„Margt dýrmætt á þessum ferli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júlí 2025 11:32 Ásbjörn lítur til baka yfir ferilinn með miklu stolti og skilur sáttur við handboltann. vísir / ívar Eftir langan og farsælan feril eru handboltaskór Ásbjörns Friðrikssonar komnir upp í hillu. Hann ætlar að kúpla sig alfarið út til að byrja með fjölskyldunnar vegna og skilur sáttur við. Með sanni má segja að Ásbjörns verði saknað úr Kaplakrikanum eftir að hafa verið leikmaður FH í meira og minna sautján ár, en hvernig má það vera að maður að norðan sé svona mikill FH-ingur? „Pabbi svaraði þessu ágætlega eftir að hann kom í Krikann í vor, við vorum að ræða þetta og hann sagði: Það er tekið svo vel á móti manni hérna, það er eins og allir þekki mann. Ég held að það sé svolítið stemningin hérna og svo er maður búinn að búa í Hafnarfirði lengi, orðinn harður FH-ingur en líka KA-maður, inn við beinið, bara langt síðan maður var þar“ segir Ásbjörn. FH varð Íslandsmeistari á síðasta ári.vísir Aldrei sýnt öðrum liðum áhuga Ásbjörn gekk fyrst til liðs við FH árið 2008 og sneri svo aftur til félagsins árið 2012 eftir tvö ár með Alingsas í Svíþjóð í millitíðinni. Hann segir önnur íslensk lið hafa sýnt sér áhuga en sá áhugi var ekki gagnkvæmur. „Ég ýtti því alltaf strax frá mér“ segir Ásbjörn. Auðvelt í sumarfríi en verður erfitt í haust Ásbjörn er orðinn 37 ára gamall og segir tímapunktinn réttan til að skilja við leikmannaferilinn, ákvörðunin hafi samt verið erfið og eigi eftir að verða erfiðari með haustinu. „Ég held að hún verði ennþá erfiðari þegar boltinn fer aftur í gang núna í haust en hún er auðveld núna þegar þú ert bara í sumarfríi“ segir Ásbjörn. Ásbjörn í bikarúrslitaleiknum sem FH vann árið 2019.vísir Kúplar sig alfarið út og skilur sáttur við Ásbjörn hefur verið aðstoðarþjálfari FH undanfarin ár samhliða skyldum sínum sem leikmaður, en hættir einnig í þeirri stöðu. Hann segir gott að kúpla sig alfarið út um hríð og setja fjölskylduna í forgang. „Ágætis tímapunktur að fara út úr því núna. Maður þarf líka að geta átt seinnipart heima með fjölskyldunni, sem verða aðeins fleiri þegar maður fer út úr þessu. Þannig að það er fullt af hlutum sem tosa í þá átt, að taka sér smá pásu frá því líka“ segir Ásbjörn sem lítur til baka yfir ferilinn með miklu stolti. Bikarmeistaratitill í hús árið 2019. vísir „Ég er bara mjög ánægður með ferilinn, fullt af félögum, unnið titla, verið í góðum liðum, sjaldan verið í einhverju stórkostlegu veseni í mínu liði. Titlarnir og félagarnir sem maður hefur eignast í gegnum þetta, það er margt dýrmætt á þessum ferli“ segir Ásbjörn að lokum í innslagi Sportpakka Sýnar sem má sjá í spilaranum að ofan. Handbolti FH Olís-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Með sanni má segja að Ásbjörns verði saknað úr Kaplakrikanum eftir að hafa verið leikmaður FH í meira og minna sautján ár, en hvernig má það vera að maður að norðan sé svona mikill FH-ingur? „Pabbi svaraði þessu ágætlega eftir að hann kom í Krikann í vor, við vorum að ræða þetta og hann sagði: Það er tekið svo vel á móti manni hérna, það er eins og allir þekki mann. Ég held að það sé svolítið stemningin hérna og svo er maður búinn að búa í Hafnarfirði lengi, orðinn harður FH-ingur en líka KA-maður, inn við beinið, bara langt síðan maður var þar“ segir Ásbjörn. FH varð Íslandsmeistari á síðasta ári.vísir Aldrei sýnt öðrum liðum áhuga Ásbjörn gekk fyrst til liðs við FH árið 2008 og sneri svo aftur til félagsins árið 2012 eftir tvö ár með Alingsas í Svíþjóð í millitíðinni. Hann segir önnur íslensk lið hafa sýnt sér áhuga en sá áhugi var ekki gagnkvæmur. „Ég ýtti því alltaf strax frá mér“ segir Ásbjörn. Auðvelt í sumarfríi en verður erfitt í haust Ásbjörn er orðinn 37 ára gamall og segir tímapunktinn réttan til að skilja við leikmannaferilinn, ákvörðunin hafi samt verið erfið og eigi eftir að verða erfiðari með haustinu. „Ég held að hún verði ennþá erfiðari þegar boltinn fer aftur í gang núna í haust en hún er auðveld núna þegar þú ert bara í sumarfríi“ segir Ásbjörn. Ásbjörn í bikarúrslitaleiknum sem FH vann árið 2019.vísir Kúplar sig alfarið út og skilur sáttur við Ásbjörn hefur verið aðstoðarþjálfari FH undanfarin ár samhliða skyldum sínum sem leikmaður, en hættir einnig í þeirri stöðu. Hann segir gott að kúpla sig alfarið út um hríð og setja fjölskylduna í forgang. „Ágætis tímapunktur að fara út úr því núna. Maður þarf líka að geta átt seinnipart heima með fjölskyldunni, sem verða aðeins fleiri þegar maður fer út úr þessu. Þannig að það er fullt af hlutum sem tosa í þá átt, að taka sér smá pásu frá því líka“ segir Ásbjörn sem lítur til baka yfir ferilinn með miklu stolti. Bikarmeistaratitill í hús árið 2019. vísir „Ég er bara mjög ánægður með ferilinn, fullt af félögum, unnið titla, verið í góðum liðum, sjaldan verið í einhverju stórkostlegu veseni í mínu liði. Titlarnir og félagarnir sem maður hefur eignast í gegnum þetta, það er margt dýrmætt á þessum ferli“ segir Ásbjörn að lokum í innslagi Sportpakka Sýnar sem má sjá í spilaranum að ofan.
Handbolti FH Olís-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira