Sport

Anisimova og Swi­a­tek í úr­slit í fyrsta sinn

Siggeir Ævarsson skrifar
Amanda Anisimova þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn eftir að hún tryggði sig í úrslit
Amanda Anisimova þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn eftir að hún tryggði sig í úrslit Vísir/Getty

Amanda Anisimova kom öllum á óvart á Wimbledon í dag þegar hún tryggði sér sæti í úrslitum mótsins. Það var Aryna Sabalenka sem laut í lægra haldi en Sabalenka er efst á heimslistanum um þessar mundir.

Aryna Sabalenka gat ekki leynt vonbrigðum sínum en þetta er þriðja stórmótið í ár þar sem hún þarf að sætta sig við að ná ekki í gull.Vísir/Getty

Þetta er í fyrsta sinn sem hin 23 ára Anisimova nær í úrslit á Wimbledon. Hún þótti afar mikið efni sem unglingur en tók sér hlé frá íþróttinni 2023 til þess að einbeita sér að andlegri heilsu sinni. Hún hóf leik aftur í fyrra og virðist vera að koma sterkari til baka en nokkru sinni fyrr.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni áttust við Iga Swiatek og Belinda Bencic þar sem Swiatek fór með nokkuð öruggan 2-0 sigur af hólmi. 

Það verða því Amanda Anisimova og Iga Swiatek sem mætast í úrslitaviðureigninni en þrátt fyrir að Swiatak hafi unnið fimm stóra titla þá verður þetta einnig hennar fyrsta úrslitaviðureign á Wimbledon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×