„Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. júlí 2025 13:13 Hundar eru óvanir svo hlýju loftslagi á Íslandi. vísir/vilhelm Veðurfræðingur segir að það gæti jafnvel orðið hlýrra á sumum stöðum í dag en var í gær og að núverandi hitabylgja endist líklega út vikuna. Dýraverndunarsamtökin Dýrfinna hvetja hundaeigendur til að þekkja einkenni hitaslags en það getur orðið lífshættulegt á örskotsstundu. Spáð er sambærilegum veðurskilyrðum fyrir daginn í dag og gengu yfir í gær þegar mikið blíðviðri lék við landsmenn. Reiknað er með um fjórtán til 28 stiga hita á landinu og segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur að það gæti jafnvel orðið hlýrra á einhverjum stöðum en í gær. Hitabylgja fram að helgi „Það er komið mjög víða mjög fínt veður nú þegar í þessum töluðu orðum. Hann á bara eftir að hækka síðan hitinn. Inn til landsins er bara svo hægur vindur og þar sem sólin nær í gegn nær hún að hita vel. Það er eitthvað heldur skýjaðra. Svo sólin bakar ekki alveg jafn mikið og í gær,“ segir Óli. Best verður veðrið inn til landsins á Norð-Austurlandi, Austurlandi og undirlendi Suðurlands. Heitur loftmassi sem fer yfir landið virðist ekki á förum. „Það verður í sjálfu sér yfir landinu meira og minna áþekkt fram undir helgi. En eiginlega fara að koma smá svona úrkomubakkar og loftið verður örlítið óstöðugra. Það verða möguleikar á síðdegisskúrum.“ Sólin getur verið banvæn Þegar svo hlýtt er úti þarf að huga að ýmsu og hefur Matvælastofnun til að mynda biðlað til fólks að skilja ekki hunda eftir í bílum. Eygló Anna Guðlaugsdóttir hjá dýraverndarsamtökunum Dýrfinnu segir að lukkulega hafi enginn útköll borist í gær vegna hunda sem voru hættkomnir í bíl. Þó hafi verið nóg að gera hjá samtökunum. „Við erum búin að fá ýmsar tilkynningar vegna lausra hunda hér og þar í kringum landið. Svo virðist vera að fólk er að sólbaða sig úti og gleymir að gera ráð fyrir litla ferfætlingnum sem er á vappinu hér í kring og er fljótur að stinga af. Við vitum það að fólk hefur verið að hafa samband við dýraspítalanna varðandi að það sé hrætt um það að hundurinn sé að fá hitaslag. Það var enginn sem var lagður inn svo best sem við vitum. Þau gátu þá hjálpað hundinum heima við.“ Eygló hvetur hundaeigendur til að vera vakandi á verðinum. Hitinn geti orðið lífshættulegur á örskotsstundu. „Í rauninni að hreyfa þá ekki á meðan sólin er á lofti. Því þeir eiga erfitt með að anda og hitann. Líkamshitinn hækkar um nokkrar gráður og það gæti tekið bara fimmtán mínutur að kála þeim.“ Veður Dýraheilbrigði Dýr Gæludýr Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira
Spáð er sambærilegum veðurskilyrðum fyrir daginn í dag og gengu yfir í gær þegar mikið blíðviðri lék við landsmenn. Reiknað er með um fjórtán til 28 stiga hita á landinu og segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur að það gæti jafnvel orðið hlýrra á einhverjum stöðum en í gær. Hitabylgja fram að helgi „Það er komið mjög víða mjög fínt veður nú þegar í þessum töluðu orðum. Hann á bara eftir að hækka síðan hitinn. Inn til landsins er bara svo hægur vindur og þar sem sólin nær í gegn nær hún að hita vel. Það er eitthvað heldur skýjaðra. Svo sólin bakar ekki alveg jafn mikið og í gær,“ segir Óli. Best verður veðrið inn til landsins á Norð-Austurlandi, Austurlandi og undirlendi Suðurlands. Heitur loftmassi sem fer yfir landið virðist ekki á förum. „Það verður í sjálfu sér yfir landinu meira og minna áþekkt fram undir helgi. En eiginlega fara að koma smá svona úrkomubakkar og loftið verður örlítið óstöðugra. Það verða möguleikar á síðdegisskúrum.“ Sólin getur verið banvæn Þegar svo hlýtt er úti þarf að huga að ýmsu og hefur Matvælastofnun til að mynda biðlað til fólks að skilja ekki hunda eftir í bílum. Eygló Anna Guðlaugsdóttir hjá dýraverndarsamtökunum Dýrfinnu segir að lukkulega hafi enginn útköll borist í gær vegna hunda sem voru hættkomnir í bíl. Þó hafi verið nóg að gera hjá samtökunum. „Við erum búin að fá ýmsar tilkynningar vegna lausra hunda hér og þar í kringum landið. Svo virðist vera að fólk er að sólbaða sig úti og gleymir að gera ráð fyrir litla ferfætlingnum sem er á vappinu hér í kring og er fljótur að stinga af. Við vitum það að fólk hefur verið að hafa samband við dýraspítalanna varðandi að það sé hrætt um það að hundurinn sé að fá hitaslag. Það var enginn sem var lagður inn svo best sem við vitum. Þau gátu þá hjálpað hundinum heima við.“ Eygló hvetur hundaeigendur til að vera vakandi á verðinum. Hitinn geti orðið lífshættulegur á örskotsstundu. „Í rauninni að hreyfa þá ekki á meðan sólin er á lofti. Því þeir eiga erfitt með að anda og hitann. Líkamshitinn hækkar um nokkrar gráður og það gæti tekið bara fimmtán mínutur að kála þeim.“
Veður Dýraheilbrigði Dýr Gæludýr Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Sjá meira