„Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2025 14:02 Hægt er að greiða fyrir bílastæði í Höfðatorgi í þessari vél. Vísir/Vilhelm Samgöngustjóri Reykjavíkur segir engan vafa liggja á að fyrirkomulag bílastæðasjóðs um álagningu sekta án sektarmiða sé löglegt. Hún segist ekki hafa orðið var við óánægju með fyrirkomulagið. Fór því í nóvember árið 2023 hefur bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar ekki sett sektarmiða undir rúðuþurrku ökutækja heldur fá þeir sem leggja ólöglega þess í stað rukkun í heimbanka og tilkynningu á Ísland.is. Danir hafa notast við svipað fyrirkomulag en í síðustu viku tók þar í gildi reglugerð um að ekki þurfti að greiða stöðumælasektir nema sektarmiði sé settur á bílinn. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir segir engan vafa á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs sé löglegt. „Við störfum í samræmi við 109. grein umferðalaga og þar kemur fram að gjald skuli lagt fram með skriflegri tilkynningu sem fest er við ökutæki, afhent ökumanni eða sent með sannanlegum hætti til eiganda ökutækis,“ sagði Guðbjörg Lilja í viðtali í hádegisfréttum. „Tilkynningin er send inn á Ísland.is sem telst vera tilkynning með sannanlegum hætti.“ Segir sektir berast mínútum eftir að gjald er lagt á Hún segir að málið hafi verið rætt og skoðað í ljósi þróunar mála í Danmörku. Hún segir breytinguna sem gerð var í Reykjavík haustið 2023 hafa farið mjúklega af stað. „Það voru í raun lítil viðbrögð við því. Við byrjuðum á því að setja upplýsingamiða á bílana en því var hætt þremur mánuðum síðar. Í raun hafa engar athugasemdir borist fyrr en núna í fjölmiðlum, ég tengi þær frekar við gjöld sem einkaaðilar eru að leggja á bifreiðar fyrir afnot af bílastæðum.“ Formaður Neytendasamtakanna sagði í viðtali í Kvöldfréttum í vikunni að neytendur séu ósáttir með fyrirkomulagið, sektir berist seint og ökumenn viti ekki hvað þeir hafi gert af sér. Hann segir samtökin fá kvartanir nánast daglega. „Tilkynning frá Ísland.is, hún kemur inn þar oft innan við mínútu en alltaf innan einhverra mínútna frá því gjaldið er lagt á. Greiðsluseðill birtist í heimabanka á sama tíma.“ Guðbjörg segir að þegar sekt sé birt sjái ökumaður nákvæmlega hvar brotið átti sér stað og hvers eðlis það sé. Hún segir mistök verða sem séu leiðrétt sé leitað eftir því. „Þetta fyrirkomulag að miðarnir fari ekki undir rúðuþurrkuna við höfum ekki orðið var við óánægju beint til okkar vegna þess.“ Neytendur Samgöngur Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Fór því í nóvember árið 2023 hefur bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar ekki sett sektarmiða undir rúðuþurrku ökutækja heldur fá þeir sem leggja ólöglega þess í stað rukkun í heimbanka og tilkynningu á Ísland.is. Danir hafa notast við svipað fyrirkomulag en í síðustu viku tók þar í gildi reglugerð um að ekki þurfti að greiða stöðumælasektir nema sektarmiði sé settur á bílinn. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir segir engan vafa á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs sé löglegt. „Við störfum í samræmi við 109. grein umferðalaga og þar kemur fram að gjald skuli lagt fram með skriflegri tilkynningu sem fest er við ökutæki, afhent ökumanni eða sent með sannanlegum hætti til eiganda ökutækis,“ sagði Guðbjörg Lilja í viðtali í hádegisfréttum. „Tilkynningin er send inn á Ísland.is sem telst vera tilkynning með sannanlegum hætti.“ Segir sektir berast mínútum eftir að gjald er lagt á Hún segir að málið hafi verið rætt og skoðað í ljósi þróunar mála í Danmörku. Hún segir breytinguna sem gerð var í Reykjavík haustið 2023 hafa farið mjúklega af stað. „Það voru í raun lítil viðbrögð við því. Við byrjuðum á því að setja upplýsingamiða á bílana en því var hætt þremur mánuðum síðar. Í raun hafa engar athugasemdir borist fyrr en núna í fjölmiðlum, ég tengi þær frekar við gjöld sem einkaaðilar eru að leggja á bifreiðar fyrir afnot af bílastæðum.“ Formaður Neytendasamtakanna sagði í viðtali í Kvöldfréttum í vikunni að neytendur séu ósáttir með fyrirkomulagið, sektir berist seint og ökumenn viti ekki hvað þeir hafi gert af sér. Hann segir samtökin fá kvartanir nánast daglega. „Tilkynning frá Ísland.is, hún kemur inn þar oft innan við mínútu en alltaf innan einhverra mínútna frá því gjaldið er lagt á. Greiðsluseðill birtist í heimabanka á sama tíma.“ Guðbjörg segir að þegar sekt sé birt sjái ökumaður nákvæmlega hvar brotið átti sér stað og hvers eðlis það sé. Hún segir mistök verða sem séu leiðrétt sé leitað eftir því. „Þetta fyrirkomulag að miðarnir fari ekki undir rúðuþurrkuna við höfum ekki orðið var við óánægju beint til okkar vegna þess.“
Neytendur Samgöngur Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira