Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2025 11:00 Hér má sjá hvar göngustígurinn mun liggja framhjá íbúðunum. Aðsend/Ingi Þór Ámundi Brynjólfsson, skrifstofustjóri framkvæmda og viðhalds hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, segir að göngustígur sem nú er unnið að við Árskóga hafi verið á skipulagi alveg frá upphafi. Íbúar eru óánægðir með stíginn, sem liggur þétt við húsið. Framkvæmdin kemur á hæla byggingu vöruhússins við Álfabakka 2, sem stendur enn óbreytt þrátt fyrir mikil mótmæli. Ámundi var spurður að því í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvernig málið blasti við borgaryfirvöldum. „Nú þetta blasir þannig við okkur að við erum þarna í framkvæmdum við gerð göngustígs sem er hluti af stígakerfinu í Breiðholtinu og umlýkur í rauninni íþróttasvæði ÍR. Og reyndar er þetta ekki bara göngustígur heldur er þetta líka aðkoma neyðarbíla slökkviliðsins. Ef þannig aðstæður koma upp er nauðsynlegt að slökkviliðið hafi aðgang að þessari hlið lóðarinnar og hússins sem þarna stendur, með körfubíl til að bjarga fólki ef svo ber undir.“ Skipulag á svæðinu megi rekja til ársins 2009 en árið 2015 hafi verið gerðar breytingar að ósk lóðarhafa, Félags eldri borgara, þannig að byggingareiturinn innan lóðar var stækkaður og færður út að lóðamörkunum, þar sem gert var ráð fyrir göngustíg. „Lóðarhöfum mátti vera það fullkomlega ljóst að þarna væri göngustígur,“ segir Ámundi. Spurður að því hvort kaupendum hafi verið gert það ljóst segist hann ekki vita hvernig upplýsingagjöf var háttað við þau viðskipti. Búin að koma til móts við athugasemdir Ámundi segir göngustíga meðfram íbúðum ekki óalgenga í borginni. Komið hafi verið til móts við athugasemdir íbúa með því að mjókka göngustíginn um hálfan metra og færa hann fjær lóðarmörkunum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Stígurinn sé nú 1,25 metra frá lóðamörkunum. Múrveggur sem verður reistur fyrir framan tvær íbúðir sé ekki á skipulagi, „en hann er til kominn vegna þess að frágangurinn á lóðinni í suðausturhorninu er þannig að hann er ekki í samræmi við útgefið hæðarblað sem borgin gefur út og segir til um það hvernig lóðarhafi eigi að ganga frá lóðinni“. Ámundi segir skiljanlegt að framkvæmdirnar komi við íbúa en að öllum ætti að hafa verið ljóst að þarna kæmi göngustígur. Búið sé að færa hann eins og hægt er, án þess að ganga á æfingasvæði ÍR. „Við erum búin að gera allt sem við getum,“ segir hann og ítrekar að þarna sé ekki aðeins um göngustíg að ræða heldur einnig aðkomu neyðarbíla. Ámundi segist skilja að íbúum sé brugðið en að þetta ætti ekki að koma þeim að óvörum. „Við teljum að við séum að gera þetta allt eftir bókinni; þetta hafi legið fyrir, fólki hafi mátt vera þetta ljóst,“ segir Ámundi, enda hafi fyrstu fundir um málið verið haldnir árið 2022. Skipulag Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Bítið Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Íbúar eru óánægðir með stíginn, sem liggur þétt við húsið. Framkvæmdin kemur á hæla byggingu vöruhússins við Álfabakka 2, sem stendur enn óbreytt þrátt fyrir mikil mótmæli. Ámundi var spurður að því í Bítinu á Bylgjunni í morgun hvernig málið blasti við borgaryfirvöldum. „Nú þetta blasir þannig við okkur að við erum þarna í framkvæmdum við gerð göngustígs sem er hluti af stígakerfinu í Breiðholtinu og umlýkur í rauninni íþróttasvæði ÍR. Og reyndar er þetta ekki bara göngustígur heldur er þetta líka aðkoma neyðarbíla slökkviliðsins. Ef þannig aðstæður koma upp er nauðsynlegt að slökkviliðið hafi aðgang að þessari hlið lóðarinnar og hússins sem þarna stendur, með körfubíl til að bjarga fólki ef svo ber undir.“ Skipulag á svæðinu megi rekja til ársins 2009 en árið 2015 hafi verið gerðar breytingar að ósk lóðarhafa, Félags eldri borgara, þannig að byggingareiturinn innan lóðar var stækkaður og færður út að lóðamörkunum, þar sem gert var ráð fyrir göngustíg. „Lóðarhöfum mátti vera það fullkomlega ljóst að þarna væri göngustígur,“ segir Ámundi. Spurður að því hvort kaupendum hafi verið gert það ljóst segist hann ekki vita hvernig upplýsingagjöf var háttað við þau viðskipti. Búin að koma til móts við athugasemdir Ámundi segir göngustíga meðfram íbúðum ekki óalgenga í borginni. Komið hafi verið til móts við athugasemdir íbúa með því að mjókka göngustíginn um hálfan metra og færa hann fjær lóðarmörkunum en áður hafði verið gert ráð fyrir. Stígurinn sé nú 1,25 metra frá lóðamörkunum. Múrveggur sem verður reistur fyrir framan tvær íbúðir sé ekki á skipulagi, „en hann er til kominn vegna þess að frágangurinn á lóðinni í suðausturhorninu er þannig að hann er ekki í samræmi við útgefið hæðarblað sem borgin gefur út og segir til um það hvernig lóðarhafi eigi að ganga frá lóðinni“. Ámundi segir skiljanlegt að framkvæmdirnar komi við íbúa en að öllum ætti að hafa verið ljóst að þarna kæmi göngustígur. Búið sé að færa hann eins og hægt er, án þess að ganga á æfingasvæði ÍR. „Við erum búin að gera allt sem við getum,“ segir hann og ítrekar að þarna sé ekki aðeins um göngustíg að ræða heldur einnig aðkomu neyðarbíla. Ámundi segist skilja að íbúum sé brugðið en að þetta ætti ekki að koma þeim að óvörum. „Við teljum að við séum að gera þetta allt eftir bókinni; þetta hafi legið fyrir, fólki hafi mátt vera þetta ljóst,“ segir Ámundi, enda hafi fyrstu fundir um málið verið haldnir árið 2022.
Skipulag Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Bítið Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent