Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. júlí 2025 12:13 Lengsta umræðan var um veiðigjöld og stóð hún samtals yfir í um 162 klukkustundir. vísir/Vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokksins raða sér í flest efstu sætin á lista yfir þá sem töluðu mest á liðnum þingvetri. Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring og segir titilinn leggjast ágætlega í sig Alþingi var sett hinn 4. febrúar eða fyrir rúmum fimm mánuðum. Á þeim tíma var haldinn 91 þingfundur og stóðu þeir samtals yfir í um 710 klukkustundir. Sá lengsti varði í átján og hálfan tíma og líkt og fram hefur komið var lengsta umræðan um veiðigjöld en rætt var um málið í um 162 klukkustundir. Það kemur því lítið á óvart að þau sem tóku virkan þátt í umræðunni tróna í efstu sætum yfir þá þingmenn sem töluðu manna mest. Ræðukóngur að þessu sinni er Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem talaði í 1.548 mínútur eða tæpar 26 klukkustundir. Hann segir titilinn leggjast ágætlega í sig. Njáll Trausti Friðbertsson er ræðukóngur eftir liðinn þingvetur.Vísir/Vilhelm „Það er búið að vera mikil umræða um mörg stór mál síðan í byrjun febrúar og þetta er kannski svolítið mikið á mínum þekkingarsviðum og áhugasviðum sem umræðan hefur verið. Þannig það er bara áhugavert að lenda í þessari stöðu,“ segir Njáll Trausti. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði næst mest, eða í 1.509 mínútur og þar á eftir er Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem talaði í 1.492 mínútur. Í fjórða sæti er Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem talaði í 1.399 mínútur. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði næst mest á liðnu þingi.Vísir/Ívar Fannar Njáll Trausti segir umræðuna um veiðigjöld standa upp úr þar á þinginu sem hann hafi viðrað áhyggjur sínar af áhrifum breytinganna á sjávarþorp í kringum landið. „En svo höfum líka verið að ræða varnar- og öryggismálin, búin að ræða innviði í samfélaginu, og ég hef haft mikinn áhuga á samgöngumálum og raforkumálum.“ Hann segir þingveturinn hafa verið sérstakan að mörgu leyti en bindur vondir við gott samstarf í haut. „Vonandi er skárri þingvetur fram undan en það sem við höfum verið að upplifa síðustu mánuði, sem ég held að sé alveg fordæmalaust.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Alþingi var sett hinn 4. febrúar eða fyrir rúmum fimm mánuðum. Á þeim tíma var haldinn 91 þingfundur og stóðu þeir samtals yfir í um 710 klukkustundir. Sá lengsti varði í átján og hálfan tíma og líkt og fram hefur komið var lengsta umræðan um veiðigjöld en rætt var um málið í um 162 klukkustundir. Það kemur því lítið á óvart að þau sem tóku virkan þátt í umræðunni tróna í efstu sætum yfir þá þingmenn sem töluðu manna mest. Ræðukóngur að þessu sinni er Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem talaði í 1.548 mínútur eða tæpar 26 klukkustundir. Hann segir titilinn leggjast ágætlega í sig. Njáll Trausti Friðbertsson er ræðukóngur eftir liðinn þingvetur.Vísir/Vilhelm „Það er búið að vera mikil umræða um mörg stór mál síðan í byrjun febrúar og þetta er kannski svolítið mikið á mínum þekkingarsviðum og áhugasviðum sem umræðan hefur verið. Þannig það er bara áhugavert að lenda í þessari stöðu,“ segir Njáll Trausti. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði næst mest, eða í 1.509 mínútur og þar á eftir er Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, sem talaði í 1.492 mínútur. Í fjórða sæti er Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem talaði í 1.399 mínútur. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði næst mest á liðnu þingi.Vísir/Ívar Fannar Njáll Trausti segir umræðuna um veiðigjöld standa upp úr þar á þinginu sem hann hafi viðrað áhyggjur sínar af áhrifum breytinganna á sjávarþorp í kringum landið. „En svo höfum líka verið að ræða varnar- og öryggismálin, búin að ræða innviði í samfélaginu, og ég hef haft mikinn áhuga á samgöngumálum og raforkumálum.“ Hann segir þingveturinn hafa verið sérstakan að mörgu leyti en bindur vondir við gott samstarf í haut. „Vonandi er skárri þingvetur fram undan en það sem við höfum verið að upplifa síðustu mánuði, sem ég held að sé alveg fordæmalaust.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira