Innlent

„For­sætis­ráð­herra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Guðlaugur Þór segir Kristrúnu Frostadóttur búna að keyra Alþingi fullkomlega í skurð.
Guðlaugur Þór segir Kristrúnu Frostadóttur búna að keyra Alþingi fullkomlega í skurð. Vísir/Anton Brink

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir áhugavert að hlusta á forsætisráðherra, sem hann segir búinn að koma Alþingi „fullkomlega í skurðinn,“ útskýra fyrir þinginu hvernig þetta hefur verið. „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið,“ sagði Guðlaugur ákveðinn.

Orðin lét hann falla í umræðum um fundarstjórn forseta á þingfundi þar sem mikill hiti hefur verið í umræðum eftir óvænt ávarp Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í morgun.

„Það hafa hér verið leiðtogar í þessu landi, sem hafa borið virðingu fyrir þessari stofnun,“ sagði Guðlaugur og í hönd fóru frammíköll og kliður um þingsalinn.

„Já hér hlær skáldið!“ sagði Guðlaugur þá og beindi orðum sínum að Sigmundi Erni Rúnarssyni, þingmanni Samfylkingarinnar.

„Sem er partur af einhverri spunavél, sem er að reyna snúa hlutunum einhvern veginn algjörlega á hvolf. Ef að háttvirtur þingmaður Sigmundur Ernir Rúnarsson myndi nú aðeins hreinsa til á harða diskinum og muna það hvernig hann hefur verið hér.“

„Þá er það þannig virðulegi forseti, að leiðtogar þessa lands hafa borið virðingu fyrir því virðulegi forseti, að við erum með reglur sem eiga að tryggja vandaða lagasetningu.“

Klippa: Ræða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×