Reyna aftur að sigla til Gasa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. júlí 2025 14:44 Aðgerðasinnarnir tólf sem voru um borð í skútunni Madleen þegar Ísraelsher stöðvaði för þeirra. Nú reyna þau aftur að komast til Gasa. Aðgerðarsinnar í Freedom Flotilla Coalition hyggjast reyna að sigla aftur til Gasastrandarinnar. Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, var með í síðustu för hópsins sem endaði á að hópurinn var stöðvaður af ísraelska hernum. „Við siglum af stað á ný. 13. júlí 2025 mun báturinn okkar Handala fara frá Siracusa á Ítalíu til að rjúfa ólöglegu herkví Ísraels. Þetta verkefni okkar er fyrir börnin á Gasa,“ segir í færslu á reikningi hópsins á X. Siglt var af stað fyrr í dag á bátnum Handala sem er nefndur eftir samnefndri palestínskri teiknimyndafíguru sem er berfætt flóttabarn sem snýr baki sínu gegn ójafnrétti. Hópurinn reyndi áður að sigla yfir til Gasa þann 1. júní en er þau nálguðust landið níu dögum síðar voru þau stöðvuð af Ísraelsher sem sendi hópinn aftur til síns heima. Þar á meðal var Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, heimsþekkt fyrir skólaverkföllin sín í þágu loftslagsaðgerða. Ekki liggur fyrir hvort að hún sé með í för að þessu sinni. Alvarlegt ástand á Gasa Alvarlegt ástand er á Gasaströndinni. Tíu manns létust í árás Ísraela er þau voru að reyna fylla brúsa af drykkjarvatni, þar af voru sex börn. Sextán manns særðust í árásinni. Nítján aðrir létust í dag er Ísraelsher gerði árás á íbúðarhúsnæði á miðri Gasaströndinni. Vitni sagði að um hafi verið að ræða drónaáras sem skaut á fólk í biðröð eftir vatni. Ísraelski herinn segir að árásin hafi verið vegna „tæknilegrar villu“ en áætlunin hafi verið að ráðast á hryðjuverkamenn. Vegna villunnar hafi árásin óvart beinst gegn almennum íbúum. Málið sé til skoðunar innanhúss. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem íbúar Gasa hafa verið drepnir í árásum er þau leita sér neyðaraðstoðar. 24 létust í samskonar aðstæðum í gær en þau voru í matarleit. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sögðu að hingað til hefðu að minnsta kosti 789 einstaklingar látist á meðan þau voru að leita sér mannúðaraðstoðar. Að auki hafi 183 látist nálægt slíkum stöðum. Gaza Humanitarian Foundation (GHF) hefur séð um að útdeila neyðaraðstoð á ákveðnum stöðum en eru samtökin rekin af Bandaríkjunum og Ísrael. Þau segja tölur Sameinuðu þjóðanna „falskar og misvísandi.“ Samkvæmt umfjöllun BBC er talið að rúmlega níutíu prósent heimila hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst. Þá er mikill skortur á öllum nauðsynjavörum, svo sem mat, drykkjarvatni, olíu og lyfjum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
„Við siglum af stað á ný. 13. júlí 2025 mun báturinn okkar Handala fara frá Siracusa á Ítalíu til að rjúfa ólöglegu herkví Ísraels. Þetta verkefni okkar er fyrir börnin á Gasa,“ segir í færslu á reikningi hópsins á X. Siglt var af stað fyrr í dag á bátnum Handala sem er nefndur eftir samnefndri palestínskri teiknimyndafíguru sem er berfætt flóttabarn sem snýr baki sínu gegn ójafnrétti. Hópurinn reyndi áður að sigla yfir til Gasa þann 1. júní en er þau nálguðust landið níu dögum síðar voru þau stöðvuð af Ísraelsher sem sendi hópinn aftur til síns heima. Þar á meðal var Greta Thunberg, sænskur loftlagsaðgerðarsinni, heimsþekkt fyrir skólaverkföllin sín í þágu loftslagsaðgerða. Ekki liggur fyrir hvort að hún sé með í för að þessu sinni. Alvarlegt ástand á Gasa Alvarlegt ástand er á Gasaströndinni. Tíu manns létust í árás Ísraela er þau voru að reyna fylla brúsa af drykkjarvatni, þar af voru sex börn. Sextán manns særðust í árásinni. Nítján aðrir létust í dag er Ísraelsher gerði árás á íbúðarhúsnæði á miðri Gasaströndinni. Vitni sagði að um hafi verið að ræða drónaáras sem skaut á fólk í biðröð eftir vatni. Ísraelski herinn segir að árásin hafi verið vegna „tæknilegrar villu“ en áætlunin hafi verið að ráðast á hryðjuverkamenn. Vegna villunnar hafi árásin óvart beinst gegn almennum íbúum. Málið sé til skoðunar innanhúss. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem íbúar Gasa hafa verið drepnir í árásum er þau leita sér neyðaraðstoðar. 24 létust í samskonar aðstæðum í gær en þau voru í matarleit. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sögðu að hingað til hefðu að minnsta kosti 789 einstaklingar látist á meðan þau voru að leita sér mannúðaraðstoðar. Að auki hafi 183 látist nálægt slíkum stöðum. Gaza Humanitarian Foundation (GHF) hefur séð um að útdeila neyðaraðstoð á ákveðnum stöðum en eru samtökin rekin af Bandaríkjunum og Ísrael. Þau segja tölur Sameinuðu þjóðanna „falskar og misvísandi.“ Samkvæmt umfjöllun BBC er talið að rúmlega níutíu prósent heimila hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst. Þá er mikill skortur á öllum nauðsynjavörum, svo sem mat, drykkjarvatni, olíu og lyfjum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira