„Það var engin taktík“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. júlí 2025 22:02 Guðjón Þórðarson var ekki parhrifinn af spilamennsku íslenska landsliðsins á EM Nordic Photos/Getty Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfara karlaliðs Íslands í knattspyrnu, segir að árangur íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu hafi ekki komið honum á óvart enda hafi undirbúningur liðsins ekki gefið tilefni til bjartsýni. Guðjón mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir málin. Hann er einn af þeim sem gagnrýnir mikla virkni landsliðskvenna á samfélagsmiðlum eins og TikTok. „Það var farið af stað með miklar væntingar og miklar vonir. Þegar ég sá undirbúning liðsins og heyrði í fólki þá leist mér ekki á blikuna. Það var mikið um útköll út á samfélagsmiðlana. Fólk var að taka hliðar saman hliðar á samfélagsmiðlunum. Fókusinn fór bara. Ef það er tími til að vera á TikTok í tíma og ótíma þá er tími til að æfa meira.“ Fyrir utan gagnrýni á virkni utan vallar þá gaf Guðjón ekki mikið fyrir leikskipulagið innan vallar og fannst mikið vanta upp á þar. „Það er ekkert flæði í liðinu. Boltinn flýtur aldrei, hann fer aldrei hratt á milli manna. Hver einasti leikmaður er að taka 3-5 sekúndur á boltanum.“ „Við fórum í langar sendingar, það var lítil uppbygging og boltinn var settur í hættur snemma og við töpuðum iðulega boltanum og þá var þetta komið í andlitið á okkur um leið. Pressan var léleg, við vorum aldrei í andliti andstæðingana. Við horfðum á þá. Sjónræn pressa hún dugar ekki.“ Eins og fleiri hafa nefnt þá talaði Guðjón einnig um skort á taktík og liðsheild. „Þetta var ekki liðsheild. Þetta fúnkeraði aldrei sem liðsheild. Það var enginn bragur á liðinu. Hvaða taktík spilaði Ísland? „Það var engin taktík“. Það var bara vonast eftir að eitthvað gerðist. Það var settur langur fram og menn vonuðust eftir einhverju. Það var verið að vonast eftir löngum innköstum og það var allt sett upp í kringum það. Við settum aldrei lið á hælana og pressuðum. Hvað áttum við margar tilraunir á mark andstæðinganna? Þetta er teljandi á fingrum annarrar handar.“ Guðjón ræddi síðan um þann mun sem er að verða á þjálfun á Íslandi og í Evrópu en hann segir að þróunin hafi verið mun hraðari utan Íslands og stelpurnar sitji eftir tæknilega. Viðtalið við Guðjón í heild má heyra í spilaranum hér að neðan. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Guðjón mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir málin. Hann er einn af þeim sem gagnrýnir mikla virkni landsliðskvenna á samfélagsmiðlum eins og TikTok. „Það var farið af stað með miklar væntingar og miklar vonir. Þegar ég sá undirbúning liðsins og heyrði í fólki þá leist mér ekki á blikuna. Það var mikið um útköll út á samfélagsmiðlana. Fólk var að taka hliðar saman hliðar á samfélagsmiðlunum. Fókusinn fór bara. Ef það er tími til að vera á TikTok í tíma og ótíma þá er tími til að æfa meira.“ Fyrir utan gagnrýni á virkni utan vallar þá gaf Guðjón ekki mikið fyrir leikskipulagið innan vallar og fannst mikið vanta upp á þar. „Það er ekkert flæði í liðinu. Boltinn flýtur aldrei, hann fer aldrei hratt á milli manna. Hver einasti leikmaður er að taka 3-5 sekúndur á boltanum.“ „Við fórum í langar sendingar, það var lítil uppbygging og boltinn var settur í hættur snemma og við töpuðum iðulega boltanum og þá var þetta komið í andlitið á okkur um leið. Pressan var léleg, við vorum aldrei í andliti andstæðingana. Við horfðum á þá. Sjónræn pressa hún dugar ekki.“ Eins og fleiri hafa nefnt þá talaði Guðjón einnig um skort á taktík og liðsheild. „Þetta var ekki liðsheild. Þetta fúnkeraði aldrei sem liðsheild. Það var enginn bragur á liðinu. Hvaða taktík spilaði Ísland? „Það var engin taktík“. Það var bara vonast eftir að eitthvað gerðist. Það var settur langur fram og menn vonuðust eftir einhverju. Það var verið að vonast eftir löngum innköstum og það var allt sett upp í kringum það. Við settum aldrei lið á hælana og pressuðum. Hvað áttum við margar tilraunir á mark andstæðinganna? Þetta er teljandi á fingrum annarrar handar.“ Guðjón ræddi síðan um þann mun sem er að verða á þjálfun á Íslandi og í Evrópu en hann segir að þróunin hafi verið mun hraðari utan Íslands og stelpurnar sitji eftir tæknilega. Viðtalið við Guðjón í heild má heyra í spilaranum hér að neðan.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira