trúi varla öðru“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir það gríðarleg vonbrigði að frumvarpið hafi ekki farið í gegn á þinginu. „Ég hugsa að ráðherrann þyrfti að gefa út viðbótarheimild fyrir strandveiðar upp á fimm þúsund tonn af þorski.“ Ertu vongóður um að það verði raunin í dag? „Ég bara trúi varla öðru miðað við það sem hefur verið gefið út um 48 daga til veiðanna.“ Strandveiðimenn séu enn til Strandveiðimenn sigldu út víða í dag til að mótmæla stöðvun fiskveiða. Kjartan Páll Sveinsson, formaður Félags strandveiðimanna, var meðal þeirra sem mótmæltu. „Þetta hafa verið einhverjir tugir báta. Við vorum með átta í Grundarfirði og tíu í Patreksfirði. Það voru bátar frá Ólafsvík, frá Höfn í Hornafirði, frá Sandgerði og hringinn í kringum landið. Við erum bara sárir og særðir. Við reiknuðum með því að fá að róa í dag. Stoppið kom bara klukkan sex í gær og svolítið eins og blaut tuska í andlitið. Við vorum í rauninni bara að minna á það að þótt að potturinn sé búinn og að þó að búið sé að slaufa strandveiðum að þá erum við ennþá til.“ Stjórnarandstaðan ráði ekki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokk fólksins, átti í orðaskaki á netinu í gær þar sem hún kenndi minnihlutanum um að frumvarp varðandi strandveiðar hafi strandað í þinginu í athugasemdakerfi. Þau sem hún átti í deilum við benda aftur á móti á að meirihluti þingsins sé með dagskrárvaldið. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokk fólksins, sagði í samtali við fréttastofu að til hafi staðið að tryggja strandveiðar í þinglokasamningum og að niðurstaðan hafi komið honum verulega á óvart. Kjartan hvetur meirihlutann til að sýna dug. „Ég ætla að skora á ríkisstjórnina að hlusta ekki á þetta píp í stjórnarandstöðunni. Það er ekki stjórnarandstaðan sem ræður þessu. Þau ráða þessu. Ekki leyfa stjórnarandstöðunni að vera með eitthvað dagskrárvald hér. Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega fyrir næsta sumar.“
Strandveiðar Flokkur fólksins Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira