„Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2025 20:19 Þórdís Jóna er forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem leiðir þróunarverkefni í málefnum erlendra barna. Vísir/Ívar Nauðsynlegt er að styðja betur við skólasamfélagið í málefnum erlendra barna segir forstjóri miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Tölfræði um aukið ofbeldi sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Doktorsnemi við Háskóla Íslands sagði í kvöldfréttum á dögunum að stöðnun hefði orðið í málefnum barna með erlendan bakgrunn. Orðin komu í kjölfarið á áætlun stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna þar sem fram kemur að börn af erlendum uppruna séu mun oftar lögð í einelti en íslensk börn og lendi oftar í slagsmálum. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, segir að tölfræðin sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Síðasta ár hafi verið í gangi þróunarverkni tengt börnum með erlendan bakgrunn. „Þar ætlum við og erum búin að vinna að því núna í vetur að búa til samræmdar aðgerðaáætlanir og ráðgjöf fyrir sveitarfélög og fyrir skóla. Um hvernig best er staðið að því að koma til móts við börn af fjölbreyttum menningar og tungumálabakgrunn,“ sagði Þórdís Jóna í kvöldfréttum Sýnar. Dregur úr líkunum að það verði vandamál síðar meir Hún segir mikilvægt að byggja upp skólasamfélag sem sé inngildandi, ekki aðeins fyrir börn með erlendan bakgrunn heldur öll börn með ólíkar þarfir. Erlendum börnum hafi fjölgað mikið og því nauðsynlegt að styðja betur við skólasamfélagið. Forvarnir séu besta leiðin. „Ef við erum með öflugan stuðning inn í skólunum til að mæta börnunum betur og þau fái góða menntun þá erum við að draga mjög úr líkunum að það verði vandamál þegar síðar verður.“ Þórdís tekur undir þau orð Nichole Leigh Mosty, doktorsnema við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, að mikilvægt sé að hjálpa foreldrum að aðlagast. Þá sé hafin vinna með áfallatengslamiðaða nálgun fyrir börn sem koma úr erfiðum aðstæðum. „Þarna erum við þetta verkefni sem er brúarsmíði, sem koma þá úr þeirri menningu, tala góða íslensku en skilja líka hvaðan börnin eru að koma og eru að hjálpa foreldrum að verða þessi brú á milli skóla og heimilis.“ Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Innflytjendamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Doktorsnemi við Háskóla Íslands sagði í kvöldfréttum á dögunum að stöðnun hefði orðið í málefnum barna með erlendan bakgrunn. Orðin komu í kjölfarið á áætlun stjórnvalda vegna ofbeldis meðal barna þar sem fram kemur að börn af erlendum uppruna séu mun oftar lögð í einelti en íslensk börn og lendi oftar í slagsmálum. Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, segir að tölfræðin sé skýr vísbending um að gera þurfi betur í málaflokknum. Síðasta ár hafi verið í gangi þróunarverkni tengt börnum með erlendan bakgrunn. „Þar ætlum við og erum búin að vinna að því núna í vetur að búa til samræmdar aðgerðaáætlanir og ráðgjöf fyrir sveitarfélög og fyrir skóla. Um hvernig best er staðið að því að koma til móts við börn af fjölbreyttum menningar og tungumálabakgrunn,“ sagði Þórdís Jóna í kvöldfréttum Sýnar. Dregur úr líkunum að það verði vandamál síðar meir Hún segir mikilvægt að byggja upp skólasamfélag sem sé inngildandi, ekki aðeins fyrir börn með erlendan bakgrunn heldur öll börn með ólíkar þarfir. Erlendum börnum hafi fjölgað mikið og því nauðsynlegt að styðja betur við skólasamfélagið. Forvarnir séu besta leiðin. „Ef við erum með öflugan stuðning inn í skólunum til að mæta börnunum betur og þau fái góða menntun þá erum við að draga mjög úr líkunum að það verði vandamál þegar síðar verður.“ Þórdís tekur undir þau orð Nichole Leigh Mosty, doktorsnema við deild menntunar og margbreytileika við Háskóla Íslands, að mikilvægt sé að hjálpa foreldrum að aðlagast. Þá sé hafin vinna með áfallatengslamiðaða nálgun fyrir börn sem koma úr erfiðum aðstæðum. „Þarna erum við þetta verkefni sem er brúarsmíði, sem koma þá úr þeirri menningu, tala góða íslensku en skilja líka hvaðan börnin eru að koma og eru að hjálpa foreldrum að verða þessi brú á milli skóla og heimilis.“
Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Innflytjendamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira