Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2025 11:01 Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins fékk flestar sendingar og gaf flestar sendingar í íslenska liðinu á Evrópumótinu. Getty/Pat Elmont Hverjar sköruðu fram úr í tölfræðinni hjá íslenska liðinu á EM? Vísir skoðaði aðeins opinberu tölfræðina frá riðlakeppni EM í Sviss. Markvörður íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu i Sviss var bæði sá leikmaður sem reyndi flestar sendingar og fékk flestar sendingar í þremur leikjum íslenska liðsins á mótinu. Miðjumenn íslenska liðsins áttu í erfiðleikum á mótinu og tölfræðin sýnir það. Miðjumenn ættu að vera efstar í fjölda sendingar en þær eru langt á eftir varnarmönnum og markmanni íslenska liðsins. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar athyglisverðar staðreyndir um tölfræði stelpnanna okkar á mótinu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, reyndi flestar sendingar af öllum leikmönnum liðsins eða samtals 135. 114 þeirra heppnuðust eða 84 prósent. Þeir fjórir leikmenn íslenska liðsins sem reyndu flestar sendingar spiluðu allar í vörn eða marki því í næstu sætum voru þær Guðrún Arnardóttir (118), Ingibjörg Sigurðardóttir (118) og Glódís Perla Viggósdóttir (112). Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, fékk líka flestar sendingar eða 82 talsins eða einni fleiri en Glódís Perla Viggósdóttir. Þriðja varð Ingibjörg Sigurðardóttir sem fékk 74 sendingar. Flestar tæklingar og stoppaði mest Guðrún Arnardóttir fór í flestar tæklingar eða ellefu talsins. Hún vann sjö þeirra. Alexandra Jóhannsdóttir kom næst með átta tæklingar og sex þeirra unnust. Guðrún Arnardóttir komst líka fyrir flest skot eða sendingar eða níu sinnum. Hún stoppaði þrjú skot og sex sendingar. Sveindís Jane Jónsdóttir komst fyrir sjö skot eða sendingar. Sveindís Jane Jónsdóttir vann flesta bolta eða níu talsins, tveimur fleiri en Guðrún Arnardóttir sem kom næst. Glódís Perla Viggósdóttir hreinsaði boltann oftast frá íslenska markinu eða 23 sinnum. Ingibjörg Sigurðardóttir hreinsaði sextán sinnum frá marki og Guðrún Arnardóttir fimmtán sinnum. Varnarmennirnir komu oftast við boltann Guðrún Arnardóttir kom oftast við boltann af leikmönnum íslenska liðsins eða 170 sinnum. Ingibjörg Sigurðardóttir kom við boltann 153 sinnum og þriðja var Glódís Perla Viggósdóttir sem kom 149 sinnum við boltann. Sveindís Jane Jónsdóttir kom oftast við boltann á sóknarþriðjungi (71) og í vítateignum (11). Sandra María Jessen kom 43 sinnum við boltann á síðasta þriðjungi vallarins og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 37 sinnum. Sandra María Jessen kom níu sinnum við boltann í teig andstæðingar og Glódís Perla Viggósdóttir átta sinnum. Vann níutíu prósent skallaeinvíga Guðrún Arnardóttir fór upp í flest skallaeinvígi (20) og vann flest (11). Dagný Brynjarsdóttir sem spilaði mun minna vann samt níutíu prósent af þeim skallaeinvígum sem hún fór eða níu af tíu. Glódís Perla Viggósdóttir vann fimm af sex og Sandra María Jessen vann níu af ellefu. Sveindís Jane Jónsdóttir reyndi oftast að komast framhjá mótherja með boltann eða sextán sinnum það heppnaðist sjö innum hjá henni. Hún var með algjöra yfirburði hjá íslenska liðinu í þeirri tölfræði því næst henni komu þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Hlín Eiríksdóttir sem reyndu allar þrisvar sinnum að komast framhjá mótherja með boltann. Sandra María braut oftast af sér Það var oftast brotið á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eða fimm sinnum eða fjórum sinnum fékk Sveindís Jane Jónsdóttir aukaspyrnu þótt hún vildi fá miklu fleiri. Sandra María Jessen braut oftast af sér eða sjö sinnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir reyndi flestar fyrirgjafir (10), tók flest horn (6) og reyndi flestar stungusendingar (2) en Guðrún Arnardóttir tók flest innköst (22) og Glódís Perla Viggósdóttir tók flestar aukaspyrnur (5). Miðvörðurinn hættulegust Sveindís Jane Jónsdóttir tók flest skot (8) en það eina sem fór á markið endaði í netinu. Sandra María Jessen reyndi fimm skot og eitt fór á markið. Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Katla Tryggvadóttir reyndu allar þrjú skot. Katla var eini íslenski leikmaðurinn sem náði tveimur skotum á markið. Glódís Perla Viggósdóttir var með hæsta xG (áætluð mörk) eða 1,0 en Sveindís Jane Jónsdóttir kom næst með 0,8. Guðrún Arnardóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru þær einu sem spiluðu allar 270 mínúturnar í mótinu. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Markvörður íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu i Sviss var bæði sá leikmaður sem reyndi flestar sendingar og fékk flestar sendingar í þremur leikjum íslenska liðsins á mótinu. Miðjumenn íslenska liðsins áttu í erfiðleikum á mótinu og tölfræðin sýnir það. Miðjumenn ættu að vera efstar í fjölda sendingar en þær eru langt á eftir varnarmönnum og markmanni íslenska liðsins. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar athyglisverðar staðreyndir um tölfræði stelpnanna okkar á mótinu. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, reyndi flestar sendingar af öllum leikmönnum liðsins eða samtals 135. 114 þeirra heppnuðust eða 84 prósent. Þeir fjórir leikmenn íslenska liðsins sem reyndu flestar sendingar spiluðu allar í vörn eða marki því í næstu sætum voru þær Guðrún Arnardóttir (118), Ingibjörg Sigurðardóttir (118) og Glódís Perla Viggósdóttir (112). Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, fékk líka flestar sendingar eða 82 talsins eða einni fleiri en Glódís Perla Viggósdóttir. Þriðja varð Ingibjörg Sigurðardóttir sem fékk 74 sendingar. Flestar tæklingar og stoppaði mest Guðrún Arnardóttir fór í flestar tæklingar eða ellefu talsins. Hún vann sjö þeirra. Alexandra Jóhannsdóttir kom næst með átta tæklingar og sex þeirra unnust. Guðrún Arnardóttir komst líka fyrir flest skot eða sendingar eða níu sinnum. Hún stoppaði þrjú skot og sex sendingar. Sveindís Jane Jónsdóttir komst fyrir sjö skot eða sendingar. Sveindís Jane Jónsdóttir vann flesta bolta eða níu talsins, tveimur fleiri en Guðrún Arnardóttir sem kom næst. Glódís Perla Viggósdóttir hreinsaði boltann oftast frá íslenska markinu eða 23 sinnum. Ingibjörg Sigurðardóttir hreinsaði sextán sinnum frá marki og Guðrún Arnardóttir fimmtán sinnum. Varnarmennirnir komu oftast við boltann Guðrún Arnardóttir kom oftast við boltann af leikmönnum íslenska liðsins eða 170 sinnum. Ingibjörg Sigurðardóttir kom við boltann 153 sinnum og þriðja var Glódís Perla Viggósdóttir sem kom 149 sinnum við boltann. Sveindís Jane Jónsdóttir kom oftast við boltann á sóknarþriðjungi (71) og í vítateignum (11). Sandra María Jessen kom 43 sinnum við boltann á síðasta þriðjungi vallarins og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir 37 sinnum. Sandra María Jessen kom níu sinnum við boltann í teig andstæðingar og Glódís Perla Viggósdóttir átta sinnum. Vann níutíu prósent skallaeinvíga Guðrún Arnardóttir fór upp í flest skallaeinvígi (20) og vann flest (11). Dagný Brynjarsdóttir sem spilaði mun minna vann samt níutíu prósent af þeim skallaeinvígum sem hún fór eða níu af tíu. Glódís Perla Viggósdóttir vann fimm af sex og Sandra María Jessen vann níu af ellefu. Sveindís Jane Jónsdóttir reyndi oftast að komast framhjá mótherja með boltann eða sextán sinnum það heppnaðist sjö innum hjá henni. Hún var með algjöra yfirburði hjá íslenska liðinu í þeirri tölfræði því næst henni komu þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Hlín Eiríksdóttir sem reyndu allar þrisvar sinnum að komast framhjá mótherja með boltann. Sandra María braut oftast af sér Það var oftast brotið á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur eða fimm sinnum eða fjórum sinnum fékk Sveindís Jane Jónsdóttir aukaspyrnu þótt hún vildi fá miklu fleiri. Sandra María Jessen braut oftast af sér eða sjö sinnum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir reyndi flestar fyrirgjafir (10), tók flest horn (6) og reyndi flestar stungusendingar (2) en Guðrún Arnardóttir tók flest innköst (22) og Glódís Perla Viggósdóttir tók flestar aukaspyrnur (5). Miðvörðurinn hættulegust Sveindís Jane Jónsdóttir tók flest skot (8) en það eina sem fór á markið endaði í netinu. Sandra María Jessen reyndi fimm skot og eitt fór á markið. Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Katla Tryggvadóttir reyndu allar þrjú skot. Katla var eini íslenski leikmaðurinn sem náði tveimur skotum á markið. Glódís Perla Viggósdóttir var með hæsta xG (áætluð mörk) eða 1,0 en Sveindís Jane Jónsdóttir kom næst með 0,8. Guðrún Arnardóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir voru þær einu sem spiluðu allar 270 mínúturnar í mótinu.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira