Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar 10. júlí 2025 08:00 Veiðigjaldafrumvarpið sem nú liggur fyrir er hvorki tilviljun né afleiðing einnar ríkisstjórnar. Það er niðurstaða fjögurra áratuga deilna milli útgerðar og almennings. Í gegnum tíðina hefur útgerðin sýnt lítinn sem engan vilja til málamiðlana – og ítrekað talað um kvótann eins og hann sé einkaeign. Þegar staðan hefur verið stál í stál í nær 40 ár og engar málamiðlanir hafa náðst, þá stefnir í tvær áttir: annað hvort heldur útgerðin öllu, eða tapar öllu – líkt og í stríði. The winner takes all. Ég ætla ekki að rengja að einhverjar útgerðir muni skila tapi í kjölfar frumvarpsins – en spyr samt: Af hverju? Og er tapið í raun tap, eða einfaldlega minni gróði en áður, til dæmis vegna afskrifta eigna og/eða kvóta? Það má vel vera að frumvarpið hefði mátt útfæra betur – það skal ósagt látið. En þetta er það sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur ákveðið að leggja fram og samþykkja. Þá verða menn einfaldlega að una því – ef virðing á að ríkja fyrir lýðræðinu. Útgerð sem gleymdi þjóðinni Það sem skiptir enn meira máli er hvernig útgerðin hefur hagað sér síðustu ár – með viðskiptum sem hafa litla tengingu við samfélagslega ábyrgð. Kvóti hefur verið keyptur fyrir hundruð milljarða, oft af óljósum aðilum, og enginn veit hvar peningarnir enda. Meira að segja byggðarlög hafa verið skilin eftir án atvinnugreinarinnar sem þau byggðu á. Kvóti hefur verið tekinn, fluttur – og samfélögin skilin eftir í tómarúmi. Í sumum tilvikum má líkja þessu við hamfarir – og það er ekki orðum aukið. Í Grindavík eru raunverulegar náttúruhamfarir, þar sem fiskurinn kemur ekki lengur að landi. Það hefur kostað ríkið tugi, ef ekki hundruð milljarða króna. Þjóðhagslegar afleiðingar eru augljósar. En einnig má líta á það sem þjóðfélagslegt tjón þegar fiskurinn er tekinn með valdi úr sjávarplássum og sendur annað – af mannanna völdum. Þetta eru félagslegar hamfarir. Og ábyrgðin liggur hjá útgerðinni. Ótrygg fjárfesting Við skulum líka spyrja: Hvaða fjárfesting er þetta eiginlega sem útgerðin hefur staðið í? Í eðlilegu viðskiptalífi er það talin áhætta að kaupa eign af aðila sem á hana ekki formlega. En hvað eru kvótaviðskipti annað? Nú, þegar veiðigjöldin hækka, koma taprekstrartölur í ljós. En er það ekki einfaldlega afleiðing fjárfestingar í óöruggri eign? Í venjulegum rekstri ber kaupandinn ábyrgð á eigin áhættu. Hann sýpur seyðið ef fjárfestingin bregst. Það ætti að gilda hér einnig. Söguleg skammsýni getur kostað framtíðina Ég styð stjórnarandstöðuna að öllu jöfnu – en ef hún heldur áfram á braut einhliða hagsmunagæslu, þar sem aðeins er litið til framtíðar án þess að horfa til fortíðar, þá kann illa að fara. Það er engin sanngirni í stefnu sem hundsar reynsluna. Þá virðist vera í gangi einhvers konar störukeppni milli stjórnar og stjórnarandstöðu, sem kalla mætti málþóf. Málþóf getur átt rétt á sér – en aðeins við ákveðnar kringumstæður. Ég nefni þrjú dæmi: Að gjá sé milli þings og þjóðar. Að verið sé að sóa eigum landsmanna í gæluverkefni eða ákvörðun sem stenst enga skoðun. Að verið sé að samþykkja lög sem stangast á við stjórnarskrá. Ekkert af þessu á við núna. Það bendir til þess að málþófið stafi af hagsmunagæslu fyrir sérhagsmuni – og slíkt fær ekki góðan hljómgrunn meðal landsmanna. Þeir rata nefnilega oftast rétt orð að munni. En með þessum vinnubrögðum geta skapast aðstæður sem verða til þess að málþófsrétturinn verður afnuminn. Við verðum að læra af því sem var – ef við ætlum að byggja eitthvað betra. Ef grímulaus hagsmunagæsla heldur áfram óáreitt, þá fer það hugsanlega enn verr. Höfundur er Löggiltur Fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Veiðigjaldafrumvarpið sem nú liggur fyrir er hvorki tilviljun né afleiðing einnar ríkisstjórnar. Það er niðurstaða fjögurra áratuga deilna milli útgerðar og almennings. Í gegnum tíðina hefur útgerðin sýnt lítinn sem engan vilja til málamiðlana – og ítrekað talað um kvótann eins og hann sé einkaeign. Þegar staðan hefur verið stál í stál í nær 40 ár og engar málamiðlanir hafa náðst, þá stefnir í tvær áttir: annað hvort heldur útgerðin öllu, eða tapar öllu – líkt og í stríði. The winner takes all. Ég ætla ekki að rengja að einhverjar útgerðir muni skila tapi í kjölfar frumvarpsins – en spyr samt: Af hverju? Og er tapið í raun tap, eða einfaldlega minni gróði en áður, til dæmis vegna afskrifta eigna og/eða kvóta? Það má vel vera að frumvarpið hefði mátt útfæra betur – það skal ósagt látið. En þetta er það sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur ákveðið að leggja fram og samþykkja. Þá verða menn einfaldlega að una því – ef virðing á að ríkja fyrir lýðræðinu. Útgerð sem gleymdi þjóðinni Það sem skiptir enn meira máli er hvernig útgerðin hefur hagað sér síðustu ár – með viðskiptum sem hafa litla tengingu við samfélagslega ábyrgð. Kvóti hefur verið keyptur fyrir hundruð milljarða, oft af óljósum aðilum, og enginn veit hvar peningarnir enda. Meira að segja byggðarlög hafa verið skilin eftir án atvinnugreinarinnar sem þau byggðu á. Kvóti hefur verið tekinn, fluttur – og samfélögin skilin eftir í tómarúmi. Í sumum tilvikum má líkja þessu við hamfarir – og það er ekki orðum aukið. Í Grindavík eru raunverulegar náttúruhamfarir, þar sem fiskurinn kemur ekki lengur að landi. Það hefur kostað ríkið tugi, ef ekki hundruð milljarða króna. Þjóðhagslegar afleiðingar eru augljósar. En einnig má líta á það sem þjóðfélagslegt tjón þegar fiskurinn er tekinn með valdi úr sjávarplássum og sendur annað – af mannanna völdum. Þetta eru félagslegar hamfarir. Og ábyrgðin liggur hjá útgerðinni. Ótrygg fjárfesting Við skulum líka spyrja: Hvaða fjárfesting er þetta eiginlega sem útgerðin hefur staðið í? Í eðlilegu viðskiptalífi er það talin áhætta að kaupa eign af aðila sem á hana ekki formlega. En hvað eru kvótaviðskipti annað? Nú, þegar veiðigjöldin hækka, koma taprekstrartölur í ljós. En er það ekki einfaldlega afleiðing fjárfestingar í óöruggri eign? Í venjulegum rekstri ber kaupandinn ábyrgð á eigin áhættu. Hann sýpur seyðið ef fjárfestingin bregst. Það ætti að gilda hér einnig. Söguleg skammsýni getur kostað framtíðina Ég styð stjórnarandstöðuna að öllu jöfnu – en ef hún heldur áfram á braut einhliða hagsmunagæslu, þar sem aðeins er litið til framtíðar án þess að horfa til fortíðar, þá kann illa að fara. Það er engin sanngirni í stefnu sem hundsar reynsluna. Þá virðist vera í gangi einhvers konar störukeppni milli stjórnar og stjórnarandstöðu, sem kalla mætti málþóf. Málþóf getur átt rétt á sér – en aðeins við ákveðnar kringumstæður. Ég nefni þrjú dæmi: Að gjá sé milli þings og þjóðar. Að verið sé að sóa eigum landsmanna í gæluverkefni eða ákvörðun sem stenst enga skoðun. Að verið sé að samþykkja lög sem stangast á við stjórnarskrá. Ekkert af þessu á við núna. Það bendir til þess að málþófið stafi af hagsmunagæslu fyrir sérhagsmuni – og slíkt fær ekki góðan hljómgrunn meðal landsmanna. Þeir rata nefnilega oftast rétt orð að munni. En með þessum vinnubrögðum geta skapast aðstæður sem verða til þess að málþófsrétturinn verður afnuminn. Við verðum að læra af því sem var – ef við ætlum að byggja eitthvað betra. Ef grímulaus hagsmunagæsla heldur áfram óáreitt, þá fer það hugsanlega enn verr. Höfundur er Löggiltur Fasteignasali.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun