„Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júlí 2025 09:02 Á myndinni eru frá vinstri Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Helga Rósa Másdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðingar, Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands og Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Aðsend Félag íslenska hjúkrunarfræðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, Læknafélag Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands, krefjast þess í sameiginlegri yfirlýsingu að brugðist verði við alvarlegum niðurstöðum skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu í landinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu krefjast formenn félaganna þess að raunhæf og tímasett aðgerðaáætlun verði sett fram sem fyrst, en eigi síðar en 15. september, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og að heilbrigðismál fái fjármagn og heimildir til að manna störf út frá faglegum forsendum. „Við höfum varað við ástandinu árum saman. Nú liggur það skráð í opinberri skýrslu að heilbrigðisþjónusta landsins er rekin með óásættanlegri mönnun, brotakenndri stjórnsýslu og óraunhæfri fjármögnun,“ segir í yfirlýsingunni. Formennirnir segja að nú þurfi faglega forystu og að hana þurfi að sjá í verki. „Við munum ekki samþykkja að ábyrgðin sé færð yfir á fagfólkið sjálft – aftur,“ segir að lokum. Forstjóri fagnaði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, fagnaði skýrslunni þegar hún kom út í upphafi mánaðar. Hann sagði mönnunarvanda hafa viðgengist of lengi á spítalanum og það þyrfti að tækla með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var kynnt í upphafi mánaðar. Þar var máluð svört mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagðist búast við því að allt færi í skrúfuna yrði ekki brugðist við. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisendurskoðun Embætti landlæknis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. 2. júlí 2025 19:45 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 2. júlí 2025 13:48 Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. 28. júní 2025 20:32 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu krefjast formenn félaganna þess að raunhæf og tímasett aðgerðaáætlun verði sett fram sem fyrst, en eigi síðar en 15. september, að mönnunarmál í heilbrigðisþjónustu verði sett í forgang og að heilbrigðismál fái fjármagn og heimildir til að manna störf út frá faglegum forsendum. „Við höfum varað við ástandinu árum saman. Nú liggur það skráð í opinberri skýrslu að heilbrigðisþjónusta landsins er rekin með óásættanlegri mönnun, brotakenndri stjórnsýslu og óraunhæfri fjármögnun,“ segir í yfirlýsingunni. Formennirnir segja að nú þurfi faglega forystu og að hana þurfi að sjá í verki. „Við munum ekki samþykkja að ábyrgðin sé færð yfir á fagfólkið sjálft – aftur,“ segir að lokum. Forstjóri fagnaði Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, fagnaði skýrslunni þegar hún kom út í upphafi mánaðar. Hann sagði mönnunarvanda hafa viðgengist of lengi á spítalanum og það þyrfti að tækla með krísustjórnun og ráðast á rót vandans. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var kynnt í upphafi mánaðar. Þar var máluð svört mynd af stöðunni hvað varðar mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Til að mynda vanti fimmtíu menntaða hjúkrunarfræðinga, fjórtán ljósmæður, þrjátíu lækna og tæplega fjögur hundruð sjúkraliða. Þá hafi viðbrögð yfirstjórnar einkennst af úrræðaleysi og kerfislegum lausatökum. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagðist búast við því að allt færi í skrúfuna yrði ekki brugðist við.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisendurskoðun Embætti landlæknis Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. 2. júlí 2025 19:45 „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 2. júlí 2025 13:48 Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. 28. júní 2025 20:32 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Búast má við því að allt fari í skrúfuna ef ekki verður bætt úr mönnunarvanda Landspítalans að sögn formanns Sjúkraliðafélags Íslands. Dökk mynd er dregin upp í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar og þar kemur meðal annars fram að hátt í fjögur hundruð sjúkraliða vanti til starfa. 2. júlí 2025 19:45
„Eftir höfðinu dansa limirnir“ Ítarleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum segir að úrræðaleysi og kerfisleg lausatök hafi einkennt viðbrögð yfirstjórnar heilbrigðismála hér á landi. Ríkisendurskoðandi kallar eftir því að ráðist sé að rót vandans í stað þess að festast í krísustjórnun. 2. júlí 2025 13:48
Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Heilbrigðisráðherra hyggst fá utanaðkomandi ráðgjafa til að kanna hvernig ráðuneytið geti haft betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við samninga stofnunarinnar við sérgreinalækna. 28. júní 2025 20:32