Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar 16. júlí 2025 13:32 Ég heiti Dagmar Valsdóttir og ég er eigandi að Grindavík Guesthouse, litlu fjölskyldureknu gistihúsi í hjarta Grindavíkur. Síðustu mánuðir (jafnvel ár) hafa verið erfiðir, en aldrei hefði ég trúað því hversu mikið álag og óvissa getur fylgt því að reka ferðaþjónustu í skugga náttúruváar. Við höfum verið svo heppin að fá gesti sem þrátt fyrir yfirvofandi hættu hafa treyst okkur og komið í heimsókn. Margir hafa sagt að það sé einmitt mikilvægt að styðja við svona lítil fyrirtæki á erfiðum tímum. En eins og staðan er núna þá get ég ekki þagað lengur. Aðeins í gær, degi fyrir núverandi eldgos, var staðfest af sérfræðingum að ekki væri yfirvofandi hætta á gosi fyrr en í haust, jafnvel síðar.Rétt fyrir hálf tvö í nótt, var ég enn vakandi þegar viðvörunarflautur tóku að heyrast. Í fyrstu trúði ég því ekki, enda hafði ekkert í umræðunni bent til þess að gos væri að hefjast. Ég hafði sagt gestum okkar að hættumatið væri á gulu stigi og því ekki ástæða til að óttast. Dagmar og fjölskylda hennar. Við vorum að rýma gistihúsið klukkan hálf tvö um nótt. Einn gestanna var í sturtu og heyrði ekki í viðvörunarkerfinu. Sem betur fer tóku allir gestirnir þessu með ótrúlegum æðruleysi og skilningi. Þeir voru svo hlýir og skilningsríkir að það kom mér virkilega við. Ég skrifa þessa grein til að varpa ljósi á hvernig raunveruleikinn lítur út fyrir okkur sem stöndum í rekstri í Grindavík. Yfirvöld hafa ítrekað lofað úrræðum og aðstoð, en í raun hefur lítið sem ekkert borist. Okkur var boðið að sækja um lán sem reyndist svo ekki í boði hjá bankanum. Við heyrðum að fjármögnun væri á leiðinni fyrir þá sem vildu þróa reksturinn sinn áfram, en ekkert kom. Fyrir rétt tæpum mánuði fengum við loksins leyfi til að sækja um styrk frá Uppbyggingarsjóði. Ég hef síðustu daga unnið að umsókn til að breyta hluta af húsnæðinu okkar í kaffihús og handverkshús "Volcano Café" , stað þar sem bæði gestir og heimamenn geta komi saman. Ef mér tekst að fá styrk verður hann einungis til að standa straum af markaðsefni og hugsanlega hluta af launakostnaði í stuttan tíma. Allt hitt eins og smíði, pípulagnir og innviðir þarf ég að fjármagna sjálf. Það eru peningar sem við höfum ekki. Grindavík Guesthouse Það er ólýsanlega erfitt að sitja uppi á þessum tímum með þá ábyrgð að reyna að bjarga rekstri, búa til viðskiptaáætlun frá grunni, og vona að einhverjar tvær milljónir komi í hús ef allt gengur upp. Það sem við þurfum er raunveruleg hjálp, ekki tómt orðagjálfur. Þrátt fyrir ítrekuð erindi hef ég fengið engin svör frá byggingafulltrúa varðandi leyfisumsóknir. Grindavíkurbær virðist ekki taka vel í tillögur okkar um að breyta rekstrinum, þó að ríkið hvetji okkur til að leita lausna. Ég spyr hvernig á ég að leita lausna þegar enginn svarar? Við hjónin höfum alltaf sett gestina í forgang, verið varkár og ábyrg í okkar rekstri. Við opnuðum bókanir aftur eftir síðasta gos og ákváðum að halda aftur af okkur, sem þýddi að við náðum ekki að fylla sumarið eins og margir aðrir. Nú höfum við aftur fengið fjölda afbókana og framtíðin virðist óvissari en nokkru sinni fyrr. Ég er skapandi og úrræðagóð manneskja og ég veit að við getum skapað eitthvað einstakt hér í Grindavík. En ég get ekki gert það ein. Við þurfum aðstoð, raunverulega og skjótvirka aðstoð, áður en það verður um seinan. Getur einhver sagt mér hvað við eigum að gera? Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Hótel á Íslandi Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ég heiti Dagmar Valsdóttir og ég er eigandi að Grindavík Guesthouse, litlu fjölskyldureknu gistihúsi í hjarta Grindavíkur. Síðustu mánuðir (jafnvel ár) hafa verið erfiðir, en aldrei hefði ég trúað því hversu mikið álag og óvissa getur fylgt því að reka ferðaþjónustu í skugga náttúruváar. Við höfum verið svo heppin að fá gesti sem þrátt fyrir yfirvofandi hættu hafa treyst okkur og komið í heimsókn. Margir hafa sagt að það sé einmitt mikilvægt að styðja við svona lítil fyrirtæki á erfiðum tímum. En eins og staðan er núna þá get ég ekki þagað lengur. Aðeins í gær, degi fyrir núverandi eldgos, var staðfest af sérfræðingum að ekki væri yfirvofandi hætta á gosi fyrr en í haust, jafnvel síðar.Rétt fyrir hálf tvö í nótt, var ég enn vakandi þegar viðvörunarflautur tóku að heyrast. Í fyrstu trúði ég því ekki, enda hafði ekkert í umræðunni bent til þess að gos væri að hefjast. Ég hafði sagt gestum okkar að hættumatið væri á gulu stigi og því ekki ástæða til að óttast. Dagmar og fjölskylda hennar. Við vorum að rýma gistihúsið klukkan hálf tvö um nótt. Einn gestanna var í sturtu og heyrði ekki í viðvörunarkerfinu. Sem betur fer tóku allir gestirnir þessu með ótrúlegum æðruleysi og skilningi. Þeir voru svo hlýir og skilningsríkir að það kom mér virkilega við. Ég skrifa þessa grein til að varpa ljósi á hvernig raunveruleikinn lítur út fyrir okkur sem stöndum í rekstri í Grindavík. Yfirvöld hafa ítrekað lofað úrræðum og aðstoð, en í raun hefur lítið sem ekkert borist. Okkur var boðið að sækja um lán sem reyndist svo ekki í boði hjá bankanum. Við heyrðum að fjármögnun væri á leiðinni fyrir þá sem vildu þróa reksturinn sinn áfram, en ekkert kom. Fyrir rétt tæpum mánuði fengum við loksins leyfi til að sækja um styrk frá Uppbyggingarsjóði. Ég hef síðustu daga unnið að umsókn til að breyta hluta af húsnæðinu okkar í kaffihús og handverkshús "Volcano Café" , stað þar sem bæði gestir og heimamenn geta komi saman. Ef mér tekst að fá styrk verður hann einungis til að standa straum af markaðsefni og hugsanlega hluta af launakostnaði í stuttan tíma. Allt hitt eins og smíði, pípulagnir og innviðir þarf ég að fjármagna sjálf. Það eru peningar sem við höfum ekki. Grindavík Guesthouse Það er ólýsanlega erfitt að sitja uppi á þessum tímum með þá ábyrgð að reyna að bjarga rekstri, búa til viðskiptaáætlun frá grunni, og vona að einhverjar tvær milljónir komi í hús ef allt gengur upp. Það sem við þurfum er raunveruleg hjálp, ekki tómt orðagjálfur. Þrátt fyrir ítrekuð erindi hef ég fengið engin svör frá byggingafulltrúa varðandi leyfisumsóknir. Grindavíkurbær virðist ekki taka vel í tillögur okkar um að breyta rekstrinum, þó að ríkið hvetji okkur til að leita lausna. Ég spyr hvernig á ég að leita lausna þegar enginn svarar? Við hjónin höfum alltaf sett gestina í forgang, verið varkár og ábyrg í okkar rekstri. Við opnuðum bókanir aftur eftir síðasta gos og ákváðum að halda aftur af okkur, sem þýddi að við náðum ekki að fylla sumarið eins og margir aðrir. Nú höfum við aftur fengið fjölda afbókana og framtíðin virðist óvissari en nokkru sinni fyrr. Ég er skapandi og úrræðagóð manneskja og ég veit að við getum skapað eitthvað einstakt hér í Grindavík. En ég get ekki gert það ein. Við þurfum aðstoð, raunverulega og skjótvirka aðstoð, áður en það verður um seinan. Getur einhver sagt mér hvað við eigum að gera? Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun