Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2025 09:31 Levi Colwill fagnar sigri Chelsea með heimsbikar félagsliða. Getty/Michael Reaves Levi Colwill og félagar í Chelsea urðu fyrstu meistararnir í hinni nýju heimsmeistarakeppni félagsliða eftir sannfærandi sigur á Paris Saint Germain í úrslitaleiknum. 32 liða heimsmeistarakeppni hefur verið umdeild enda eykur hún heldur betur álagið á bestu leikmenn heims. FIFA hefur mikla trú á keppninni og setti mikinn pening í verðlaunaféð. Colwill hefur líka mikla trú á henni. Chelsea mun halda þessum titli í fjögur ár því næsta HM félagsliða fer ekki fram fyrr en árið 2029. „Ég sagði það fyrir mótið að okkar plan væri að vinna þessa keppni og fólk horfði á mig eins og ég væri klikkaður,“ sagði Levi Colwill. „Þannig að ég ætla að segja það sama um ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina á komandi tímabili,“ sagði Colwill. „Þetta er stærsti bikar sem ég hef unnið á ferlinum. Ég held líka að heimsmeistarakeppni félagsliða verði stærri en Meistaradeildin og við vorum þeir fyrstu til að vinna hana,“ sagði Colwill. „Þetta var yfirlýsing hjá okkur. Ef við höldum áfram að vinna titla í framtíðinni þá fara allir að gefa okkur þá ást sem við eigum skilið,“ sagði Colwill. „Við erum gott lið og það er einkennismerki Chelsea. Við stöndum saman sama hvað gengur á. Ég held að leikmenn eins og John Terry, Frank Lampard og Didier Drogba hafi byrjað á þessu og við höldum áfram á þeirri braut,“ sagði Colwill. „Þeir voru allir stórkostlegir leikmenn, bestu menn í sinni stöðu sem unnið mikið saman. Við erum með bestu leikmennina í okkar liði og unga leikmenn. Okkar plan er að vinna stærstu titlana fyrir Chelsea. Við höfum alla burði til þess að gera það og höfum líka sýnt það. Allir sögðu að PSG væri besta lið í heimi og við unnum þá 3-0,“ sagði Colwill. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
32 liða heimsmeistarakeppni hefur verið umdeild enda eykur hún heldur betur álagið á bestu leikmenn heims. FIFA hefur mikla trú á keppninni og setti mikinn pening í verðlaunaféð. Colwill hefur líka mikla trú á henni. Chelsea mun halda þessum titli í fjögur ár því næsta HM félagsliða fer ekki fram fyrr en árið 2029. „Ég sagði það fyrir mótið að okkar plan væri að vinna þessa keppni og fólk horfði á mig eins og ég væri klikkaður,“ sagði Levi Colwill. „Þannig að ég ætla að segja það sama um ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina á komandi tímabili,“ sagði Colwill. „Þetta er stærsti bikar sem ég hef unnið á ferlinum. Ég held líka að heimsmeistarakeppni félagsliða verði stærri en Meistaradeildin og við vorum þeir fyrstu til að vinna hana,“ sagði Colwill. „Þetta var yfirlýsing hjá okkur. Ef við höldum áfram að vinna titla í framtíðinni þá fara allir að gefa okkur þá ást sem við eigum skilið,“ sagði Colwill. „Við erum gott lið og það er einkennismerki Chelsea. Við stöndum saman sama hvað gengur á. Ég held að leikmenn eins og John Terry, Frank Lampard og Didier Drogba hafi byrjað á þessu og við höldum áfram á þeirri braut,“ sagði Colwill. „Þeir voru allir stórkostlegir leikmenn, bestu menn í sinni stöðu sem unnið mikið saman. Við erum með bestu leikmennina í okkar liði og unga leikmenn. Okkar plan er að vinna stærstu titlana fyrir Chelsea. Við höfum alla burði til þess að gera það og höfum líka sýnt það. Allir sögðu að PSG væri besta lið í heimi og við unnum þá 3-0,“ sagði Colwill. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira