„Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. júlí 2025 12:15 Strandveiðibátar liggja hreyfingarlausir í höfn við Bolungarvík. vísir/Hafþór Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. Bann við strandveiðum tók gildi í dag þar sem núverandi ellefu þúsund tonna kvóti fyrir sumarið hefur klárast. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Upplýsingafulltrúi hjá atvinnumálaráðuneytinu staðfesti í samtali við fréttastofu að það myndi draga til tíðinda í dag varðandi hvort strandveiðipotturinn verði stækkaður. Vinna standi yfir í ráðuneytinu. Þó vildi hann ekki staðfesta um hvers konar vinnu væri að ræða eða hvort aukið verði við kvótann. „Ég bara trúi varla öðru“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir það gríðarleg vonbrigði að frumvarpið hafi ekki farið í gegn á þinginu. „Ég hugsa að ráðherrann þyrfti að gefa út viðbótarheimild fyrir strandveiðar upp á fimm þúsund tonn af þorski.“ Ertu vongóður um að það verði raunin í dag? „Ég bara trúi varla öðru miðað við það sem hefur verið gefið út um 48 daga til veiðanna.“ Strandveiðimenn séu enn til Strandveiðimenn sigldu út víða í dag til að mótmæla stöðvun fiskveiða. Kjartan Páll Sveinsson, formaður Félags strandveiðimanna, var meðal þeirra sem mótmæltu. „Þetta hafa verið einhverjir tugir báta. Við vorum með átta í Grundarfirði og tíu í Patreksfirði. Það voru bátar frá Ólafsvík, frá Höfn í Hornafirði, frá Sandgerði og hringinn í kringum landið. Við erum bara sárir og særðir. Við reiknuðum með því að fá að róa í dag. Stoppið kom bara klukkan sex í gær og svolítið eins og blaut tuska í andlitið. Við vorum í rauninni bara að minna á það að þótt að potturinn sé búinn og að þó að búið sé að slaufa strandveiðum að þá erum við ennþá til.“ Stjórnarandstaðan ráði ekki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokk fólksins, átti í orðaskaki á netinu í gær þar sem hún kenndi minnihlutanum um að frumvarp varðandi strandveiðar hafi strandað í þinginu í athugasemdakerfi. Þau sem hún átti í deilum við benda aftur á móti á að meirihluti þingsins sé með dagskrárvaldið. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokk fólksins, sagði í samtali við fréttastofu að til hafi staðið að tryggja strandveiðar í þinglokasamningum og að niðurstaðan hafi komið honum verulega á óvart. Kjartan hvetur meirihlutann til að sýna dug. „Ég ætla að skora á ríkisstjórnina að hlusta ekki á þetta píp í stjórnarandstöðunni. Það er ekki stjórnarandstaðan sem ræður þessu. Þau ráða þessu. Ekki leyfa stjórnarandstöðunni að vera með eitthvað dagskrárvald hér. Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega fyrir næsta sumar.“ Strandveiðar Flokkur fólksins Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Bann við strandveiðum tók gildi í dag þar sem núverandi ellefu þúsund tonna kvóti fyrir sumarið hefur klárast. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá desember 2024 kom fram að ríkisstjórnin ætli að tryggja 48 daga til strandveiða en frumvarp um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða dagaði uppi í þinginu. Upplýsingafulltrúi hjá atvinnumálaráðuneytinu staðfesti í samtali við fréttastofu að það myndi draga til tíðinda í dag varðandi hvort strandveiðipotturinn verði stækkaður. Vinna standi yfir í ráðuneytinu. Þó vildi hann ekki staðfesta um hvers konar vinnu væri að ræða eða hvort aukið verði við kvótann. „Ég bara trúi varla öðru“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir það gríðarleg vonbrigði að frumvarpið hafi ekki farið í gegn á þinginu. „Ég hugsa að ráðherrann þyrfti að gefa út viðbótarheimild fyrir strandveiðar upp á fimm þúsund tonn af þorski.“ Ertu vongóður um að það verði raunin í dag? „Ég bara trúi varla öðru miðað við það sem hefur verið gefið út um 48 daga til veiðanna.“ Strandveiðimenn séu enn til Strandveiðimenn sigldu út víða í dag til að mótmæla stöðvun fiskveiða. Kjartan Páll Sveinsson, formaður Félags strandveiðimanna, var meðal þeirra sem mótmæltu. „Þetta hafa verið einhverjir tugir báta. Við vorum með átta í Grundarfirði og tíu í Patreksfirði. Það voru bátar frá Ólafsvík, frá Höfn í Hornafirði, frá Sandgerði og hringinn í kringum landið. Við erum bara sárir og særðir. Við reiknuðum með því að fá að róa í dag. Stoppið kom bara klukkan sex í gær og svolítið eins og blaut tuska í andlitið. Við vorum í rauninni bara að minna á það að þótt að potturinn sé búinn og að þó að búið sé að slaufa strandveiðum að þá erum við ennþá til.“ Stjórnarandstaðan ráði ekki Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokk fólksins, átti í orðaskaki á netinu í gær þar sem hún kenndi minnihlutanum um að frumvarp varðandi strandveiðar hafi strandað í þinginu í athugasemdakerfi. Þau sem hún átti í deilum við benda aftur á móti á að meirihluti þingsins sé með dagskrárvaldið. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokk fólksins, sagði í samtali við fréttastofu að til hafi staðið að tryggja strandveiðar í þinglokasamningum og að niðurstaðan hafi komið honum verulega á óvart. Kjartan hvetur meirihlutann til að sýna dug. „Ég ætla að skora á ríkisstjórnina að hlusta ekki á þetta píp í stjórnarandstöðunni. Það er ekki stjórnarandstaðan sem ræður þessu. Þau ráða þessu. Ekki leyfa stjórnarandstöðunni að vera með eitthvað dagskrárvald hér. Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega fyrir næsta sumar.“
Strandveiðar Flokkur fólksins Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira