Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar 12. júlí 2025 07:02 Það er öllum ljóst að nú er breytt ástand í stjórnmálum. Miðað við hegðun og orðræðu meirihlutans mætti halda að hér hefði verið skrifað leikrit og það sett á svið á Alþingi. Vandinn er sá að leikstjórinn virðist of upptekinn við að ljúga um það sem gerist baksviðs til þess að taka í taumana og leikstýra aðal- og auka leikurum. Til að mynda vonar maður að leikkonan í hlutverki félags- og húsnæðismálaráðherra hafi farið langt út fyrir handritið í þingsal. Í þeim leikþætti velti hún fyrir sér hvort minnihlutinn vildi að það þyrfti að „Draga þá undir húsvegg og skjóta þá“ fyrir þær sakir að þegja ekki og kjósa blint með tillögu meirihlutans. Þarna vitnar hún í aðferðafræði einræðisherra og uppreisnarseggja þegar að stjórnarskipti eiga sér stað. Hvað gengur fólki til þegar það lætur frá sér slík ummæli? Er þetta hennar hugmynd af lýðræði? Hvað er þemað? Það er algengt að bíómyndir, skáldsögur og leikrit séu með þemu. Þemað á þinginu virðist vera hégómi, hræsni og lygar. Það er talað um skatt sem gjald, reglufylgni sem valdarán og síðast en ekki síst er kjarnorkuákvæðið virkjað sem hefur ekki verið nýtt síðan 1959. Leikstjóri ársins ákvað að nú væri tími til kominn til að taka í gikkinn frekar en að miðla málum og ná samningum um þinglok líkt og forsætisráðherrar hafa gert undanfarin 66 ár. Þetta gerir hún þrátt fyrir að vera búinn að lýsa því yfir að það þyrfti að íhuga það vel og vandlega áður en ákvæðið væri nýtt, enda er það hugsað til þess að hægt sé að bregðast við neyðarástandi (ekki skattahækkunum). En hún virðist hafa fengið innblástur frá félags- og húsnæðismálaráðherra þegar að hún ákvað að verja lýðveldið með þessum einræðistilburðum. Slík árás á lýðræðið og vanvirðing fyrir venjum Alþingis ætti ekki að koma neinum á óvart, enda virðist hér vera um sovéska ska sápuóperu að ræða. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er öllum ljóst að nú er breytt ástand í stjórnmálum. Miðað við hegðun og orðræðu meirihlutans mætti halda að hér hefði verið skrifað leikrit og það sett á svið á Alþingi. Vandinn er sá að leikstjórinn virðist of upptekinn við að ljúga um það sem gerist baksviðs til þess að taka í taumana og leikstýra aðal- og auka leikurum. Til að mynda vonar maður að leikkonan í hlutverki félags- og húsnæðismálaráðherra hafi farið langt út fyrir handritið í þingsal. Í þeim leikþætti velti hún fyrir sér hvort minnihlutinn vildi að það þyrfti að „Draga þá undir húsvegg og skjóta þá“ fyrir þær sakir að þegja ekki og kjósa blint með tillögu meirihlutans. Þarna vitnar hún í aðferðafræði einræðisherra og uppreisnarseggja þegar að stjórnarskipti eiga sér stað. Hvað gengur fólki til þegar það lætur frá sér slík ummæli? Er þetta hennar hugmynd af lýðræði? Hvað er þemað? Það er algengt að bíómyndir, skáldsögur og leikrit séu með þemu. Þemað á þinginu virðist vera hégómi, hræsni og lygar. Það er talað um skatt sem gjald, reglufylgni sem valdarán og síðast en ekki síst er kjarnorkuákvæðið virkjað sem hefur ekki verið nýtt síðan 1959. Leikstjóri ársins ákvað að nú væri tími til kominn til að taka í gikkinn frekar en að miðla málum og ná samningum um þinglok líkt og forsætisráðherrar hafa gert undanfarin 66 ár. Þetta gerir hún þrátt fyrir að vera búinn að lýsa því yfir að það þyrfti að íhuga það vel og vandlega áður en ákvæðið væri nýtt, enda er það hugsað til þess að hægt sé að bregðast við neyðarástandi (ekki skattahækkunum). En hún virðist hafa fengið innblástur frá félags- og húsnæðismálaráðherra þegar að hún ákvað að verja lýðveldið með þessum einræðistilburðum. Slík árás á lýðræðið og vanvirðing fyrir venjum Alþingis ætti ekki að koma neinum á óvart, enda virðist hér vera um sovéska ska sápuóperu að ræða. Höfundur er stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálstæðismanna.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar