Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. júlí 2025 08:35 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Inga Sæland, félgas- og húsnæðismálaráðherra. Samsett/Vilhelm Landsmenn eru helst ánægðir með störf Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra af ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Fæstir eru ánægðir með störf Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Í nýrri könnun Gallup, sem RÚV greindi frá, sýnir að 62,5 prósent landsmanna séu ánægðir með störf Kristrúnar en rétt rúmlega 22 prósent eru óánægðir með forsætisráðherrann. Þar á eftir koma tveir aðrir ráðherrar Samfylkingarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Um 45 prósent eru ánægð með Jóhann Pál og tæplega 48 prósent eru ánægðir með Ölmu. Í þremur neðstu sætum listans sitja ráðherrar Flokks fólksins, Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Um 46,6 prósent þátttakenda eru óánægðir með störf Ingu Sæland sem ráðherra á meðan 29,4 prósent eru ánægðir. Þá eru 31 prósent óánægt með Guðmund Inga og hans störf en önnur 31 prósent eru ánægð. Tæp fjörutíu prósent sögðust hvorki ánægð né óánægð. 25,8 prósent þátttakenda eru óánægðir með innviðaráðherrann Eyjólf en tæp 29 prósent ánægð. Ráðherrar Viðreisnar sitja á miðjum listanum en Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra er í fjórða sæti og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra í því fimmta. Þar á eftir er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og svo Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Þátttakendur telja Loga Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hafa staðið sig verst af samflokksmönnum og er hann í áttunda sæti listans þar sem 35 prósent eru ánægð með hans störf. Vert er að taka fram að þingmönnum er raðað upp á listann eftir meðaltali og fer því eftir hversu margir eru ánægðir og hve margir eru óánægðir með störf ráðherrans hvar hann situr á lista skoðanakönnunarinnar. Skoðanakannanir Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
Í nýrri könnun Gallup, sem RÚV greindi frá, sýnir að 62,5 prósent landsmanna séu ánægðir með störf Kristrúnar en rétt rúmlega 22 prósent eru óánægðir með forsætisráðherrann. Þar á eftir koma tveir aðrir ráðherrar Samfylkingarinnar, Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Alma Möller, heilbrigðisráðherra. Um 45 prósent eru ánægð með Jóhann Pál og tæplega 48 prósent eru ánægðir með Ölmu. Í þremur neðstu sætum listans sitja ráðherrar Flokks fólksins, Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra, Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. Um 46,6 prósent þátttakenda eru óánægðir með störf Ingu Sæland sem ráðherra á meðan 29,4 prósent eru ánægðir. Þá eru 31 prósent óánægt með Guðmund Inga og hans störf en önnur 31 prósent eru ánægð. Tæp fjörutíu prósent sögðust hvorki ánægð né óánægð. 25,8 prósent þátttakenda eru óánægðir með innviðaráðherrann Eyjólf en tæp 29 prósent ánægð. Ráðherrar Viðreisnar sitja á miðjum listanum en Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra er í fjórða sæti og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra í því fimmta. Þar á eftir er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og svo Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Þátttakendur telja Loga Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hafa staðið sig verst af samflokksmönnum og er hann í áttunda sæti listans þar sem 35 prósent eru ánægð með hans störf. Vert er að taka fram að þingmönnum er raðað upp á listann eftir meðaltali og fer því eftir hversu margir eru ánægðir og hve margir eru óánægðir með störf ráðherrans hvar hann situr á lista skoðanakönnunarinnar.
Skoðanakannanir Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira